Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1975, Page 40
ERTU MEÐ VERKI? Eg held að þetta muni hjálpa Eftirfarandi grein birtist í American Joumal of Nursing. Islenska þýðingu annaðist Dóróte Oddsdóttir hjúkrunar- kona. Hægt er að stilla verki á fleiri vegu en með lyfjum. Niður- stöður samanburðarrannsóknar hafa leitt í ljós að sérhver til- raun til að stilla verki getur bor- ið árangur ef skynsamlega er að farið og útskýrð eru jákvæð áhrif meðferðarinnar. Fylgjast verður frá upphafi með því hvort meðferðin hentar og ber tilætlaðan árangur. Hjúkrunarkonan getur stuðst við augljós einkenni til að gera sér grein fyrir ástandi margra sjúklinga en hún er háð frá- sögn sjúklingsins til að ákveða hvort hann sé með verk. Verkur er skynjanleg reynsla. Sérstök fyrri reynsla einstak- lingsins, áhrif umhverfisins og sálarástand hafa ekki síður en sársaukaáreitið áhrif á hversu mikill verkurinn er. Með til- raunum hefur fundist að sárs- aukamarkið er u. þ. b. það sama hjá öllum en skynjun sársauk- ans og viðbrögðin við honum eru breytileg. Sams konar áverki getur haft mismunandi áhrif á fólk á hin- um ýmsu tímum. Það eru engin tengsl á milli „stærðar“ sárs og sársaukans sem sjúklingur- inn finnur fyrir. Rannsókn á nýsærðum hermönnum í stríði og borgurum (karlkyns), sem höfðu gengist undir uppskurð, sýndi að 32% af þeim særðu sögðust hafa nógu slæma verki til að þurfa verkjastillandi lyf. Aftur á móti vildu 83% af upp- skurðarsjúklingum fá verkja- stillandi lyf. Þeir sem fram- kvæmdu rannsóknina komust að þeirri niðurstöðu að aðalatriðið í því, hversu mikill sársaukinn var hjá hverjum hóp, var kvíði gagnvart umhverfinu. Flutn- ingur hermannanna frá vígvell- inum til öryggisins á sjúkra- húsinu, dró úr kvíða þeirra, en s j úkrahúsvist skurðs j úkling - anna gerði þá kvíðna. Það hefur líka komið í ljós að íþróttamenn sem slasast í leik hafa jafnvel ekki gert sér grein fyrir að þeir hafi slasast fyrr en leiknum var lokið. Þá hefur verið sannað að við- brögð einstaklingsins eru háð því við hverju hann býst í sam- bandi við sársaukann. Fólk finnur fyrir meiri sársauka við aðstæður sem auka kvíða og hræðslu. Sársauki getur hrein- lega aukist, ef fólk heldur að það muni finna til. Að nota orð- ið verkur eða sársauki við sj úkl- ing getur aukið sársaukann sem hann skynjar, því þá finnur hann fyrir kvíða. Verkur á sér ekki einungis líkamlegar orsak- ir heldur einnig andlegar. Sárs- auki er mjög einstaklingsbund- inn en fyrir sjúklinginn er hann alltaf raunverulegur. Það er ætl- ast til þess að hjúkrunarkonur meti eðli og orsök sársauka hjá sjúklingum, hvernig sé best að draga úr sársaukanum og hvort meðferðin ber árangur. Þar sem við getum ekki „séð“ verkinn, eru kvartanir sjúkl- ingsins öruggasta leiðin til að meta vanlíðan hans. Sálfræði- legar og líkamlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að púls og blóð- þrýstingur eru ekki öruggur mælikvarði á styrkleika sárs- aukans sem sjúklingur finnur fyrir. Þetta þýðir ekki að óger- legt sé að meta sársauka. En oft gerist það að aðstoðar- fólk eða ættingjar segja hjúkr- unarkonu að sjúklingur þurfi eitthvað við verkjum. Þá, jafnvel án þess að tala við sjúkl - inginn og athuga hvert sé eðli sársaukans, hvar hann er og hve mikill, gefur hjúkrunar- konan verkjastillandi lyf til að draga úr sársaukanum. Keats hefur staðfest með rannsókn sinni að hjúkrunarkonur gefa sjúklingum deyfilyf eftir upp- skurð án þess að athuga fyrst þarfir sjúklingsins. KomiA í v<‘fí fvrir sársaukn. I vissum tilfellum er rétt að gefa deyfilyf en í öðrum henta aðrar aðferðir betur. Það hefur mikið verið skrifað um aðrar aðferðir en verkjastillandi lyf til að draga úr sársauka. Moss og Meyer athuguðu aðferðir til að stilla verki án lyfjagjafa. Þeir rannsökuðu 2 hópa sjúkl- inga. Áður en nokkurri verkja- stillandi aðferð var beitt, var lögð spurningaskrá fyrir sjúkl- inginn til að fá upplýsingar um sársaukann og hvernig ætti að draga úr honum. Önnur spum- ingaskrá var lögð fyrir sjúkl- inginn 15 mín. síðar til að kom- ast að raun um hvort verk og kvíða linnti. Sjúklingar í til- 34 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.