Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 46
FRÍTTIR og TILKYIIIW Góðan dag, hvernig líður mér? \vr formadnr í Ileykjavíkurdpild HFf. Á aðalfundi Reykjavíkur- deildar HFl mánudaginn 17. nóvember s.l. lét María Gísla- dóttir af formannsstarfi. Núverandi formaður deildar- innar er Arndís Finnsson. Nánar verður skýrt frá fund- inum í 1. tölublaði 1975. Félagsgjuld 1975. Samkvæmt samþykkt aðal- fundar HFÍ 1974 eru félagsgjöld reiknuð 15% af nóvemberlaun- um ári fyrirfram og miðað við þann launafl. sem alm. hjúkr- unarkona er í, sem nú er 18. lfl. og er samþykktin birt í 3. tbl. 1974. Nóvemberlaun, 18. l.fl. 3. þr. 1974 er kr. 53.500,00 og verða félagsgjöld 1975 samkv. því: kr. 8.000,00 í fullu og hálfu starfi — 5.200,00 í afleysingum og minna en V2 starfi (%) — 2.500,00 ekki starfandi (%) — 800,00 hjúkrunarnemar og hjúkrunarkon- ur yfir 60 ára (sem komnar eru á eft- ii'laun eða ekki í starfi). Hjúkrunarkonur í námi án launa greiða ekki félagsgjald. Félagsgjöldin verða innheimt í tvennu lagi hjá þeim sem eru starfandi. Þær sem ekki eru starfandi fá tilkynningu með 1. tbl. Tímarits HFÍ 1975. Póst- giroreikningur félagsins er 21177, tekið er við greiðslum í öllum pósthúsum og bönkum á landinu, einnig má senda greiðsluna beint til skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar á skrif- stofu félagsins sími 21177 og 15316. Kömimi 11 voguin licillii'ipiðis- o(í í ryf£ giiigamálariiðmirytisins. Nefnd sú er vinnur á vegum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins að könnun á h j úkr unarkvennaskortinum, hvetur þær hjúkrunarkonur er hafa ekki svarað könnunarlist- anum að gera það hið bráðasta. Framliiildsaðnlfumlur Auslurlaudsdrildar HFI. Framhaldsaðalfundur Austurlands- deildar HFÍ var haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, 14. sept. 1974. Fundinn sóttu 8 hjúkrunarkonur. Kosin var ný stjóm félagsins: Form. Laufey Egilsdóttir, Egils- stöðum. Gjaldk. Jóhanna Sigurjónsson, Seyðisfirði. Ritari Edda Björgmundsdóttir, Neskaupstað. Varam. Freyja Sigurðardóttir, Egilsstöðum. Fulltrúi á aðalfund HFÍ var kjör- in: Beta Einarsdóttir, Kálfafellsstað, A.-Skaftafellssýslu. Á fundinum var rætt um þann möguleika að halda fund suður á Höfn, Hornafirði eða Djúpavogi í maí —júní 1975. F. h. stjórnar Edda Björgmicndsdóttir. Krakkar mínir komið þið sæl. •lólatrésskemmtmi. Jólatrésskemmtun HFÍ verður haldin í Útgarði, Glæsibæ, mánudag- inn 27. desember kl. 15. Nánar auglýst síðar. Jólatrésnefndin. Ársskýrsla Auslurlaiidsdcildar IIFÍ. Stofnfundur deildarinnar var hald- inn í Egilsbúð, Neskaupstað, 27. maí 1973. Stofnendur voru 19 hjúkrunar- konur búsettar á svæði deildarinnar. 11 komu á stofnfundinn. Samin voru drög að lögum deildarinnar, og hafa þau verið samþykkt. Tveir aðrir fundir hafa verið haldnir á deildarsvæðinu, annar í september 1973 í Valaskjálf, Egils- stöðum. Helstu mál á þeim fundi voru kjaramál hjúkrunarkvenna og heilbrigðismál á deildarsvæðinu, en í þeim efnum virðast nóg verkefni og hjúkrunarkonurnar víðast starfandi í heilbrigðisnefndum á svæðinu. lík- húsmál og mál aldraðra voru einnig ofarlega á baugi. í fundarlok skoð- uðum við nýju „Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum“ og íbúð fyrir aldrað fólk og mátti ýmislegt af þessu læra. Seinni fundurinn var haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað, í júní 1974. Á þessum fundi fóru fram almenn fundarstörf. Álfhildur Sigurðardótt- ir, formaður, sagði frá aðalfundi HFÍ í Reykjavík, en hún hafði setið fund- inn þar. Þá kom á fundinn Eggert Brekkan læknir og flutti okkur fróð- legt erindi um sýkingu í ytri og innri þvagfærum karla og kvenna og flytj- um við honum bestu þakkir fyrir það. Fleira hefur ekki markvert gerst. Sigurborg I. Einarsdóttir fundarritari. 144 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.