Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 18
Nota þarf hanska við vinnu með þessum
vökva, því að hann ertir mjög húð. Það er
skipt um vökva bara einu sinni á dag, þótt
alltaf sé verið að nota hann. Bent er á, að
starfsfólkið á ekki sjálft að blanda þessar
upplausnir. Ef þær verða of sterkar, er þetta
of dýrt, ef þær verða of veikar, þá er aðferð-
in gagnslaus.
Víða í Svíþjóð eru verkfæri, sem notuð eru
á legudeildum við saumtökur og til skipt-
ingar á sárum, lögð í 2% phenolblöndu í 1
klst., áður en farið er með þau til þvottar
og sótthreinsunar.
5. Glutaraldehyd (t. d. ,,Cidex“). Þetta efni er
notað mjög víða. Það hefur meira að segja
verið álitið, að í vissum blöndum gæti það
drepið spora og veirur auk baktería. En það
er ekki mjög gagnlegt gagnvart berklabakt-
eríum, og það er mjög ertandi og hefur tox-
ískar verkanir. Verkfæri, sem meðhöndluð
eru með glutaraldehyd, þarf að hreinsa vel
í sterilu vatni eða á annan hátt, áður en hægt
er að nota þau. Þá vill glutaraldehyd skemma
linsur í endoscopum og „fiber optic“ þræði.
6. Formaldehyd (formalin). Eins og formalin-
töflur voru notaðar til skamms tíma, þ. e.
a. s. að leggja töflurnar upp að hlut þeim,
sem desinficera átti, er það sennilega alveg
gagnslaust. Nú hafa aftur á móti verið búnir
til sótthreinsunarofnar, þar sem formalin-
gufan er hituð upp í 70 til í mesta lagi 80°
C. Á Karolinska spítalanum í Stokkhólmi er
desinficerað á þennan hátt í l1/^ klst. Ofnar
þessir eru dýrir, en munu vera að ryðja sér
töluvert til rúms, a. m. k. í Svíþjóð og Eng-
landi. Aftur á móti eru þeir ekki mikið not-
aðir í Danmörku enn sem komið er.
7. Hexachlorayhen (t. d. „phisohex“, „gamo-
phen“ o. fl.). Efni þetta hefur verið notað
víða um heim í meira en 30 ár til alls konar
desinfectionar, t. d. við þvotta á höndum. og
víða á líkama, í matvælaiðnaði og einnig í
snyrtivöruiðnaði. Á spítölum í Svíþjóð var
ílát með phisohex við flestar handlaugar og
er það e. t. v. enn. Þetta efni hefur einnig
víða verið notað til þess að þvo líkama hvít-
voðunga og ungbarna. Síðustu 2—3 árin hafa
samt heyrst raddir um, að þetta efni mundi
ekki vera eins saklaust og álitið var. Dýra-
tilraunir hafa sýnt, að með því að sprauta
að vísu allmiklu magni af þessu efni í til-
raunadýr hafa komið fram ýmsar sjúklegar
breytingar, einkum í heila og taugakerfi.
Þetta mun þó þurfa að vera í allstórum
skömmtum við þessar tilraunir. En dauðs-
föll hafa komið fyrir við notkun þessa efnis
í misgripum. Ekki alls fyrir löngu létust í
Frakklandi 20 börn,vegna þess að á þau hafði
verið borið púður, sem líklegt er talið að hafi
innihaldið of mikið hexachloraphen. Þetta
hefur orðið til þess, að bæði í Bandaríkjun-
um og Svíþjóð hafa heilbrigðisstjórnir ráðið
frá því að þvo ungbörnum með hexachlora-
phen. Finnar hafa einnig minnkað notkun
þessa efnis. Aftur á móti er það t. d. í Ástr-
alíu enn notað í þessu skyni, og gera þeir
það af ótta við staphilococca infectionir, en
hexachloraphen er mjög virkt gegn staphilo-
coccum. Það er aftur á móti ekki virkt gegn
gram negat. sýklum. Það mun vera með öllu
hættulaust að nota hexachloraphen, „gamo-
phen“, hexavern“ o. fl. til handþvotta, t. d.
fyrir skurðaðgerðir, eins og víða er gert.
Ég mundi aftur á móti ráða frá að nota
þetta á ungbörn, eins og gert hefur verið
víða, einkum þar sem menn hafa nú fengið
efni, sem er hættulaust og má nota á þennan
hátt, og kemur það í upptalningu næst hér
á eftir.
8. Chlorhexidin („Hi.bitane“). Ég hef orðið var
við það, að fólk blandar saman efnunum
hexachloraphen og chlorhexidin, af því að
nöfnin eru svipuð, en hér er um óskyld efni
að ræða. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að
chlorhexidin hefði neinar eiturverkanir í för
með sér. Þó er varað við því að nota það á
heila og mænu. Að mínu áliti getur chlor-
hexidin komið í staðinn fyrir öll önnur kem-
ísk desinficerandi efni. Þess vegna er það
eina kemíska efnið, sem notað er á skurðlækn-
ingadeild Borgarspítalans (auk Gamophen-
sápu til handþvotta fyrir skurðaðgerðir) og
er notað í ýmsum myndum, svo sem nú skal
talið upp. - Handábur<5ur „Hibitane antiseptic
cream“ ætti að vera við hverja handlaug á
spítala og hjúkrunarkonur að hafa með sér í
tösku sinni, þegar þær fara að annast sjúkl-
inga úti í bæ. Þessi handáburður er þægilegur
og hefur ekki óþægilega lykt. Ekki mun hann
drepa bakteríur, en talið er, að sé hann natað-
ur eftir handþvott iðulega, þá hindri hann
bakteríur í að setjast að á húðinni.
„Lidothesin“ smyrsl hafa að geyma 1%
Hibitane ásamt deyfandi lyfi. Þau fást í 15
gr. túbum. Hverri túbu fylgir plastendi, sem
hægt er að desinficera á ýmsan hátt og skrúfa
síðan á túbuna. Það má t. d. leggja bæði
plastendann og túbuna í Hibitane í alkohol-
blöndu í 3 mín. (sjá síðar). Þetta eru sér-
lega góð smyrsl, bæði til þess að deyfa og
desinficera þvagrás með, áður en færður er
inn þvagleggur, cystoscop o. s. frv. Best er
120 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS