Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 6
sérstaklega hjá Dönum, en þeir hafa unnið að
slíku um nokkurt skeið, en ekki hlotið erindi
sem erfiði enn sem komið er.
Eli Kristiansen, Noregi, gerði m. a. náms-
styrki að umræðuefni og kvað Norsk sykepleier-
forbund nýlega hafa veitt viðtöku fjárupphæð,
er næmi norskum kr. 210 þúsund, er nota ætti í
því skyni að styrkja hjúkrunarkonur til náms.
Eli skýrði einnig frá kjarabaráttu norskra
hjúkrunarkvenna, er leiddi til verkfalls vissra
hópa innan stéttarinnar fyrir um ári. Hún kvað
hjúkrunarstéttina hafa notið mikils stuðnings
og skilnings almennings í Noregi í kjarabaráttu
sinni.
Ulrica Croné, Svíþjóð, vakti athygli á nýju
launakerfi og samningum, er fært hefðu hjúkr-
unarkonum 13% launahækkun, hagstæðum
ráðningarreglum fyrir starfsmanninn, er gerðu
það m. a. að verkum, að vinnuveitendur gætu
ekki eins auðveldlega sagt starfsmanni upp.
Ulrica ræddi einnig menntunarmálin og kvað
vera hægt að nema stjórnun við háskóla í Sví-
þjóð.
II6]iumrii‘ður:
Unnið var í 8 hópum og var umræðugrund-
völlur sem hér segir:
Hvaða meginsjónarmið þurfa að liggja til
grundvallar launastigum hjúkrunarkvenna?
Hvaða áhrif hefur vinnutími og vinnufyrir-
komulag á skoðanir um hjúkrunarstarfið, að-
löðun starfsfólks og starfsframkvæmdir ?
Hvernig er hægt að hugsa sér þróun trún-
aðarmannakerfisins í framtíðinni?
Stefna varðandi ráðningar og stöðuhækkanir
hjúkrunarkvenna og hver á að hafa tillögu-
og ákvörðunarrétt við veitingu stöðu og stöðu-
hækkanir ?
Hvernig lítur þjóðfélagið og vinnuveitendur
á starf hjúkrunarkvenna, og hvaða ástæður
eru til þess að launa einn starfshóp við hjúkr-
un hærra en annan?
Hvernig getur starfsmat haft stöðug áhrif á
nýráðningu og stöðuhækkanir hjúkrunar-
kvenna, til hvers á að taka tillit og hversu oft
á starfsmatið að fara fram?
Hvaða stjórnir og nefndir á vinnustaðnum
geta orðið til þess að sjónarmið hjúkrunar-
kvenna komi fram á ábyrgan hátt?
Hversu víðtækt og af hvaða ástæðu telst það
nauðsynlegt fyrir hjúkrunarstarfið og gæði
hjúkrunarinnar, að hjúkrunarkonur fái frí
á launum til að auka kunnáttu sína og við-
halda henni?
Þar sem niðurstöður hópanna eru 8 smábæk-
ur, vil ég góðfúslega benda á að félögum eru
þær heimilar til yfirlestrar og athugana. Þær
liggja frammi á skrifstofu HFl.
Er niðurstöður liópanna lágu
fyrir, fóru fram liáborðsum-
ræður. Akveðið var að nýta
skýrslumar sem undirstöðu að
frekari störfum nefndarinnar
er lagði fram allt það efni er
unnið var ú t frá í umræðunum
um laun og starfsaðstöðu.
Nefndin mun siðan skila áliti.
Islensku þátttakendumir: frá
vinstri: Sigurður H. Jónsson,
Kristín Óladóttir, Ingibjörg
Helgadóttir, Nanna Jónasdótt-
ir, Guðrún Sveinsdóttir og
Ingibjörg Amadóttir. Á mynd-
ina vantar Vigdísi Steinþórs-
dóttur. I ræðustól: Gerd Zetter-
ström Lagervall. —»
108 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS