Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 35
efni til að skipta dagsskammt- inum. Reynslan hefur sýnt, að hjá börnum og unglingum með syk- ursýki er ekki hægt að halda sjúkdómnum niðri með öðrum lyfjum en insúlíni af þeim sem hingað til hafa komið fram á sjónarsviðið. Eftir að börnin hafa náð 11 —12 ára aldri eru þau fær um að sprauta sig sjálf. Það er nú- orðið sjaldgæft að sjá svokall- aða „fitukodda“ — lipodys- trophi — á þeim stöðum sem sprautað er, vegna þess að mikil áhersla er lögð á að stungurnar séu í röðum en ekki sprautað alltaf á sama stað. Er vel fylgst með þessu í heimsóknum á göngudeildina. Subcutan atrophi eða „holur“ myndast stundum eftir að „koddarnir“ hverfa, en geta líka komið án þess að „koddar“ myndist fyrst. Venju- lega fyllast þessar „holur“ smám saman ef svæðið er hvílt frá sprautum um tíma, en þetta skeður fljótar ef innspýtingar eru gefnar beint í „holurnar" og byrjað í köntum þeirra. Gangur sjúkdómsins hjá barni eða unglingi, sem veikist af sykursýki er oftast sá að eft- ir fyrstu vikurnar sem fara í það að temja sjúklingnum viss- ar lífsvenjur, hitaeiningar og insúlínskammt, tekur við „ró- legra“ eða „stöðugra" tímabil sem er mislangt en nær oftast yfir allmarga mánuði. Þennan tíma er æskilegast að nota til að kynna sj úklingnum mikilvægi þess að neyta réttrar fæ5u. Er bæði leitast við að hafa fæðið sem fjölbreyttast og að það henti sem flestum fjölskyldu- meðlimum þannig að barninu eða unglingnum þurfi ekki að finnast hann vera ,,öðruvísi“ vegna mataræðis. Reyndar er i’étt fæði sykursjúkra hollt fyr- lr hvern sem er og ætti að inn- jeiða slíkt á sem flestum heim- iium. Svíar eru kannski betur settir en við íslendingar m. t. t. þess að fá gott og fjölbreytilegt úrval grænmetis sem ekki er dýrt þar í landi. Við eigum aft- ur á móti betra með að ná í nýj- an fisk sem er ein ákjósanleg- asta fæðutegundin fyrir sykur- sjúka. 1 Svíþjóð neyta börn og unglingar hádegisverðar í skóla- mötuneytum og hefur þar unn- ist mikið við að venja börnin á holla og næringarríka fæðu strax frá byrjun, því að þessir matstaðir eru undir ströngu eft- irliti hvað þessu við kemur. Al- þekkt er að matarvenjur ein- staklingsins mótast mjög á fyrstu æviárunum og skiptir miklu að böi’nin fái sem fjöl- breytilegasta næringu á þessu tímabili. Meginreglan við að útbúa mataræði sykursjúkra er ein- faldlega sú að hafa það sem syk- urminnst og fituminnst og að magnið og hitaeiningarnar dreifist sem jafnast yfir dag- inn. Reyna flestir að neyta nægi- lega eggjahvíturíks fæðis til að fá allt að 15% daglegrar þarf- ar af hitaeiningum. Fita má helst ekki fara yfir 35% hita- eininga á dag og afgangurinn eða 50—55% kemur frá kol- vetnum. Reynt er að kenna að- standendum og sjúklingum að hugsa í skömmtum en forðast er að leggja á þá að vigta og mæla hvern matarbita, sem dæmt er til að misheppnast í flestum tilfellum a. m. k. til lengdar. Að lokum skal tekið fram að oft verða ráðlegging- ar um mataræði að vera tals- vert einstaklingsbundnar. Líkumlecj hreyfing er mjög þýðingarmikil og er hvatt til hennar í hvaða formi sem er. Það er alrangt og hugsunarlaust Fjöldi 1. mynd. Aldur þegar einkenni gera vart við sig. Fjöldi □ Drengir 30 2. mynd. Aldur hópsins (mars 1971). TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.