Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 12
GILDI HEILSUVERNDAR
■JÓN SIGURÐSSON, dr. med.
Fyrrverandi borgarlæknir.
Betra er heilt en vel gróið, segir máltækið.
Öllum ber saman um, að ákjósanlegra sé að vera
án sjúkdóms en að þurfa að lækna hann, þótt
unnt væri. 1 heilbrigðismálum hlýtur það því
að koma í fyrstu röð að forða mönnum frá sjúk-
dómum, að svo miklu leyti sem frekast er unnt.
Læknar eru og nú almennt á einu máli um það,
að framtíðarverkefnið í heilbrigðismálum sé
heilsuvernd. 1 því starfi eru farnar og hafa
verið farnar margar leiðir — og með góðum
árangri. Á alþjóðavettvangi hefur um árabil
jafnvel verið unnið markvisst að fullkominni
útrýmingu vissra sjúkdóma, aðallega hitabeltis-
sjúkdóma.
Við höfum hér á landi haft lækna í rúm 200
ár. Þeir voru lengi örfáir, einangraðir í fagi
sínu, bjuggu við lítinn bókakost og voru illa
búnir að tækjum. Þetta hefur allt breyst óð-
fluga frá síðustu aldamótum. Þá fengum við
og okkar fyrsta almenna spítala, Landakots-
spítala, sem var okkar einasta almenna sjúkra-
hús í um 30 ár, en einnig á sviði sjúkrahúsmála
hafa orðið stórstígar framfarir á undanförnum
árum.
Starf lækna og hjúkrunarliðs, á sjúkrahúsum
og utan þeirra, hefur yfirleitt verið heillaríkt
hér á okkar landi. Það hefur bjargað ótal manns-
lífum, veitt mönnum starfsorku og linað þján-
114 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
ingar. Það hefur því bætt heilsufar þjóðarinn-
ar að verulegu leyti.
Engum sjúkdómi hefur þó nokkru sinni verið
útrýmt með því einu að leitast við að lækna
sérhvern sjúkling, sem sjúkdóminn hefur. Aðr-
ar heilbrigðisráðstafanir þurfa að koma til.
Sjúkdómnum sjálfum verður ekki rutt úr vegi
í sjúkrahúsum, svo nauðsynleg og sjálfsögð sem
þau eru til líknar og lækninga á einstaklingum.
Til skamms tíma hafa þessar „aðrar heil-
brigðisráðstafanir" beinst fyrst og fi’emst að
vörnum gegn skæðum sóttnæmum sjúkdómum.
Hér á Islandi hafa unnist miklir sigrar á þessu
sviði, — sigrar, sem hafa gjörbreytt heilsufari
þjóðarinnar og þar með afkomu hennar og vel-
ferð. Til glöggvunar og upprifjunar skal hér í
mjög stuttu máli minnt á nokkur dæmi:
Bólusótt hefur verið útrýmt hér með lögbund-
inni bólusetningu (en mannskæðir bólusóttar-
faraldrar höfðu gengið hér frá því snemma á
14. öld og fram á 19. öldina. Árið 1707 dóu t. d.
um 18 000 manns af þessari veiki, eða þriðj-
ungur landsmanna).
Barmveiki, sem þjóðinni stóð ógn af á síð-
ustu öld og á fyrstu tugum þessarar aldar, hefur
verið útrýmt á sama hátt, þ. e. með ónæmis-
aðgerðum.
Holdsveiki, sem hrjáð hafði þjóðina frá því
i