Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 37
Herdís Biering, hjúkrunarkona Hópvinna Framparir og breytt viðhorf í lækningum og hjúkrun ásamt sívaxandi fjölgun sérmenntaðs starfsliðs innan veggja sjúkra- húsanna hafa haft í för með sér breytingar á stöðu og störfum hj úkrunarkonunnar. Hjúkrunarkonan sinnir ekki lengur ein öllum þörfum sjúkl- ingsins í daglegri hjúkrun. Hún hefur nú fengið sér til aðstoðar starfslið sem hún þarf að stjórna og segja fyrir verkum. Hjúkrunarkona með þriggja ára nám að baki á að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og stjórnað öðru starfsliði með til- liti til hjúkrunar á sjúklingum í samráði við lækna. Undanfarin ár hefur rutt sér til rúms hj úkrunarfyrirkomu- lag sem hér hefur verið nefnt hóphjúkrun (team nursing). 1 meginatriðum er hóphjúkrun ekki frábrugðin annarri hjúkr- un. Hún miðar einungis að því að samræma og hagnýta sem best það starfslið sem vinnur saman á sjúkradeildum. Hóphjúkrunin leggur áherslu á sem nánast samstarf allra hópmeðlima og löngun einstakra aðila innan hópsins til að ná sem bestum árangri í hjúkrun sjúklinga. Hópfundir eða samræður um sjúklinga er grundvallaratriði í hóphjúkrun. Jafnvægi í starfi hópsins er mikilvægt þannig að ullir meðlimir hans geti vel við unað. Meðlimir hópsins verða uð gera sér ljóst að þeir eru að vinna að ákveðnu takmarki þ. e. velferð sjúklingsins. Hj úkrunarkona sem annast hópstjórn verður að sýna sjálfs- traust og festu í starfi og hafa stj órnunarhæf ileika. í hjúkrun Hópstjórinn gerir áætlun um hjúkrun einstakra sjúklinga í samráði við hópinn og fylgist með því að hjúkrunaráætlunin sé stöðugt endurskoðuð eftir þörfum sjúklingsins hverju sinni. Hópstjórinn gerir hvort tveggja í senn að leiðbeina starfsfólki og taka virkan þátt í hjúkrun sjúklinga. Hann á að glæða áhuga hópmeðlima á sjúklingunum og hvetja starfs- liðið til þess að fylgjast náið með breytingum á sjúkdóms- ástandi þeirra þannig að hægt verði að hagræða hjúkrunar- áætlun í samræmi við þær breyt- ingar. Við niðurröðun á verkefnum til hópmeðlima verður hópstjór- inn að taka tillit til eftirfarandi atriða: 1. menntunar 2. starfsreynslu 3. vinnugæða og vinnuhraða 4. hæfni hópmeðlims til að skipuleggja og nýta vinnu- tímann 5. samstarfshæfni 6. framkomu gagnvart sjúkl- ingum 7. hæfni hópmeðlims til að vinna sjálfstætt. Hópstjóri verður að fylgjast náið með störfum allra hópmeð- lima þannig að hann geti veitt aðstoð þar sem hennar er þörf hverju sinni. Hann ber ábyrgð á störfum annarra hópmeðlima og verður því að þekkja til hlít- ar vinnugetu einstakra hópmeð- lima. Hópstjóri eða aðrir hópmeð- limir sem einangra sig í starfi skilja ekki tilganginn með hóp- hjúkrun. Árangur af hópstarfi byggist fyrst og fremst á því að hóp- stjórinn hafi hæfileika til að stjórna og leiðbeina og skapa góðan samstarfsanda innan hópsins. ■IÓPIIJÚKRUN l>:i|<|p|<ir fundir hjúkrunnrliAN. Tilgangur: 1. Kanna og ræða þau vanda- mál er varða deildina og hjúkrun sjúklinga. 2. Leggja fram tillögur um lausn þessara mála. 3. Marka ákveðna stefnu sem fylgja skal. 4. Skapa samstarf og vekja áhuga alls starfsfólks á sem bestri hjúkrun sjúklinga. 5. Sjá til þess, að öll tæki og önnur þj ónusta, sem sj úkra- húsið ræður yfir, sé nýtt sjúklingunum í hag. 6. Kynna sér þekkingu ann- ars starfsfólks en hjúkrun- arliðs (sjúkraliða og gangnastúlkna) á veikind- um sjúklinga og gera sér far um að auka þekkingu þessa starfsfólks. 7. Skapa samhengi milli vakta í hjúkrun sjúklinga. 8. Sameina starfsfólk í einn hóp, sem hefur það mark- mið að veita sjúklingunum sem besta hjúkrun. 9. Tryggja, að hverjum sjúkl- ingi sé ætlaður ákveðinn og nægilegur tími o. s. frv. 10. Hjálpa sjúklingnum að skilja betur sjúkdóms- ástand sitt og gefa honum og fjölskyldu hans ráðlegg- ingar um meðferð að lok- inni sjúkrahúsvist. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 65

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.