Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 20
Námsferð til Noregs 02 íslands Margit Christiansen, yfirhjúlcrunarkona á geðsjúkrahúsinu í Risskov, fór í námsferð til Noregs og íslands í maí 1973. Viö hirtum hér umsögn hennar, að lokinni vel heppnaðri ferð. 1 ,,sygeplejersken“, 1. hefti 1973, var tilkynnt, að dönsk hj úkrunarkona ætti kost á styrk Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum til náms í einhverju Norðurlandanna. Ég hafði lengi haft hug á að komast til annarra landa til náms og sendi umsókn, þó að mér væri ljóst, að um marga hæfa umsækjendur yrði að ræða. Styrkinn hlaut ég ekki, en mér til óvæntrar gleði fékk ég fjárupphæð úr námssjóði Danska hjúkr- unarfélagsins til þeirrar ferðar, sem ég hafði tiltekið í umsókn minni. í umsókn minni var m. a. tekið fram, að ég vildi gjarnan kynna mér dálítið stefnumið sam- félagslækninga í Ullevál- og Dikemark-sjúkra- húsunum í Noregi, einnig vildi ég kynnast stjórn starfsliðs á Islandi, því að mér hafði borist til eyrna, að í geðsjúkrahúsi þar — Kleppsspítal- anum — væru einkum opnar sjúkradeildir. Ég vildi gjarnan kynnast af eigin raun, hvernig starfsliðið væri skipað við rekstur slíks sjúkra- húss. Ennfremur vildi ég kynnast stéttarfélög- um mínum á Norðurlöndum, til að fá á þann hátt hvatningu og hugmyndir. Oslóborg á og rekur Ullevál-sjúkrahúsið, sem var fyrsti áfangastaðurinn. Elsta húsið af 70 er byggt 1887. Sjúkrahúsið er eitt hinna stærstu á Norðurlöndum með 2 200 sjúkrarúm og 3 800 starfsmenn. Þar var mér tekið af mikilli gest- risni. Geðdeildir Ullevál greinast í tvær mót- tökudeildir, eina barnadeild og réttargeðlækn- ingadeild, sem ég fékk einnig tækifæri til að heimsækja. Eins og áður er getið, hafði ég tekið fram í umsókn minni, að ég vildi gjarnan kynnast samfélagslækningum af eigin raun. Ástæðan til þess var sú, að mikið er rætt um þá tegund með- ferðar, m. a. á sjúkrahúsinu, sem ég starfa við (Risskov). Nokkrar hjúkrunarkonur hér höfðu verið í Noregi og Englandi og unnið sjálfar á þennan hátt, og nú fannst m.ér mikil þörf á að fara sjálf til að kynnast í reynd þessari starf- semi. Ég vil strax taka fram, að mér hefur ekki snúist hugur í þessari ferð. Mér virtist samfé- lagslækningar, eins og þær eru framkvæmdar í Ullevál, íþyngja mjög sumum geðsjúklingum. Ég skil ekki, hvers vegna sjúkdómsgreiningin var ekki höfð til hliðsjónar við meðferð sjúkl- ingsins. Þetta meðferðarform er nýlegt, og ætl- unin hefur sjálfsagt verið að efla gagnlegar viðræður. En að minni hyggju felst í samfélags- lækningum hætta á, að þær staðni í ákveðnu meðferðarformi, sem leiði til þess, að lækninga- markmiðið kunni að fara forgörðum, sé þeim beitt út í ystu æsar. 1 Ullevál voru menn svo sannfærðir um, að samfélagslækningar væru hið eina rétta, að sjúklingunum var allt að því þröngvað inn í þær. Sumum virðast samfélagslækningar hlið- stæðar þeirri eflingu lýðræðis, sem fram fer í þjóðfélaginu. Mér reyndist örðugt að sjá lýð- ræðið í verki, þar sem mér virtist sjúklingarnir ekki fá að ákveða sjálfir, hvort þeir tækju þátt í öllum þeim fundum, sem þeir voru daglega kvaddir til. Oslóborg á einnig Dikemark-sjúkrahúsið og rekur það. Sjúkrahúsið var tekið í notkun 1905 og stend- ur í fögru umhverfi um 30 km frá Osló. Þar er rúm fyrir um það bil 1000 sjúklinga í 5 ein- ingum, sem skipt er í 30 deildir. Hver deild starfar sjálfstætt með sérstöku starfsliði. Ég hafði mælst til þess, að ég fengi fyrst og fremst að kynnast Lien-deildinni, og var mér þar sér- lega vel tekið. f Lien-deildinni er rúm fyrir 40 sjúklinga, konur jafnt sem karla. 10 sjúklinganna eru fíkniefnaneytendur. Sjúklingunum er skipt í 4 hópa og fíkniefnaneytendunum 10 er dreift í alla hópana. Deildin var rekin með hefðbundn- um hætti fram til ársins 1964 og tók á móti öllum tegundum geðsjúklinga. Þá var farið að nota hópmeðferðarlækningar, sem hafa í för með sér, að ekki er tekið við sjúklingum með 122 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.