Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 6
9. gr.
Nefndanefnd og kjörstjóm:
Fimm mánuðum fyrir fulltrúafund skip-
ar stjóm félagsins 3 félaga í nefndanefnd.
Nefndin tekur við tillögum um fulltrúa í
stjórn og nefndir, og skulu þær berast
stjóm HFÍ fyrir 20. janúar ár hvert. Ber-
ist fleiri tillögur um fulltrúa en kjósa á
hverju sinni, skal fara fram skrifleg kosn-
ing. Séu eigi fleiri tilnefndir í félagsstjórn
en kjósa á, teljast þeir réttkjörnir til
næstu þriggja ára, án atkvæðagreiðslu.
Það ár, sem formannskjör fer fram
skipar stjórnin 3 félaga í kjörstjórn. Ef
fleiri en einn eru í kjöri til formanns send-
ir kjörstjórn atkvæðaseðla til allra félaga
utan Reykjavíkur, Kópavogs, Garðahrepps
og Hafnarfjarðar þegar fulltrúafundur er
boðaður. Gætir kjörstjórn þess að full leynd
verði með kosningunni.
Kjörfund skal halda degi fyrir fulltrúa-
fund. Skal hann standa yfir í 10 klst. og
vera boðaður um leið og fulltrúafundur.
Skulu minnst 2 kjörstjórnarfulltrúar vera
á kjörfundi.
Allir atkvæðaseðlar skulu hafa borist
kjörstjórn áður en kjörfundi lýkur.
10. gr.
Fjárhagur:
Reikningsár félagsins skal miðað við ára-
mót. Á fulltrúafundi skal leggja fram ná-
kvæma skýrslu yfir tekjur og gjöld félags-
ins og gera grein fyrir fjárhag þess.
Stjómir sjóða félagsins skulu senda
gjaldkera yfirlit yfir fjárhag sjóðanna ár-
lega og skulu þeir reikningar fylgja með
aðalreikningi til endurskoðunar.
Reikninga ber að endurskoða af löggilt-
um endurskoðanda og 2 félögum HFÍ.
Skulu þeir félagar kosnir á fulltrúafundi
til tveggja ára í senn.
11. gr.
Trúnaöarmenn og trúnaðarráð:
Trúnaðarmenn og trúnaðarráð skulu
starfa innan HFÍ. Setja skal reglugerð um
skipan þeirra og starfssvið.
Formaður eða fulltrúi trúnaðarráðs hef-
ur rétt til setu á stjórnarfundum HFÍ með
málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisrétt-
ar. Sama réttar nýtur formaður félagsins
eða stjórnarfulltrúi á fundum trúnaðar-
ráðs.
12. gr.
Tímarit HFÍ:
HFÍ skal gefa út tímarit og greiðir fé-
lagið kostnað þess. Öllum félögum skal
sent tímaritið og er greiðsla þess innifalin
í árgjaldinu. Setja skal sérstaka reglugerð
um Tímarit HFÍ. Ritstjóri skal starfa skv.
þeirri reglugerð.
13. gr.
Skrifstofa HFÍ:
Félagið rekur skrifstofu í Reykjavík.
Stjórnin ræður skrifstofustjóra og aðra
starfsmenn og ákveður laun þeirra.
Skrifstofustjóri skal sitja stjórnarfundi
þegar þess er óskað, og hefur málfrelsi og
tillögurétt.
14. gr.
Lögum HFÍ má aðeins breyta á fulltrúa-
fundi.
15. gr.
Lög þessi öðlast gildi 10. maí 1975. Jafn-
framt eru úr gildi numin lög frá 15. okt.
1972.
4