Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 17
lega mikið af þeim þremur efn- um, sem hér eru fyrst talin. Dopaminið er langmest í CS og SN. Það er einmitt á þessum tveimur stöðum (í þessum basal kjörnum) sem mestar vefja- breytingar sjást hjá Parkinson sjúklingum og það mikla Dopa- mine, sem þar ætti að vera, hef- ur verulega minnkað og er jafn- vel með öllu horfið. Því ályktum við nú að sjúkdómseinkennin stafi af skorti á Dopamini. En þótt við getum að vonum sagt að öll fyrri meðferð hafi reynst gagnslítil við Parkinson sjúk- dómi, hafandi þó það í huga sem við nú vitum, má okkur vera jafn ljóst að enn vantar talsvert á að eðli sjúkdómsins sé full- skýrt. Við vitum t. d. ekki hvort skortur á Dopamine er hin upp- haflega orsök sj úkdómsins og að frumurnar deyi vegna þess að þær vantar efni til þess að vinna sitt starf — og hver þá er or- sök Dopamine-skortsins — eða þá hvort þessu er á hinn veg- inn farið að frumurnar deyi af þá óskýrðri orsök og dopamine birgðirnar minnki sem afleiðing af því. Við vitum heldur ekki enn hvort skiptir meira máli al- gjör skortur á Dopamini eða röskun á eðlilegu hlutfalli milli þess annars vegar og acetyl- choline og 5-hydroxytryptamine hins vegar. Meðferð Parkinson sjúklings er nú ávallt fólgin í einu eða fleiru af þrennu eftirfarandi: 1) lyfjameðferð, 2) skurðað- gerðum og 3) physiotherapy — að ógleymdum ýmsum almenn- um ráðleggingum. L-Dopa er það lyf, sem nú hlýtur alltaf að koma fyrst til at- hugunar, til að bæta upp þa% Dopamine sem basal kjama heilans vantar og sem við telj- um að rekja megi einkenni sjúk- dómsins til. Dopamine eða 3- hydroxytyramine myndast við decarboxylation á L-Dopa, 1—3, 4 dihydroxyphenylalanine. Ekki er hægt að gefa sjúklingum Dopamine, þar eð það fer ekki í gegnum s.n. blood-brain barr- ier. Það gerir L-Dopa hins veg- ar. L-Dopa er síðan metabolis- erað fyrir áhrif ýmissa hvata og er þar vert að þekkja decar- boxylasa og monoamine oxidasa. Að lokum myndast við metabol- ismann homovanillic sýra (HVA) sem skilst með þvagi úr líkamanum eftir að hafa farið um heilavef, mænuvökva og blóð. Aðeins hluti af HVA í þvagi kemur þó frá metabol- isma á heila-dopamini því þetta efni er einnig metaboliserað annars staðar í líkamanum. Það hefur sýnt sig að HVA hækkar í mænuvökva eftir L-Dopa gjöf hjá flestum Parkinson sjúkling- um, en þessi hækkun er þó ekki í neinu stöðugu samræmi við þann bata sem verður af með- ferðinni. Hjá sumum Parkin- son sjúklingum mælist engin hækkun á HVA í mænuvökva og hjá þessum sjúklingum verð- ur ekki heldur greindur neinn bati. Er talið líklegt að eitthvað hindri eðlilegan metabolisma Dopamins hjá þessum sjúkling- um og gætu það þá verið önnur lyf sem sjúklingurinn fengi og sem notuðu sömu hvata og Dopaminið til metabolisma síns. Flestar eru þó slíkar truflanir á metabolisma heila-Dopamins lítt skýrðar og því byggðar á tilgátum einum saman. Nokkra gát verður að viðhafa áður en sjúklingur er settur á meðferð með L-Dopa. Lyfið skyldi ekki gefið sjúklingum með lifrarsjúkdóma eða lélega lifrarstarfsemi vegna afleiðinga slíkra sjúkdóma. Þeir sem hafa lágan blóðþrýsting þola lyfið illa og eykur það séi'lega á post- ural hypotension. Lyfið getur aukið verulega hjartsláttartrufl- anir og verður því ávallt að fara varlega í sambandi við hjarta- sjúkdóma. Lyfið getur einnig valdið ýmsum geðrænum ein- kennum og ber því að gæta var- úðar þegar slík einkenni eru fyrir hendi. Þá getur lyfið vald- ið skyndilegum þrýstingshækk- unum í augum, nokkuð sem hafa verður í huga hjá glákusjúkl- ingum. Af öðrum kvillum þarf ekki að hafa verulegar áhyggj- ur og vel er óhætt að nota lyf- ið þótt sjúklingar séu með hækkaðan blóðþrýsting, en hins vegar getur verið óheppilegt að þurfa að nota jafnhliða L-Dopa lyfið alfa-methyl-dopa (Aldo- met) vegna háþrýstingsins, því þetta efni hindrar að nokkru leyti umbreytingu L-Dopa í Dopamine. I framhaldi af þessu skulu nefnd nokkur önnur lyf sem varast ber að nota með Dopamini. Fyrst er jafn mein- laust lyf og pyridoxine (Vita- mín Bg). Þetta efni eykur mjög metabolisma á Dopamini utan heilans, þannig að mjög lítið af L-dopa berst þangað. Þessa verður því að gæta vel í sam- bandi við vítamíngjafir, sem eru tíðar hjá Parkinson sjúklingum. Ekki má nota mono-amine- oxid- asa inhibitora (MAO-lyf, Mar- plan o. fl.) með L-Dopa. Mono- amine oxidasi er nauðsynlegur til eðlilegs metabolisma á Dopa- mini og MAO-lyfin hindra verk- un hans. Loks skulu nefnd s.n. phenothiazine-lyf (Chlorproma- zin o. fl.) sem auka mjög á Dopamine þörf heilans með því að hindra endurnotkun þess. Svo er raunar um mörg önnur lyf sem aðallega eru notuð til geðlækninga og geta þau raun- ar, eins og kunnugt er vegna þessara verkana sinna, valdið Parkinson einkennum sem ekki hverfa alltaf þótt lyfjanotkun- inni sé hætt. Lyfið á að gefast í smávax- andi skömmtum. Almennt er nú reglan sú að gefa sjúklingum 500 mg af efninu í fyrstu og auka síðan um 500 mg á tveggja til þriggja daga fresti þar til þeim skammti er náð sem sj úkl- ingur í senn fær af hámarks- bata og sem hann þolir. Fari TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 15

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.