Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Síða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Síða 22
Elísabet Ingólfsdóttir, hjúkrunarkona: Námskeið í „Enterostomal Therapy“ og nokkur orð um það starf 1 mars og apríl 1974 sótti ég námskeið í Bar.daríkjunum sem fjallaði um hjúkrun og endur- hæfingu sjúklinga með colo- stomi, ileostomi og urostomi. öll hjúkrun þessa fólks hef- ur breyst mikið síðustu ár, m. a. vegna aukinnar tækni og hærri meðalaldurs fólks. Nám það sem hér skal í fáum orðum sagt frá fór fram í sjúkrahúsi sem heitir Cleveland Clinic og er í Cleveland í Ohio. Það stóð í sex vikur og var bæði bóklegt og verklegt og lauk með prófum í hvoru tveggja. Við vorum sex hjúkrunarkonur sem sóttum þetta námskeið, tvær frá Kanada, þrjár frá Bandaríkjun- um, auk mín. Skólastjórinn, Norma Gill, sem er brautryðjandi í „Entero- stomaltherapy", leggur mikla áherslu á að taka aðeins fáa nemendur í einu til að þeir geti fengið sem mesta æfingu í að hjúkra og endurhæfa þetta fólk. Cleveland Clinic er með stærstu og fullkomnustu sjúkra- húsum í Bandaríkjunum og eru sjúklingar oft sendir þangað frá öðrum fylkjum til meðhöndl- unar. Gafst því tækifæri til að sjá margar óvenjulegar aðgerð- ir og að fólki var bjargað sem óvíst er að tekist hefði annars staðar því að starfsfólkið er þrautþjálfað við bestu hugsan- legar aðstæður Þessi námsdvöl var öll hin ánægjulegasta og kann ég því stjórn Krabbameinsfélags Is- lands miklar bakkir, en félagið bar allan kostnað af henni og ólíklega hef ég haft aðgang að þessu námi í Cleveland Clinic, nema vegna góðra kynna af ís- lenskum læknum sem reynst höfðu framúrskarandi þar. Fyrsta vikan í náminu fór mest megnis í að hlýða á fyrir- lestra og fylgjast með aðgerð- um á skurðstofum. Síðan var okkur nemendum gefinn kostur á að velja okkur sjúklinga til að annast eftir aðgerðir að út- skrift og síðan í eftirliti á göngudeild. Áður en talað er um hjúkr- un stomiusjúklinga er rétt að rifja upp helstu tegundir að- gerða sem í daglegu tali eru kallaðar stomiuaðgerðir, þ. e. colostomi, ileostomi og urostomi. Orðið stomi býðir munnur eða op og merkir því orðið stomi ekki sérstakan sjúkdóm. heldur afleiðingu af skurðaðgerð og dregur nafn af því líffæri sem op er gert á hverju sinni. Við hjúkrun og endurhæf- ingu þessa fólks er mjög mikil- vægt að ná góðu sambandi við það, helst fyrir aðgerð eða sem fyrst á eftir, til að geta svarað spurningum þess og útskýrt fyr- ir því á sem auðskyldastan máta við hverju það megi búast og að reynt verði eftir bestu getu að finna svör við þeim vanda- málum sem upp kunna að koma. Flestir sem ganga undir þess- ar aðgerðir hugsa til þess með skelfingu að þurfa að ganga með op á kviðnum það sem eft- ir er ævinnar. Því þarf með- höndlun að miðast við að gei'a fólki það sem bærilegast og það er hægt með þeim varningi sem til er á markaðnum í dag. Það sem þetta fólk óttast mest er að það geti ekki lifað eðlilegu lífi, stundað sína atvinnu, tekið þátt í venjulegu heimilislífi, ferðast, stundað íþróttir o. s. frv. Allt er þetta mögulegt, enda margir samborgarar virkir í at- vinnulífi með stomi án þess að aðrir viti en nánustu ættingjar enda einstaklingsbundið hvort fólk kærir sig um að aðrir viti um sjúkdóma þess. Til gamans vil ég geta þess að ég hitti fyrir nokkru náinn samstarfsmanr. minn um fjög- urra ára skeið. Sagði hann mér nú fyrst að hann væri með ileo- stomi en ég hafði aldrei orðið vör við að neitt væri að honum enda fékk hanr góðan bata eftir að allur hans colon var fjar- lægður vegna colitis ulcerosa, fyrir tólf árum. Mörg vandamál blasa við hjúkrunarkonum, læknum og öðrum sem taka þátt í eftirliti þessa fólks. Skulu hér tekin nokkur dæmi um hjúkrunarat- riði sem eru mikilvæg. Ég hef þegar drepið á nauð- syn góðs sambands við sjúkl- inginn. Það þarf að vera byggt á gagnkvæmu trausti og virð- ingu. Sjúklingurinn þarf að geta spurt, rætt sín einkamál, svo sem heimilisaðstæður, hjúskap- arlíf, félagslega aðstöðu á vinnustað o. s. frv., til þess að 20 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.