Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 4
hagsmuna, er heimilt að víkja honum úr félaginu. 5. gr. Úrsögn: Úrsögn úr HPÍ skal tilkynna stjórninni skriflega og skal félagi þá vera skuldlaus við félagið. 6. gr. Deildir innan HFÍ: Svæðisdeildir HFÍ skulu starfa að mál- efnum félagsins innan síns umdæmis. Stjórn hverrar deildar sér um að fram fari kosningar fulltrúa og varafulltrúa til full- trúafundar HFÍ. Rétt til setu á fulltrúa- fundi á formaður eða varaformaður deild- arinnar og 1 fulltrúi fyrir hverja 50 fé- lagsmenn eða færri, ennfremur 1 fulltrúi fyrir brot úr fimm tugum, Kjörtfmabil er 2 ár. Endurkosning er heimil. Stjórn HFÍ skal senda stjórn hverrar svæðisdeildar til- kynningu um fjölda fulltrúa hverju sinni, og skal sú tilkynning einnig birt í Tíma- riti HFÍ. Félagaskrá miðast við 1. janúar kosningaárið. Svæðisdeildir fá endurgreiddan ákveðinn hundraðshluta af árgjöldum. Sérgreinadeildir, er taka til sérgreina í hjúkrun, er heimilt að stofna innan HFÍ skv. 2. mgr. 3. gr. Formenn eða varafor- menn sérgreinadeilda eiga rétt til setu á fulltrúafundi HFÍ. Aðalfundir deilda innan HFÍ skulu haldnir á tímabilinu júní — janúar ár hvert. Deildirnar skulu senda stjórn HFÍ árlega skýrslu um starfssemi, fjármál og félagatal, og skal þá miðað við áramót. Málefni, sem óskast tekin fyrir á full- trúafundi, skulu berast stjórn HFÍ með minnst 7 vikna fyrirvara, svo unnt sé að kynna þau kjörnum fulltrúum í tæka tíð. Fulltrúar skulu kynna, innan sinna deilda, þau málefni er ákveðið hefur verið að taka fyrir á fulltrúafundi. 7. gr. Fulltrúafundir HFÍ: Fulltrúafundi skal halda á tímabilinu mars—júní ár hvert. 2 Til fulltrúafundar skal boðað með bréfi til hvers fulltrúa með minnst 11 vikna fyr- irvara, miðað við póstlagningu fundarboðs. Þá skal fulltrúafundur auglýstur með viku fyrirvara í minnst 2 dagblöðum í Reykjavík. Fulltrúafundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, og hefur hann innan takmarka þeirra, sem ákveðin eru í lögum HFÍ, æðsta vald í öllum málum fé- lagsins. Rétt til setu á fulltrúafundi, með at- kvæðisrétti hafa: Stjóm HFÍ. Formenn eða varaformenn svæðis- og sérgreinadeilda. Kjörnir fulltrúar skv. 6. gr. Trúnaðarráð HFÍ, 1 fulltrúi. Ritstjóri Tímarits HFÍ. Fulltrúi hjúkrunarnema í stjórn HFÍ. Allir aðrir félagar í HFÍ geta setið full- trúafundi, en án atkvæðisréttar. Hverjum fulltrúafundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Formaður tilnefnir fundar- stjóra í upphafi fundar. Fundarstjóri til- nefnir fundarritara og atkvæðateljendur og sér um að fulltrúafundur fari fram skv. lögum félagsins og í samræmi við settar fundarreglur. Dagskrá fulltrúafundar skal vera sem hér segir: Skýrsla formanns yfir hið liðna ár. Ársskýrslur deilda. Ársskýrslur nefnda. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram til samþykktar. Lagabreytingar. Stjórnarkjör. Kosning endurskoðenda. Nefndakosningar og aðrar kosningar er fram eiga að fara á fulltrúafundi. Önnur mál er afgreiða ber á fulltrúa- fundi, eða samþykkt er að taka til af- greiðslu. Fulltrúafundur ákveður laun formanns HFÍ. Fulltrúafundur ákvarðar öll málefni með einföldum meirihluta atkvæða. Sé at- kvæðatala jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.