Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 29
hafa að geyma u. þ. b. 400.000 eggfrumur, en konur um fertugt aðeins 5—10.000. Hvert blæð- ingatímabil (ca. 4 vikur) þrosk- ast allmörg eggbú (folliculi ova- rici), en aðeins eitt þeirra nær að þroskast og verða að Graafs- eggbúi, en hin rýrna fljótlega og eyðast. f upphafi breytinga- skeiðsins eru aðeins fáeinar egg- frumur eftir í eggjastokkunum og æðarnar í hilus og medulla taka að kalka (fysiologisk scler- osa). Meðan konan er frjósöm myndast östrogen í eggjastokk- unum, nánar tiltekið í korna- laginu (granulosa-frumunum), búhulunni (theca-frumunum) og sennilega líka í millifrumun- um (interstitiales). Progesteron myndast aðallega í gulnuðum (luteiniseruðum) kornalaga- frumum og þá aðallega eftir að egglos hefur átt sér stað. 1 heiladingli myndast vaxtar- hormón kynkirtla (gonadotrop- in), sem stjórna svo aftur horm- ónamyndun eggjastokkanna. Eru það annars vegar FSH (follikel stimulerandi hormón) og hins vegar LH (luteotropiskt hormón). Þarna er um að ræða sjálfvirkt stýrikerfi, þannig að aukist magn östrogena eða pro- gesterona, þá minnkar fram- leiðsla á FSH og LH. Minnki hins vegar östrogen- eða pro- gesteronmagnið eykst fram- leiðsla á FSH og LH. Myndun og losun FSH og LH í heiladinglinum stjórnast af losunarþáttum (releasing fact- ors), sem myndast í hypothalam- us. Á pre-menopausal-tímabilinu minnkar næmi eggjastokkanna fyrir áhrifum gonadotropina, en það veldur svo minnkandi östro- gen-framleiðslu eggjastokkanna. Þetta leiðir aftur til þess, að framleiðsla FSH fer að nokkru úr hömlum. Úr því að kona kemst á fertugsaldur er unnt að sýna fram á aukið magn af FSH í blóði og þvagi. LH eykst einn- ig en minna þó. LH-hækkunin getur stundum valdið því, að immunologiskt HCG (human chorionic gonadotropin) gravid- itets-próf verður ranglega já- kvætt (LH/HCG kross reac- tion). Ofangreindar breytingar á hormónajafnvægi valda því, að hlutfallið FSH/LH truflast, en það getur svo aftur valdið því, að ekkert egglos verði (ano- vulation). Jafnvel þótt egglos eigi sér stað, getur skort proge- steron (corpus luteum insuffi- ciens). Sýnt hefur verið fram á, að útskilnaður á pregnandioli í seinni helming tíðahringsins er mun minni hjá konum í pre- menopausis en yngri konum. Progesteron-skortur er oft fyrsta einkennið um minnkandi starfsemi eggjastokkanna og veldur hann því, að frjósemin minnkar. Fósturlát verða einn- ig tíðari, en það stafar af því, að corpus luteum nær ekki að þroskast nægilega. Röskun á hlutfallinu milli östrogens og progesterons veldur fyrst og fremst blæðingartruflunum, en þær eru algengasta einkennið á premenopausal-tímabilinu. Smám saman verður östrogen- framleiðslan það lítil, að horm- ónið getur ekki lengur haft áhrif á vöxt legslímhúðarinnar. Fari östrogen-framleiðslan und- ir 100—500 microgr. á dag þá hætta blæðingar. Venja er að telja menopausis-tímabilið lið- ið, ef kona hefur ekki haft blæð- ingar í eitt ár. Post-menopausan einkennist af minnkandi östrogen-fram- leiðslu, sem kemst í lágmark á u. þ. b. 5 árum, en helst lítil og jöfn úr því. Síðan kemur 3. tíma- bilið sem einkennist af hrörn- unarbreytingum á kynfærum. Þá er þó enn unnt að sýna fram á 2-10 microgr. östrogeni í þvagi á dag (Diczfalusy og Lauritzen 1961). Það er ekki fyrr en kon- ur eru komnar hátt á sjötugs- aldur, að östrogen-myndunin er orðin hverfandi lítil. Það östro- gen-magn, sem þá er enn í lík- amanum er sennilega komið frá nýrnahettuberki. Þessu til stuðnings má benda á, að ATCH-gjöf eykur mjög östro- gen í þvagi og gerir það þótt eggjastokkarnir hafi verið fjar- lægðir. Eftir tíðahvörfin eykst gon- adotropin-myndunin enn meira og nær hámarki sínu u. þ. b. 2 árum eftir tíðahvörf. Fyrst og fremst er hér um að ræða aukn- ingu á FSH. Það er ekki fyrr en ca. 15 árum síðar, að gonado- tropin-myndunin minnkar hægt og hægt niður í það sem hún var fyrir tíðahvörf (Albert 1956). Lækkuð östrogen valda hrörn- unarbreytingum í kynfærunum og þau minnka smám saman og rýrna. Fyrst eftir tíðahvörfin getur legslímhúðin þó verið misþykk og ofvöxtur (hyper- plasia) af ýmsu tagi getur þar átt sér stað. Oftast er þó leg- slímhúðin þunn og rýr (atrof- isk). Með því að skoða frumustrok úr leggöngum er unnt að fylgj- ast með hormónabreytingunum (Grönroos 1965). Ef mikil östrogenáhrif eru til staðar, fjölgar yfirborðsfrumum þekju- lagsins miðað við djúpstæðari þekjufrumur — svonefndar miðfrumur (intermedierfrum- ur) og grunnfrumur (basal- frumur). Fyrstu árin eftir tíða- hvörf sjást aðeins óveruleg merki minnkaðra östrogen- áhrifa, en smám saman (e. t. v. á 10—15 árum) breytist út- lit slímhúðarinnar í leggöngun- um og hún verður alrýr að sjá (algjörlega atrofisk). Þessi rýrnun verður víðar en á þekju- frumum kynfæranna. Eggja- stokkarnir og legið minnka og þá fyrst og fremst legbolurinn. Vöðvaæxli í legi geta minnkað (vegna rýrnunar vöðvafruma í æxlunum) og fram koma ýmiss konar hrörnunarbreytingar í þessum líffærum. Slímhúð leg- gangnanna þynnist og þornar, glycogenmagnið í slímliúðinni minnkar og af því leiðir, að TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.