Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 50

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 50
fram bæði hér og í Oslo. Eins og þið heyrið er allmikill rnunur á því hvernig þetta er fram- kvæmt. Meginmunurinn er fólg- inn í því að í Noregi eru heilsu- verndarstöðvarnar miklu sjálf- stæðari og um leið starfa heilsu- verndarhjúkrunarkonur auðvit- að miklu meira sjálfstætt. Þann- ig sjá heilsuverndarstöðvarnar um miklu fleiri þætti heilsu- verndar en hér er. Þar sem ég vann í Oslo höfðum við t. d. fyrst samband við flestar m.æð- ur þegar þær komu í mæðra- skoðun. Þetta er að sjálfsögðu mildu betra, því þá gefst okkur tækifæri til að ræða við og leið- beina verðandi mæðrum um meðferð hins væntanlega barns, sem við höfum svo áfram eftir- lit með. Mikilvægi slíks sam- bands verður aldrei nóg undir- strikað. Það er fyrst þegar mað- ur er búinn að komast í gott samband við móðurina að hún getur snúið sér til okkar með vandamál sín. Það er þá kannski sem til okkar er leitað með ann- að en t. d. hvað börnin eigi að borða eða hvenær eigi að leggja þau. Vandamálin geta verið af félagslegum toga spunnin, sál- fræðilegt vandamál og fleira þess háttar. Þá er það okkar að reyna að leiðbeina eða leysa úr þessu eftir bestu getu. Ef við getum ekki leyst vandann vísum við á ýmsar stofnanir eða til félagsráðgjafa eða sálfræð- inga. Það er auðsætt að starf okkar heilsuverndarhjúkrunar- kvenna verður að vera miklu sjálfstæðara. Við eigum ekki að vera handlangarnar hjá lækn- um, eins og oft er tilfellið hér á landi. Þetta á ekki bara við um heilsuverndarhj úkrunarkon- ur heldur kannski flestar okkar. Við þurfum að öðlast þá ábyrgð sem menntun okkar býður upp á, bæði inni á sjúkrahúsum og fyrir utan. I heilsuvernd ætti heilsuverndarhjúkrunarkona að bera meiri ábyrgð á venjuleg- um skoðunum. Hún á að vera ábyrg fyrir öllum mikilvægustu leiðbeiningum til mæðra um lík- amlegt og andlegt heilbrigði barna þeirra og þeirra sjálfra. Heilsuverndarhj úkrunarkonan er að mörgu leyti i lykilaðstöðu til að vernda andlegt og líkam- legt heilbrigði þegnanna og þyrfti hún því að búa sér góða starfsaðstöðu. Skólnlipilsuvnrml ú ísl.-imli. 1 löggjöf og leiðbeiningum um skólaeftirlit segir svo í 31. gr.: „Skólahjúkrunarkona skal, und- ir umsjón skólayfirlæknis og hlutaðeigandi skólalæknis, fylgj- ast með andlegum og líkamleg- um þroska nemenda, heilsufari þeirra, klæðnaði, líkamsþrifnaði og aðbúð í skóla og á heimili. Hún skal í samvinnu við aðra ábyrga aðila leitast við að temja og kenna nemendum hollustu- samlegar lífsvenjur og stuðla að því að leitað sé tiltækilegrar lækningar, eða annarrar hjálp- ar þeim sem á slíku þurfa að halda“. I skólanum í dag getur verið erfitt að fylgja eftir þess- um reglum. Kemur það aðallega til af því að skólarnir eru of fjölmennir miðað við þann tíma sem hjúkrunarkonan hefur. Miðað er við að skóli hafi u. þ. b. 1400 nemendur svo að hægt sé að ráða hjúkrunarkonu í fullt starf. Það eru því nokkrir skól- ar hér með hjúkrunarkonu í fullu starfi. Annars er það oft þannig að hjúkrunarkona ann- ast einnig ungbarnaeftirlit í hverfinu, og skiptist það til helminga á móti skólanum. Störf he ilsuverndarhjúkrunar- kvenna viS skólaeftirlit. 1. Berklaprófa skal alla nem- endur sem fyrst á haustin. a) 6—12 ára börn eru berkla- prófuð á hverju hausti (Moropróf). b) 13 ára og eldri eru aðeins berklaprófuð á haustin (Mantouxpróf). 2. Sjónprófa skal 6 ára, 9 ára og 11 ára börn, og eldri nem- endur árlega. 3. Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar sér um heyrn- armælingar í barnaskólum. Mæld eru 7 ára, 9 ára og 12 ára börn. 4. Árlega skal vega og mæla alla nemendur í barna- og unglingaskólum. — Athuga skal sérstaklega eftirfarandi: a) líkamsþroska og eldi b) bæklun eða burðargalla c) húðsjúkdóma og líkams- hirðingu. Okkar almennu störf í skóla eru: að berklaprófa öll börn hvert haust, athuga sjón allra barna, en 7 ára, 9 ára og 12 ára börn eru heyrnarmæld á veg- um Heyrnardeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar. Öll börn vegin og mæld á hverju ári og athuguð m. t. t. almenns útlits, burðargalla, líkamsgalla og þrif naðar. H j úkrunarkonan veitir 12 ára stúlkum fræðslu um blæðingar. Hjúkrunarkonan aðstoða lækninn við læknisskoð- unina, en öll 6 ára börn eru skoðuð og annað foreldri kem- ur með þeim. 9 ára, 12 ára og 14 ára börn eru skoðuð og bólusett eftir því, sem við á á hverju aldursskeiði. Hjúkrunarkonan á líka, þegar hún er í skólanum, að sinna öllum smámeiðslum og ef um meiri háttar meiðsli er að ræða að sjá um að koma við- komandi á slysavarðstofu. Það gefur því auga leið að lítill tími verður til að sinna andlegri heilsu nemendanna. Ég hef fundið að mikil þörf er á því að hjúkrunarkonan hafi tíma til að tala við nemendurna og hafi tíma til að sinna geðvernd. Oft vantar nemendur bara einhvern sem sýnir þeim skilning og áhuga. Foreldrarnir eru oft svo uppteknir eða krökkunum finnst þau ekki skilja sig. Einn þátt- ur í starfi okkar í skólanum er samstarf við aðrar stéttir svo 78 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.