Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 17
Þetta þrennt verður að vera í samræmi hvað við annað. Flestir sótthreinsunarofnar nú á tímum eru sjálfvirkir. Maður styður bara á ákveðið „program" og síðan sér ofninn um aðferðina. Á Borgarspítalanum höfum við t.d. sótthreinsunarofna með þremur „pró- grömmum“: 143° C, 120° C, 105° C. Flestir enskir gufusótthreinsunarofnar sterilisera aftur á móti við 134° C, en þá er samræmi milli þessa hita og þrýstingsins inni í hólfinu. 2. Þurr hiti drepur bakteríur, spora og veirur. Virkni fer eftir samræmingu í hita og tíma, t. d. 160° C, 1 klst. 180° C, 14 mínútur. (Þetta eru reglur, sem gilda á stórri sótt- hreinsunardeild í Glasgow, sem sótthreinsar fyrir spítala með samtals um 26 þús. rúm- um, sem þjóna 31/2 millj. manna. I Svíþjóð t. d. er gert ráð fyrir helmingi lengri tíma en hér hefur verið nefndur). Ofnar þessir eiga helst að hafa blásara, sem dreifir loftinu inn yfir það, sem sótthreinsa á, a. m. k. ef um lín og þess háttar er að ræða. 180° C hitaofninn er miklu vandmeðfarnari og því ekki hentugur nerna á stöku stöðum, þar sem mikið er umleikis. 3. Geislasótthreinsun annaðhvort með gamma- geislum frá radioactiv isotop (cobolt C 0-60) eða þá með geislun frá vél, sem gefur raf- eindum hraða, sem nálgast hraða ljóssins. Þessi aðferð hæfir ekki spítala. Hún er bæði of dýr og þarfnast auk þess stöðugs eftir- lits. Þessi aðferð er aftur á móti sérlega hent- ug til sótthreinsunar á einnota efnum ýms- um og hún er örugg. Galli er þó sá, að ekki er hægt að sótthreinsa á þennan hátt mjög oft, því að geislavirkni hrúgast upp í efn- inu, jafnvel hvað langt sem er á milli geisl- ana. 4. Ethylenoxid-sótthreinsun. Þetta efni í þar til gerðum sótthreinsunarofnum drepur bakt- eríur, spora og veirur, en þó eingöngu ef viss- um skilyrðum er fullnægt. Það fer eftir t. d. rakastigi í því, sem sótthreinsa á, og einnig sótthreinsar þetta efni ekki, ef mjög mikið magn er af sóttkveikj um. Það verður því að hreinsa vel það, sem sótthreinsa á, áður en það fer í þessa ofna. Hins vegar hefur þetta efni mikla galla: Það er mjög eitrað. 1 önd- unarfærum verkar það ertandi, svipað og ammoníak. Við innöndun veldur það ógleði, höfuðverk og svima, jafnvel þótt í litlu magni sé, en í meira magni getur það valdið lungna- bjúg. Það verkar mjög ertandi á húð. Það, sem sótthreinsað er á þennan hátt, þarf að liggja í 24 klst., til þess að gufan fari úr efn- inu, áður en það er notað. Fleiri gallar eru á þessari aðferð, þó að það verði ekki rakið hér. Ofnar þessir þurfa daglegt og mjög ná- kvæmt eftirlit. Að minni hyggju væri ger- sam.lega út í hött að hefja þessa aðferð til sótthreinsunar hér á landi, a. m. k. mörg ár fram í tímann. Desinfection: Með þessari aðferð drepur mað- ur flestar algengar bólgubakteríur, naumast spora eða veirur að nokkru ráði. Því er hér ekki um fullkomna sótthreinsun að ræða. Þó er þetta mismunandi eftir því, hvaða efni er notað. Ég mun nú í stuttu máli nefna nokkrar þessara aðferða: 1. Suða. Það er ekki mjög mörg ár síðan suða var álitin fullkomin sótthreinsun. Fyrst var gert ráð fyrir að sjóða verkfæri í V2 klukku- stund, síðan 20 mín. Með 5 mínútna suðu í nægilega miklu af vatni og ekki of miklu af verkfærum í pottinum munu menn kom- ast eins langt og hægt er að komast með þess- ari aðferð. 2. Klór- og joðsambönd. Sum þessara efna eru mjög virk. T. d. er „kloramin eina kemíska efnið, sem drepur hepatitisvírus" (Nyström), en verður þá að nota í 5% upplausn. En þessi efni eru illa lyktandi, erta húð 0g skemma málma og ýmislegt annað. Blóð og gröftur gera þessi efni lítið virk. Á sótthreinsunardeildinni í Álaborg í Dan- mörku, sem þykir með þeim betri þar í landi, eru verkfæri á legudeildum lögð í 1% klora- minupplausn í 1/2 klst., áður en farið er með þau í þvott og sótthreinsun. 5% joðspíritus er af mörgum talin örugg- asta aðferðin til að decinficera húð fyrir skurðaðgerðir, en allmargir hafa ofnæmi gegn joði og hefur því orðið að hætta að nota það í þessu skyni, en þá verið gripið til annarra efna, sem e. t. v. eru ekki veru- lega lakari. 3. Alkohol. Alkohol með styi'kleika 70—75% er öruggara en sterkari blöndur. Ekki er þó tal- ið heppilegt að hafa alkohol í opnum ílátum á deildum. Það gufar upp, og þegar líður á daginn verður starfsfólkið í of góðu skapi! 4. Phenol. Phenolsápur og aðrar phenolblönd- ur eru í miklu áliti í Svíþjóð. „Saniphen" er sænskt efni og „Ivisol“ er þýskt, og hefur þetta hvort tveggja reynst jafnvel. Notuð er 2% upplausn. Skv. reynslu Svía drepast coli og pseudomonas á 15 mín. Þeir telja, að eftir 60 mín. séu allar sóttkveikjur dauðar, þó ekki berklabakteríur og hepatitisvírus. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.