Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 46
FRÍTTIR og TILKYIIIW Góðan dag, hvernig líður mér? \vr formadnr í Ileykjavíkurdpild HFf. Á aðalfundi Reykjavíkur- deildar HFl mánudaginn 17. nóvember s.l. lét María Gísla- dóttir af formannsstarfi. Núverandi formaður deildar- innar er Arndís Finnsson. Nánar verður skýrt frá fund- inum í 1. tölublaði 1975. Félagsgjuld 1975. Samkvæmt samþykkt aðal- fundar HFÍ 1974 eru félagsgjöld reiknuð 15% af nóvemberlaun- um ári fyrirfram og miðað við þann launafl. sem alm. hjúkr- unarkona er í, sem nú er 18. lfl. og er samþykktin birt í 3. tbl. 1974. Nóvemberlaun, 18. l.fl. 3. þr. 1974 er kr. 53.500,00 og verða félagsgjöld 1975 samkv. því: kr. 8.000,00 í fullu og hálfu starfi — 5.200,00 í afleysingum og minna en V2 starfi (%) — 2.500,00 ekki starfandi (%) — 800,00 hjúkrunarnemar og hjúkrunarkon- ur yfir 60 ára (sem komnar eru á eft- ii'laun eða ekki í starfi). Hjúkrunarkonur í námi án launa greiða ekki félagsgjald. Félagsgjöldin verða innheimt í tvennu lagi hjá þeim sem eru starfandi. Þær sem ekki eru starfandi fá tilkynningu með 1. tbl. Tímarits HFÍ 1975. Póst- giroreikningur félagsins er 21177, tekið er við greiðslum í öllum pósthúsum og bönkum á landinu, einnig má senda greiðsluna beint til skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar á skrif- stofu félagsins sími 21177 og 15316. Kömimi 11 voguin licillii'ipiðis- o(í í ryf£ giiigamálariiðmirytisins. Nefnd sú er vinnur á vegum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins að könnun á h j úkr unarkvennaskortinum, hvetur þær hjúkrunarkonur er hafa ekki svarað könnunarlist- anum að gera það hið bráðasta. Framliiildsaðnlfumlur Auslurlaudsdrildar HFI. Framhaldsaðalfundur Austurlands- deildar HFÍ var haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, 14. sept. 1974. Fundinn sóttu 8 hjúkrunarkonur. Kosin var ný stjóm félagsins: Form. Laufey Egilsdóttir, Egils- stöðum. Gjaldk. Jóhanna Sigurjónsson, Seyðisfirði. Ritari Edda Björgmundsdóttir, Neskaupstað. Varam. Freyja Sigurðardóttir, Egilsstöðum. Fulltrúi á aðalfund HFÍ var kjör- in: Beta Einarsdóttir, Kálfafellsstað, A.-Skaftafellssýslu. Á fundinum var rætt um þann möguleika að halda fund suður á Höfn, Hornafirði eða Djúpavogi í maí —júní 1975. F. h. stjórnar Edda Björgmicndsdóttir. Krakkar mínir komið þið sæl. •lólatrésskemmtmi. Jólatrésskemmtun HFÍ verður haldin í Útgarði, Glæsibæ, mánudag- inn 27. desember kl. 15. Nánar auglýst síðar. Jólatrésnefndin. Ársskýrsla Auslurlaiidsdcildar IIFÍ. Stofnfundur deildarinnar var hald- inn í Egilsbúð, Neskaupstað, 27. maí 1973. Stofnendur voru 19 hjúkrunar- konur búsettar á svæði deildarinnar. 11 komu á stofnfundinn. Samin voru drög að lögum deildarinnar, og hafa þau verið samþykkt. Tveir aðrir fundir hafa verið haldnir á deildarsvæðinu, annar í september 1973 í Valaskjálf, Egils- stöðum. Helstu mál á þeim fundi voru kjaramál hjúkrunarkvenna og heilbrigðismál á deildarsvæðinu, en í þeim efnum virðast nóg verkefni og hjúkrunarkonurnar víðast starfandi í heilbrigðisnefndum á svæðinu. lík- húsmál og mál aldraðra voru einnig ofarlega á baugi. í fundarlok skoð- uðum við nýju „Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum“ og íbúð fyrir aldrað fólk og mátti ýmislegt af þessu læra. Seinni fundurinn var haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað, í júní 1974. Á þessum fundi fóru fram almenn fundarstörf. Álfhildur Sigurðardótt- ir, formaður, sagði frá aðalfundi HFÍ í Reykjavík, en hún hafði setið fund- inn þar. Þá kom á fundinn Eggert Brekkan læknir og flutti okkur fróð- legt erindi um sýkingu í ytri og innri þvagfærum karla og kvenna og flytj- um við honum bestu þakkir fyrir það. Fleira hefur ekki markvert gerst. Sigurborg I. Einarsdóttir fundarritari. 144 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.