Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 43
Varðandi áfengisneyslu má segja, að mjög sé misjafnt eft- ir þjóðlöndum, hvað telst mis- notkun. Sums staðar tíðkast að drekka áfengi með flestum mál- tíðum. Annars staðar, þar á meðal á íslandi, er beinlínis og óbeinlínis gert ráð fyrir, að áfengi sé fyrst og fremst notað í sambandi við vissar félagsleg- ar athafnir, svo sem skemmt- anir. Hér á landi telst væntan- lega misnotkun að neyta áfengis daglega og vera undir áhrifum áfengis við dagleg störf. Menn eru á hinn bóginn sammála um, að alkóhól og aðrir vímugjafar eru misnotaðir, ef notkun þeirra skaðar verulega heilsu neytand- ans, fjárhag hans, félagslegar aðstæður eða fjölskyldu hans og aðra, sem hann umgangast. Slík misnotkun getur verið með tvennu móti: Annað hvort tek- ur neytandinn of stóra skammta í einu þannig, að hann veldur sjálfum sér og öðrum tjóni með framferði sínu í vímunni eða hann tekur efnið svo oft eða svo lengi í einu, að hann skaðar heilsu sína, fjárhag eða vanræk- ir skyldur sínar. Félagsleg aðstaða neytandans skiptir hér verulegu máli. Ef neytandinn er t. d. fátækur heimilisfaðir eða gegnir tíma- frekri ábyrgðarstöðu, getur jafnvel lítil neysla vímugjafa fljótlega fengið á sig mynd mis- notkunar. Öðru máli getur gegnt um velstæða menn, sem ekki þurfa að sinna tímabundnum daglegum störfum. Hjá þeim gæti mikil notkun dulist í langan tíma, áður en segja mætti með vissu, að um misnotkun og ávana væri að ræða. VVAIVA M Y.MHJ.X Varðandi ávanamyndun er talið, að þrjú atriði skipti mestu máli. Eitt er neytandinn, ann- að er umhverfi hans, og hið þriðja er hlutaðeigandi vímu- gjafi. Veylimdiiin otí |>álIur lians. Reynslan hefur sýnt, að viss atriði í geðhöfn manna má setja í samband við ávanamyndun. Má hér einkum nefna ósjálf- stæði, feimni og vanmeta- og vonbrigðakennd. Víman er slík- um mönnum oft svo kærkomið athvarf frá veruleikanum, að þeir hneigjast til þess að nota vímugjafa oftar og í stærri skömmtum en aðrir. Þetta get- ur svo aftur leitt til ávana og fíknar. 1 þessu sambandi er þó rétt að geta þess, að fjöldi manna, sem hafa til að bera afbrigði- lega geðhöfn, sýna enga sérstaka tilhneigingu til þess að nota eða misnota vímugjafa. Koma hér væntanlega einkum til jákvæð áhrif frá því umhverfi, sem menn búa við. UinlivorfiA og |>álIur ]iess. Hvers konar erfiðleikar, í einkalífi, í fjölskyldulífi, eða á vinnustað, auka á sókn í vímu- gjafa. Ef saman fara neikvæð áhrif frá einkalífi, fjölskyldu- lífi eða frá vinnustað og ósjálf- stæði, feimni eða vanmeta- og vonbrigðakennd, sbr. að fram- an, eykst stórlega tilhneiging til neyslu vímugjafa. Þannig eykst hvöt manna til þess með hjálp vímugjafa að bægja frá örðug- leikum og andstreymi og hverfa að meira eða minna leyti um sinn inn í gerviveröld vímunn- ar. Enginn, sem lítur málin hlutlægum augum, mun raunar með sanni geta neitað því, að hófleg notkun vímugjafa, svo sem alkóhóls eða róandi lyfja, getur komið að nokkru gagni í slíkum tilvikum. Hitt er þó jafn- ljóst, að hin mikla misnotkun alkóhóls og róandi lyfja (og svefnlyfja), sem velþekkt er bæði hér á landi og í ýmsum nágrannalöndum, á einmitt ræt- ur sínar í mikilli sókn fólks til þess að losna undan þjakandi klafa hins margslungna um- hverfis, sem við búum við. Þessi einkenni eru oft nefnd einu heiti streita (,,stress“). Um alkóhól er þess áður get- ið, að einstaklingum er í stór- um dráttum í sjálfsvald sett, hve stóra skammta þeir neyta og hve oft. Um lyf gegnir hins veg- ar öðru máli, þar eð læknum er yfirleitt ætlað að segja fyrir á lyfseðli, hve oft og hve stóra skammta skuli taka. Því má segja, að læknar séu þannig hluti af umhverfi manna í þessu tilliti. Ávani í róandi lyf og svefn- lyf stafar í flestum tilvikum ein- mitt af því, að læknar hafa ávís- að sjúklingum, sem þjást af svefnleysi, óróa- eða óttakennd eða öðrum svipuðum kvillum, slíkum lyfjum um of í þeirri von að geta þannig bætt eða bægt frá þessum kvillum. Þessi lyf eru því stundum gefin sam- fleytt vikurn eða mánuðum sam- an. Slíkt er þó yfirleitt til lítils gagns nema læknirinn reyni samtímis að leysa vandamál sjúklingsins með viðtölum, áminningum eða félagslegum ráðleggingum. Lyfin ein fjar- lægja í þessu tilliti fremur sjúk- dómseinkennin en sjúkdóminn sjálfan. Miklu máli skiptir, að læknar geri sér þetta atriði Ijóst. Víiniigjafinn n£ ]iálI m- haiiN. Svo sem áður segir, er mjög margt á huldu um það, hvað veldur ávana og fíkn. Engu að síður er það vitað mál, að sum- ir vímugjafar valda fremur ávana og fíkn en aðrir. Þannig bendir allt til þess, að hætta á ávana og fíkn í alkóhól og kannabis eða flest róandi lyf sé minni en hætta á ávana og fíkn í ópíum, morfín, heróín eða önn- ur sterk verkjadeyfandi lyf eða örvandi lyf á borð við kókaín og amfetamín. Vafalaust kem- ur hér til, að neytandinn kemst yfirleitt í mjög mikið vellíðun- arástand, þegar hann hefur komist upp á lag með að nota hin síðartöldu lyf, en vellíðun- arkennd er að jafnaði minni og TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 71

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.