Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Qupperneq 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Qupperneq 11
[ Efsta mynd: Heilsugxslustöðin er staðsett í miðbiki Kangátsiaq. Mynd í miðið: Ester Balle á leið til Egedesminde með hundasleða. Neðsta mynd: Á heilsugæslustöðinni virðast græn- lensku börnin hin ánægðustu. staðnum. Auk þess leggjum við áherslu á að leiðbeina hverjum sjúklingi sem kemur til okkar. 6. Óþrif. Skólabörnunum er kembt einu sinni í viku. 1 fyrsta skipti er þeim var kembt kom í ljós að meir en helmingur barnanna var með lús og nit fannst bæði hjá skólabörnum og yngri börnum. Eins og stendur eru tiltölulega fá börn með lús. Reynt var að útrýma lús hjá skólabörnum en það mistókst þar sem boði um að útrýma lús hjá öðrum í fjölskyldunni var ekki vel tekið. Sannleikurinn er sá að mikill hluti þjóðarinnar telur þetta eðlilegt og finnst jafnvel notalegt að vera lúsug- ur. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, þýðir ekki ann- að en að vera þolinmóður og vona að hugarfarsbreyting verði hjá fólkinu. 7. Tannskemmdir. Þessi sjúkdómur herjar óhugnanlega á börn og full- orðna. Hann hefst hjá smábörn- um og stöðvast ekki fyrr en síð- asta tönnin hefur verið dregin úr, hjá konum á aldrinum 30 —40 ára en nokkru seinna hjá karlmönnum. 1 samráði við tannlækninn í byggðarlaginu sjáum við um að öll börn skoli tennurnar með fluor en þessi meðferð ein dugir skammt gegn tannskemmdum. Mörg góð ráð eru gefin um tannvernd. Enn hefur árangurinn ekki orðið annar en að kex og sleikju- brjóstsykur eru tekin af undr- andi börnunum þegar hjúkrun- arkonan birtist. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 9

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.