Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 44
óvissari eftir neyslu þeirra lyfja og efna, sem fyrst voru talin. 1 þessu sambandi má geta þess, að tilraunir (með menn og dýr) hafa ekki staðfest þá skoðun, að heróín sé hættulegra en mor- fín með tilliti til ávana og fíkn- ar. Engu að síður er heróín langtum meira misnotað en mor- fín og smygl á því og svarta- markaðssala að sama skapi mun meiri. lIVERJIIt eitÆUA A VÍ.MII- GJÖFVM OG IIVEItJIIt TAPA? Vímugjafœr eru verslunar- vara. Eins og í annarri verslun er um bæði framleiðendur, dreifendur og neytendur að ræða. Framleiðendur eru í þessu sambandi jar'öyrlcjumenn, lyfja- geröir, bruggarar o. fl. Dreif- endur eru áfengisverslanir, veit- ingamenn, lyfsalar og læknar, svo og ólöglegir sölumenn. Með lögum (lyfsölulög, ópíumlög, áfengislög) er reynt að hafa stjórn á þessum málum þannig, að sem minnst gangi úrskeiðis. Þannig reynir löggjöfin að tryggja, að gróðasjónarmið verði ekki látin sitja í fyrir- rúrni. öðru máli gegnir að sjálf- sögðu um ólöglega sölumenn. Hjá þeim sitja að jafnaði gróða- sjónarmið ein í fyrirrúmi. Leynivínsala ber fyrst á góma, þegar rætt er um ólög- lega seljendur vímugjafa hér á landi. Ekkert launungarmál er, að menn í vissum stéttum hafa að aukagetu að selja áfengi ut- an venjulegs sölutíma Áfengis- verslunar ríkisins. Áfengi, sem slíkir leynivínsalar selja, er ým- ist keypt löglega í áfengisversl- uninni, eða hefur verið smygl- að inn í landið. Nokkuð hefur einnig borið á því, að ýmis lyf, einkum örv- andi lyf, svo sem amfetamín og skyld lyf, hafi borist til lands- ins með ólöglegum hætti. Nú síðast hefur í vissum tilvikum verið smyglað eða reynt að smygla inn í landið kannabis. Hins vegar hefur að líkindum ekki verið reynt að smygla til Islands ópíum, morfíni eða heró- íni, sem svo mjög eru misnotuð víða erlendis. 1 þessu sambandi ber að minnast þess, að víða erlendis, t. d. í Bandaríkjunum og í Bret- landi, standa vel skipulagðir og fjársterkir glæpahringir að ólöglegri sölu og dreifingu ávana- og fíknilyfja og efna. Þekktastur slíkra glæpahringja er Mafían svokallaða, sem segja má, að tröllríði bandarísku þjóðfélagi. Ekki er útilokað, að glæpafélög sem þessi kunni að teygja arma sína hingað, enda þótt það verði að óreyndu að teljast ólíklegt sökum fámennis hér á landi. Þá ber þess enn fremur að minnast, að ólöglegir seljendur vímugjafa hneigjast á stundum til þess að falsa vöru sína eða blanda hana öðrum efnum en þeir láta í veðri vaka, að þeir séu að selja. Þannig er heróín stundum blandað mjólkursykri eða jafnvel ýmsum óþverra til þess að drýgja það, þegar fram- boð er minna en eftirspurn. Hér á landi þekkjast meira að segja dæmi þess, að samanpressað grasmjöl hefur verið selt sem kannabis væri. Við höfum að framan fjallað um hina mörgu ókosti vímugjafa og þær hættur, sem neyslu þeirra gætu verið samfara. Við bent- um enn fremur á, að hin mikla streita og álag, sem virðist vera á mönnum í nútíma þjóðfélagi, örva mjög til notkunar róandi lyfja og annarra vímugjafa, svo sem áfengis og kannabis. Á það var einnig bent, enda þótt ró- andi lyf á borð við díazepam og mepróbamat, svo og svefnlyf, gætu komið að nokkru haldi til þess að létta á sjúklingum, þá væri slík meðferð ein sér næsta haldlítil. Af þessum og mörg- um öðrum sökum er nauðsyn- legt að læra aö lifa án vímu- gjafa. Okkur er þannig nauð- synlegt að hrista af okkur feimni og geta umgengist og talað frjálslega við hvern sem er. Okkur ber enn fremur að haga vinnu okkar og störfum þann- ig, að við hvorki þjökum okkur sjálf, okkar nánustu né þá, sem við vinnum með. Ef við hlítum þessu, þá dögum við mjög úr þeim forsendum, sem vitað er, að leitt geta til notkunar og mis- notkunar ýmissa vímugjafa, hvort sem um lyf, áfengi eða önnur efni er að ræða. Loks ber okkur að eiga tómstundagam- an eða áhugamál utan við hinn afmarkaða hring daglegra starfa til þess að geta á þann veg horfið frá gráum hvers- dagsleikanum tíma og tíma án þess, að tii komi notkun vímu- gjafa. Muniö, aö neytendur vímugjafa eiga venjulega meira aö gjalda en vinna viö neyslu þeirra. LOKAunn Áfengi hefur verið hinn lög- legi vímugjafi hér á landi að heita má síðan land byggðist. Svipaða sögu er að segja um ýmis önnur vestræn lönd og raunar fleiri lönd. Áfengis- neysla hefur því verið vanda- mál í þúsundir ára, misjafn- lega mikið eftir tímum og að- stæðum. Nú má hins vegar segja, að við stöndum á nokkr- um tímamótum, þar eð hætta er á, að neysla á nýjum eða áð- ur óþekktum vímugjöfum á borð við kannabis og lýsergíð færist í vöxl. Sama máli gegnir raun- ar um ýmis róandi lyf. 1 þessu sambandi ber að leggja megin- áherslu á það atriði, að neysla nýrra eða áður óþekktra vímu- gjafa mun að öllum líkindum ekki draga að marki úr neyslu þeirra vímugjafa, sem fyrir eru. Af þessum sökum og eins hinu, hve neikvæð áhrif vímugjafa yfirleitt eru mikil og neyslu þeirra vandstýrt, ber að gjalda fyllsta varhuga við því að inn- leiða nýja vímugjafa. □ 72 TÍMARIT HJÚKRUNARPÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.