Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 11
Frd frœðslunefnd Samtaka heilbrigðisstétta NokJcmr athugasemdir og breytingartillögur viö 1. kafla frumvarps til laga um ráögjöf og fræöslu vcvröandi kynlíf og bameignir og um fóstureyöingar og ófrjósemisaögeröir. ÁKVÆÐI frumvarpsins um fræðslu tryggja á engan hátt, að meira og betur verði unnið að fræðslumálum þessum, þótt frumvarpið verði samþykkt, heldur en verið hefur. Til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt, að ákvæði verði miklu nákvæmari og tilgreini þá aðila, er skuli vinna að þessum málum og beri ábyrgð á þeim. Fræðslunefnd Samtaka heilbrigðisstétta leggur því til: 1. gr. verði svohljóðandi: Gefa skal fólki kost á fræðslu varðandi kyn- líf, getnaðarvarnir og barneignir. Almenn fræðsla í þessu efni skal vera hluti af náms- skrá skóla. Nefndin telur almenna fræðslu á hinum ýmsu aldursstigum algera forsendu þess, að ráð- gjöf og önnur aðstoð megi nýtast svo sem til er ætlast í lögum þessum. 4. gr. verði svohljóðandi: Almenn fræðsla og störf ráðgjafaþjónustu skuli unnin af starfsliði heilbrigðisstétta og kennurum, sem til þess hafa hlotið nauðsyn- lega þekkingu. Nefndin álítur upptalningu þá, sem fram kem- ur í 4. gr. geta orkað villandi, m. a. vegna þess, að orðið hjúkrunarfólk er ekki viður- kennt starfsheiti neinnar stéttar, heldur títt notað samheiti allra starfsstétta sjúkradeilda. Ennfremur koma til starfa nýir hópar innan heilbrigðisstétta, og geta þeir verið fallnir til þessara starfa. 5. gr. falli niður. 6. gr. verði 5. gr. 7. gr. verði 6. gr. og hljóði svo: 1. a) Heilbrigðis- og fræðsluyfirvöld skulu veita almenna fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífs á skyldunámsstigi í skólum landsins, einnig skal veita slíka fræðslu á öðrum námsstigum. b) Heilbrigðis- og fræðsluyfirvöldum er skylt í sameiningu og í samráði við félagssamtök heilbrigðisstétta að hlut- ast nú þegar til um útgáfu fræðslu- efnis og að halda námskeið fyrir fræð- endur á hinum ýmsu skólastigum. c) Fræðsla þessi verði tengd átthagafræði — heilbrigðisfræðum — líffræði — samfélagsfræði — fjölskylduhagfræði o. s. frv. eftir því, sem við getur átt. 2. Heilbrigðis- og fræðsluyfirvöld setji reglur, er kveði á um nánari tilhögun fræðslu á þessu sviði, s. s. á hvaða aldursstigi og með hverju hún skuli hefjast. Þar skal og kveða á um hlutverk og samvinnu kennara og heilsugæslustarfsliðs skóla í þessum fræðslu- þætti. Nefndin telur, að 7. gr. sé gagnslaus í núver- andi gerð og að með henni stöndum við áfram kyrr í sama aðgerðaleysi og nú. Vitað er, að við suma skóla eru uppi tilburðir um almenna fræðslu, sem erfitt er að framkvæma vegna skorts á hæfu efni, vöntun á samræmingu og nauðsynlegum stuðningi við þá, sem að fræðslu þessari vinna. Við marga skóla starfa læknar og hjúkrunarkonur, sem hljóta að teljast eðli- legur stoðkennslukraftur í ýmsum tilvikum, ekki síst vegna þess að til þeirra leita ungmenni og aðstandendur þeirra með sín vandamál á hverj- um tíma, og má telja fullvíst, að langvíðast takist samstarf svo vel, að heilsugæslustarfslið skólanna viti, hvar skórinn kreppir hverju sinni í þessum efnum. Skúli G. Johnsen læknir Jóna V. Höskuldsdóttir hjúkrunarkona Loftur Ólafsson tannlæknir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.