Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 13
á 13. öld, er að telja má úr sögunni (aðeins 2 sjúklingar, báðir læknaðir, eru á lífi og ein- angraðir í Kópavogshæli). Réðu þar mestu um lög, sem heimiluðu að úrskurða holdsveika til ævilangrar einangrunar, og enn fremur tilkoma Holdsveikraspítalans í Laugarnesi, sem byggð- ur var og gefinn okkur af félagasamtökum, Oddfellow-reglunni dönsku. Um miðja síðustu öld var talið að sjötti hver landsmaður hefði sullaveiki. Niðurlögum henn- ar var ráðið með takmörkun á hundahaldi, hundahreinsun og alþýðufræðslu um eðli sjúk- dómsins og með ráðstöfunum til að koma í veg fyrir, að hundar næðu í hráæti á blóðvelli. En hér kom líka til sú breyting á búnaðarháttum, að fráfærur voru lagðar niður, sem vafalaust hefur haft mikil áhrif á gang veikinnar. Taugaveikin sést hér ekki lengur, en árið 1906 tóku 160 manns hér í Reykjavík þennan skæða sjúkdóm. Hann hefur látið undan fyrir öflugum sóttvörnum og opinberum ráðstöfun- um, lokuðum vatnsleiðslum og frárennslum, ger- ilsneyðingu mjólkur og auknu almennu hrein- læti. Kringum 1930 dóu liðlega 200 manns hér ár hvert úr berklaveiki. Upp úr því rénaði veikin óðfluga á 4. tug aldarinnar, eftir að búið var að koma upp nægilega mörgum sjúkrahúsrúm- um fyrir alla sjúklinga með smit. Þessu var fylgt eftir með ötulu berklavarnarstarfi, svo að berklaveiki telst ekki lengur til heilbrigðis- vandamála á Islandi. Hér hafa verið faraldrar af mænusótt með fárra ára millibili. Árið 1924 voru skráðir 463 sjúklingar og 89 dánir. í mænusóttinni, sem gekk hér árið 1955—56, lömuðust 164 manns og 4 dóu. Eftir það kom bóluefni til sögunnar, almenn bólusetning framkvæmd, og engin mænusótt hefur gengið hér síðan. Vonir standa til, að við séum einmitt nú með heilsuverndar- starfi að útrýma þessari veiki. Á tiltölulega fáum. áratugum hefur tekist að ráða bug á skæðum farsóttum og næmum sjúk- dómum, sem kostað hafa þjóðina mikið afhroð. Þessir sigrar hafa ekki verið skjótunnir, og þeir hafa ekki búið yfir dramatískum spenningi skurðstofunnar. En sé horft aftur og litið yfir árangur alls þessa, reynast heilsuverndarstörf- in og hinir seinunnu sigrar þeirra engan veg- inn sneydd dramatískum áhrifum. Meðalævilengd landsmanna hefur meira en tvöfaldast á sl. 100 árum og er nú lengri en víðast hvar annars staðar. (Hefur breyst úr 35 ár í 70,7 ár hjá körlum og 76,3 ár hjá kon- um — árin 1961—65). Dánartalan er ein sú lægsta, er þekkist, og ungbarnadauði hefur á rúmri öld minnkað úr 343 í um 12 á 1 000 lif- andi fædd börn. Aðeins hjá einni annarri þjóð, Svíum, er hann minni. Þetta er því markverð- ara sem heilsufar þjóðarinnar var ömurlegt langt fram á síðustu öld. Þetta þýðir þó ekki, að allt sé nú eins og það á að vera, og enn síður, að leggja megi árar í bát. „Mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“. Við erum enn í hættu frá næmum sjúkdómum og vitum aldrei nema stórhættulegir sjúkdómar kunni að vera á næsta leiti. Við erum engan veginn nægilega varin gegn þeim, t. d. er fólk hirðulaust um að láta gera á sér ónæmisaðgerð- ir, þótt hvatt sé til þess. Bólusótt er alltaf að stinga sér niður í ná- grannalöndunum, m. a. í Svíþjóð fyrir rúmum 10 árum, þar sem 27 veiktust, áður en við var ráðið, og í Danmörku haustið 1970. Fyrir nokkrum árum höfðum við tvisvar út- breidda faraldra af taugaveikibróður hér á Reykjavíkursvæðinu, og við munum taugaveik- ina í Zermatt, sem vel hefði getað borist hingað. Ferðalög hafa aukist til stórra muna. Island ei' komið í alþjóðaleið. Ferðalangar, íslenskir og erlendir, koma í hópum frá hitabeltislöndum, og þaðan koma menn jafnvel í atvinnuleit. Við verðum að vera við því búnir, að hingað berist hættulegir hitabeltissjúkdómar þá og þegar. Nýjar hættur aðrar steðja einnig að, frá at- vinnulífinu, frá tæknilegum og efnafræðilegum nýjungum, og má geta þess, að um 10 þúsund ný efnasambönd koma fram á ári hverju. 1 fjöl- mörgum þeirra leynast hættur, sem enginn get- ur vitað um fyrr en að vissum tíma liðnum, e. t. v. mörgum árum. — Loks stafar okkur hætta frá breyttum þjóðfélagsháttum og nýjum lífs- venjum. Þótt við höfum losnað að mestu við hina al- varlegu næmu sjúkdóma, þá hafa aðrir komið í staðinn. Þeii' sjúkdómar, sem nú höggva stærstu skörðin í raðir Islendinga, eru hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein, en slys koma sem þriðja stærsta dánarmeinið. Opinberar heilbrigðisráðstafanir, sem dugðu svo vel í baráttunni við næmu sjúkdómana, koma varðandi þessi mein að minna gagni. Hér þarf hið opinbera að beita öllum ráðum til að fá einstaklinginn til að temja sér hollar lífsvenjur, en þar er þrautin þyngri, og skal ekki gert frek- ar að umtalsefni hér, svo vel þekktar eru les- endum blaðsins hætturnar af t. d. ofáti, hreyf- ingarleysi og reykingum. Heilsuverndarstarfinu í dag er ætlað víðtæk- ara verkefni en áður. Nú er talað um að bæta lífi við árin og ekki bara um að bæta árum við TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.