Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 10
ýmis atriði varðandi 9. gr., t. d. rannsóknar-
aðferðir, sem nota skal við aldursákvarðanir
fósturs, um útgáfu bæklinga um þau fræðslu-
atriði, sem um getur í II. kafla. Um aðbúð á
sjúkrahúsum, þar sem aðgerð er framkvæmd,
einkum varðandi rannsóknaaðstöðu, tækja-
búnað og sérmenntun starfsliðs. Ekki virðist
óeðlilegt að færa öll fræðsluákvæði laganna
í I. kafla.
10. gr. Augljóst er, að þessa grein þarf að
endursemja.
13. gr. frumvarpsins virðist óþörf. Efni henn-
ar á að felast í 9. gr. og að sumu leyti í reglu-
gerð.
RefsiákvæSi: 30. gr. virðist ekki taka nægj-
anlegt tillit til þeirra aðstæðna, er skapast
kunna, þegar fóstureyðingar eru framkvæmd-
ar, samkvæmt 12. gr. Þar er í rauninni gert
ráð fyrir, að fóstureyðing geti farið fram án
þess, að móðirin sjálf standi að umsókninni
eða geti jafnvel látið samþykki sitt í ljós á
varanlegan og óvefengjanlegan hátt. Atriði
í 30 gr. þarfnast því endurskoðunar.
Almenn atriði. Óþarft mun að benda á, að
mikið vandaverk er að ganga frá löggjöf sem
þessari. Hliðsjón þarf að hafa af þeirri löggjöf,
sem áður hefur verið í gildi hér á landi um
fóstureyðingar o. fl., frá 1935, og mun lærdóms-
ríkt að lesa í Alþingistíðindum þær umræður,
sem þá fóru fram um löggjöfina, og skoða gildi
umræðnanna í ljósi þeirrar reynslu, sem fengist
hefur af löggjöfinni frá 1935. Þá þarf einnig
að taka tillit til aðstæðna og þeirra laga, sem
gildi í nágrannalöndum, því að Island er ekki
einangrað í þessu efni. Islenskar konur geta
notað sér þá frjálsu löggjöf, sem gildir í sum-
um nágrannalöndunum, þannig að ströng lög-
gjöf mundi ekki ná til þeirra aðila, sem hafa
framtak, þekkingu og fjárráð til þess að afla
sér þessarar þjónustu erlendis. Of ströng lög-
gjöf mundi aðeins ná til þeirra aðila, sem skort-
ir fjármagn, framtak og þekkingu, og þannig
stuðla að eins konar stéttaskiptingu í heilbrigð-
isþjónustunni.
Þá er einnig nauðsynlegt að gera sér ljóst,
hvaða afleiðingar löggjöf þessi kann að hafa
varðandi sjúkrahúspláss, vinnuálag á sjúkra-
húsum og aðra þjóðfélagsþætti. Almannatrygg-
ingar mega ekki veita frjálsum fóstureyðingum
neinn tryggingalegan forgang fram yfir fæð-
ingar. Til þess að misræmi skapist ekki, er nauð-
synlegt að bæta heilbrigðisþjónustu við mæður
og taka upp mæðragreiðslur (dagpeningagreiðsl-
ur).
Mörg fleiri atriði, sem ekki er minnst á hér,
snerta löggjöf þessa, en að lokum viljum við
leggja megináherslu á, að góður árangur þeirr-
ar fræðslu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er
grundvöllur þess, að löggjöfin sem heild verði
til frambúðarheilla fyrir þjóðfélagið.
Virðingarfyllst,
Ar 'mbiörn Kolbeinsson (form.)
Jólianna Jónasdóttir (ritari)
Georg Lúðvílcsson (gjaldkeri).
Gjörgœsludeild opnuð í Landspítalanum
I október sl. var tekin í notkun gjörgæsludeild
í Landspítalanum. Deildin er búin fullkomnum
tækjum, sem sýna stöðugt, hvernig líðan sjúkl-
inga er háttað.
I gjörgæsludeildinni er rúm fyrir 12 sjúkl-
inga, en auk þess er þar einangrað herbergi
fyrir nýrnasjúkling, sem þarfnast bráðrar með-
ferðar.
Deildin er til húsa á annarri hæð gömlu spít-
alabyggingarinnar, og hafa verið gerðar miklar
endurbætur á húsnæðinu. Þar var áður hand-
læknisdeild, en þegar leki gerði það að verkum
fyrir nokkrum árum, að húsnæðið varð ónot-
hæft, var ákveðið að gera við það með það fyr-
ir augum að starfrækja þar í framtíðinni full-
komna gjörgæsludeild.
Árið 1972 hófust svo framkvæmdir, en undir-
búningur hafði þá staðið í tvö ár. Sænskur
læknir, Göran Haglund, var fenginn til ráðu-
neytis um skipulagningu, en Valtýr Bjarnason,
fyrrverandi yfirlæknir svæfingardeildar Land-
spítalans, var mikill hvatamaður að stofnun
deildarinnar og var með frá upphafi við skipu-
lagningu og undirbúning hennar.
Heildarkostnaður við framkvæmdirnar nem-
ur um 15 milljónum króna, en auk þess hafa
tæki og áhöld verið keypt fyrir 7 milljónir.
Viðstaddir opnun deildarinnar á föstudaginn
voru heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri
forvígismenn heilbrigðismála. Læknar deildar-
innar eru þeir Guðjón Sigurbjörnsson, sem er
settur yfirlæknir gjörgæslu- og svæfingadeild-
ar, og Valdimar Hansen. Yfirhjúkrunarkona er
Laufey Aðalsteinsdóttir, en auk þeirra starfa
10 manns í deildinni.
□
112 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS