Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 22
MalnrírnHÍingur sliirf lians. Ritstjóri Tímarits HFl hefur farið þess á leit við mig að ég gerði stuttlega grein fyrir námi mínu í matarfræði (Dietitianj sem ég stundaði við Leeds Poly- technic, Englandi. I Bretlandi tekur matarfræði- námið um 4 ár, en hægt er að ljúka því á 18 mánuðum ef við- komandi hefur hlotið viðhlít- andi undirbúningsmenntun. Greinarhöfundur er hús- mæðrakennari og fékk því að stunda nám. við einn af þremur skólum í Bretlandi er veita við- töku öllum þeim er hafa t. d. háskólapróf í líffræði, næring- arfræði eða lífefnafræði og einnig húsmæðrakennurum. I Leeds Polytechnic var mat- arfræðinemum skipt í tvo hópa eftir undirbúningsmenntun og voru 8 í hvorum hóp. Þeir nem- endur er höfðu háskólapróf var skipað saman og þeim kennd matreiðsla, eldhúsvísindi og sál- arfræði á meðan húsmæðra- kennurum var kennd lífefna- fræði, líffræði og bakteríufræði, en í næringarefnafræði, diet- therapy og sjúkdómafræði voru hóparnir saman. Við vorum 3 útlendingarnir í þessum hóp, 1 frá Indlandi og 2 frá Islandi. Náminu var skipt í bóklegt og verklegt nám. Á fyrsta náms- tímabilinu var aðaláherslan lögð á bóklegu greinarnar og var allt kennslufyrirkomulag sérstak- lega vel skipulagt og allar náms- greinarnar í beinu samhengi hver við aðra. Einnig var allur kennsluaðbúnaður til fyrir- myndar enda skólahúsið tæp- lega 5 ára en 7 þús. nemendur stunda nám í skólanum í hin- um ýmsu greinum. Matarfræð- in tilheyrir lífvísindadeildinni en innan hennar eru ýmsir aðrir námshópar eins og talkennsla, hjúkrun, lífefnafræði, líffræði, efnafræði og bakteríufræði. Fyrsta námstímabilinu lauk með prófi um vorið, en síðan var farið í 6 mánaða verklega Anna Edda Ásgeirsdóttii. þjálfun á sjúkrahúsum víðsveg- ar um Bretland. Á sjúkrahúsunum leiðbeind- um við sjúklingunum í sam- bandi við mataræði þeirra, bæði á deildum og göngudeildum. Þar fengum við einnig tíma í sjúk- dómafræði og diettherapy, og skiluðum ritgerðum og öðrum verkefnum. Eins var farið í kynnisferðir á önnur sjúkrahús. Eftir hina 6 mánaða verklegu þjálfun var farið aftur í skól- ann og sjúkdómafræði, næring- arefnafræði og diettherapy voru tekin enn betur fyrir og reynsla okkar á sjúkrahúsunum lögð til grundvallar. Eftir að skólanum lauk dvaldi greinarhöfundur í 3 mánuði á barnasjúkrahúsi í London, Great Ormond Street, til þess að kynna sér sjúkrafæði í sam- bandi við barnasjúkdóma. Var sú dvöl bæði ánægjuleg og mjög lærdómsrík. Þar sem matarfræði er svo að segja alveg ný af nálinni á Is- landi, sakar ekki að gera hér nokkra grein fyrir starfssviði matarfræðings. Matarfræðingur getur unnið á sjúkrahúsum, þar sem hann á ,0H-- ' ."' " að vera tengiliður milli deilda og/ eldhúss. Hann á einnig að leiðbeina sjúklingum um matar- æði þeirra samkvæmt fyrirmæl- um læknis. I heilsugæslustöðv- um getur hann leiðbeint um fæðuval. Hann getur einnig kennt næringarefnafræði og sj úkraf ræði í húsmæðrakenn- araskólum, hjúkrunarskólum og næringarefnafræði í gagnfræða- skólum og í menntaskólum. I matvælaiðnaði getur hann unn- ið við rannsóknir og leiðbein- ingar í sambandi við innihald fæðunnar. Matarfræðingurinn getur einnig unnið í heilbrigðis- ráðuneyti sem ráðgjafi í nær- ingar- og matarfræði. Cocliae Njúkdóiniir. Coeliac sjúkdómur bendir til þess að vera erfðasjúkdómur. Sjúkdómur þessi finnst aðal- lega meðal Evrópubúa og fólks af þeim stofni í N-Ameríku, S- Afríku og Ástralíu. I Englandi t. d. er talið að 1 af hverjum 2000 börnum hafi þennan sjúk- dóm, en á V-Irlandi er aftur á móti talið að 1 barn af hverjum 400 hafi þennan sjúkdóm. Þetta keltneskum stofni. Coeliac sjúk- 50 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.