Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 27
Læknanemar ráðnir til hjúkrunarstarfa Undirritaðir kennarar við Hjúkrunarskóla ls- lands rituðu stjórn Hjúkrunarfélagsins bréf, þar sem þeir vöktu athygii á eftirfarandi: Vegna skorts á hjúkrunarkonum hafa lækna- nemar í sívaxandi mæli verið ráðnir til hjúkr- unarstarfa. Þykir okkur sú þróun geigvæn- leg, þar sem um tvær sjálfstæðar starfsgrein- ar er að ræða, og að okkar mati enginn grund- völlur í þeirra námi fyrir hj úkrunarstörf. Þarna er freklega gengið inn á starfssvið hjúkrunarstéttarinnar og hún lítilsvirt, hvað menntun og laun snertir, þar eð þeir taka laun sem hjúkrunarkonur. Undirritaðar skora því á Hjúkrunarfélag Is- lands að taka mál þetta til skjótrar athugunar. Jafnframt komum við með ósk urn að viðkom- andi stofnanir, er ráða læknanema til aðstoðar á sjúkradeild, gefi þeim kost á að afla sér þeirra almennu undirstöðuatriða, er á skortir til slíkra starfa. Virðingarfyllst, Sigurhelga Pálsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Sigþrú&wr Ingimundardóttir, Lilja óskarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir, Hertha W. Jónsdóttir, Þorbjörg Friöriksdóttir. Stjórn HFl hefur haft mál þetta til athug- unar og var það tekið til sérstakra umræðna á stjórnarfundi félagsins 2. sept. sl. Þar kom fram, að málið var rætt á fundi með forstöðukonum í júlí sl., þar sem samkomulag varð um að forstöðukonur beittu sér fyrir því, að ekki væru aðrir ráðnir til hjúkrunarstarfa en þeir, er heimild hafa til þess samkv. lögum. Hins vegar væri heimilt að ráða aðra til aðstoð- ar ýmiss konar. Á fundinum var einnig ákveðið, að stjórn forstöðukvennadeildar HFÍ hefði sam- band við forstöðukonur allra sjúkrahúsa í land- inu. Stjórn HFI hefur óskað eftir nánari upplýs- ingum frá ráðningarskrifstofu iæknanema, sem enn eru ókomnar. Nýi hjúkranarskóliim brautskráir fyrstu nemendur sína Laugardaginn 23. nóvember sl. brautskráði Nýi hjúkrunarskólinn 21 nemenda. Eru það fyrstu nemendurnir er ljúka námi frá skólanum. Nán- ar verður greint frá þessu í næsta blaði. Á grunnmenntun í hjúkrun að vera eftir tveim eða fleirum menntunarleiðum? 1. Við skorum á allar hjúkrunarkonur og menn að gera sér ljósa afstöðu sína til þess, sem nú er að gerast í menntunarmálum stéttar- innar. 2. Við lýsum algerri óánægju með, að grunn- menntun í hjúkrun sé veitt eftir tveim eða fleiri menntunarleiðum. 3. Öll viðleitni til að kljúfa hjúkrunarstéttina 1 tvo hópa, með mismunandi grunnmenntun, teljum við svik við hjúkrunarkonur, sem menntast hafa til slíkra starfa á Islandi eftir þeim leiðum, sem boðist hafa til þessa. 4. Við skorum á stjórn HFl og fulltrúa þá, er sitja í nefnd um endurskoðun laga um hjúkr- unarmenntun, að láta það tækifæri ekki ónot- að að ná allri grunnmenntun hjúkrunar á Islandi undir eina námsskrá, er veiti sömu réttindi til framhaldsnáms. 5. Án kennslu og aðstoðar þeirra hjúkrunar- kvenna og manna, sem nú þegar eru til starfa hér á landi, er ógerlegt að mennta fólk til h j úkrunarstarf a. Því höfum við sameinuð fulla möguleika á að vernda þau réttindi, sem okkar stétt hlýt- ur að hafa öðlast í gegnum starf sitt. Þess vegna skorum við á hjúkrunarstéttina að taka ekki þátt í neinu starfi, er stuðlar að mismunun á gæðum grunnmenntunar í hjúkrun. 6. Tilkoma hjúkrunarnámsbrautar við Háskóla íslands er ekki verðlaunaveiting til þess fólks, sem stundað hefur hjúkrunarstörf í þágu lands síns fram að þessu, heldur frem- ur kaldranaleg ábending um, að okkar mennt- un standist ekki kröfur tímans. Látum því ekki kljúfa okkar hóp í tvennt með því að bjóða fyrh-varalaust upp á aöra tegund hjúkrunargrunnnáms. Tökum áskoruninni og berjumst fyrir rétti okkar, þannig að allar hjúkrunarkonur og menn, sem mennt- ast hafa á Islandi til þessa, hafi jafna mögu- leika til að mennta sig meira og að hjúkr- unargrunnnám komist allt undir eina náms- skrá og veiti sömu möguleika á framhalds- námi. Hjúkrunarkonur staddar á Blönduósi í ág. 1974: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Eyrún Gísladóttir, Sveinborg H. Sveinsdóttir, Guöfinna Pálsdóttir, Vigdís Bjöyi-nsdóttir, Kristín Hjördís Líndal, Valgeröur Guömundsdóttir, Ingibjörg S. Guömundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.