Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 57

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 57
sjúkraliðanema koma inn á sjúkradeildir á næst- unni. Augljóst virðist því vera, að þörfin fyrir hjúkrunarnema sem vinnuafl er ekki eins brýn og áður var, og að sjúkradeildirnar hafa nú meiri möguleika en áður til að veita þeim tilsögn og aðhald í námi. Því var ákveðið samhljóða á að- alfundi HNFÍ að senda skólanefnd bréf, þar sem hjúkrunarnemar lýstu sig fúsa til að falla frá fyrri kaupkröfum gegn því að skólanefnd beitti sér fyrir breytingum á verklegu námi okk- ar þannig að: Hjúkrunarnemar séu aðeins skráðir á vinnu- skýrslu 3 daga í viku, en hafi mætingarskyldu í 2 daga þar umfram. Þessum dögum yrði varið til náms undir leiðsögn kennara og/'eða hjúkrunar- kvenna eða ef þess er ekki kostur, samkvæmt fyrirmælum frá skólanum sem gæti sett okkur verkefni eða íalið okkur að stunda frjálst nám. Tryggt skal að þessir 2 dagar séu ekki helgi- dagar. Með þessari tilhögun vonum við að hjúkr- unarnemar muni læra að stunda frjálst nám og afla sér þekkingar að eigin frumkvæði. Þetta teljum við að muni auðvelda okkur og hvetja til að viðhalda og efla þekkingu okkar að námi loknu, en áhugi og geta til þess virðist því miður vera af skornum skammti hjá hjúkrunarkonum /mönnum. Sigrí'ður Guðmundsdóttir. Sigurður H. Jónsson. P. S. Eftir að þetta var ritað tók skólanefnd HSÍ síðara erindi okkar til meðferðar. Undir- tektir nefndarmanna voru mjög jákvæðar og munu þeir hafa ákveðið að gera sitt besta til að umræddar breytingar á verklegu námi okk- ar nái fram að ganga hið fyrsta. Við kunnum skólanefnd þakkir fyrir undir- tektirnar. S. G„ S. H. J. Breiðholtsundrin Þann 12. febrúar sl. komu 6 hjúkrunarnemar saman í lítilli, vistlegri íbúð í Breiðholti, 3 frá Hjúkrunarskóla Islands og 3 frá Hjúkrunar- námsbrautinni við Hl. Tilgangur þessa fundar var að ræða um hjúkrunarmenntun og hvort grundvöllur væri fyrir samstarfi nemafélag- anna tveggja. Fljótt kom í ljós að skoðana- ágreiningur var minni en ætlað hafði verið, og um einstök einangruð málefni sem ekki virtist ástæða til að láta spilla fyrir samstarfi um sam- eiginleg hagsmuna- og áhugamál. Létt í skapi ákváðum við að hittast aftur og hefja þá mál- efnalegar umræður um væntanlegt samstarf. Næsti fundur var svo haldinn á sama stað 17. apríl og þá var ákveðið að lýsa yfir samstarfi félaganna með fréttatilkynningu sem dreift var til fjölmiðla. Tilkynningin var svohljóðandi: Fréttatilkynning frá stjórnum Hjúkrunar- nemafélags Islands og Félags hjúkrunarfræði- nema við Háskóla Islands. Undanfarið hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa félaganna um menntunarmál hjúkrun- arstéttarinnar. Stjórnir félaganna leggja áherslu á að samræma beri grunnnám í hjúkrunarfræð- um þar sem óæskilegt megi telja að tvær meg- instefnur ríki í menntunarmálum stéttarinnar. Stjórnir félaganna hyggja á áframhaldandi sam- starf og eru einhuga um að láta ekki ágrein- ing um einstök atriði girða leiðina að sameigin- legu markmiði sem er: bætt hj úkrunarmenntun í landinu. Ákveðið var að nefndin skyldi starfa áfram í sumar og gera samanburð á námsefni og náms- tilhögun við hjúkrunarskólana, einnig undirbúa sameiginlegan umræðufund beggja félaganna um hjúkrunarmál og hjúkrunarmenntun. Einn- ig var ákveðið að reyna að koma á nemenda- skiptum næsta vetur, þannig að við sitjum tíma hvert í annars skóla og reynum að öðlast sem skýrasta mynd af námi og vandamálum hvers annars. Störf þessarar nefndar hafa verið rædd í stjórnum beggja félaganna og einnig að nokkru leyti verið kynnt félagsmönnum og óhætt er að segja að einlægur samstarfsvilji yfirgnæfi þann ágreining sem ríkja kann um einstök atriði. Það er okkur gleðiefni að geta eytt þeim mis- skilningi sem gætt hefur að hjúkrunarnemar innan Háskóla Islands og hjúkrunarnemar utan hans séu ósættanlegir fjandmannahópar. Sigríður Guðmundsdóttir, HSl. Sigiirður H. Jónsson, HSl. Ingigerður Ólafsdóttir, HSl. Guðný Anna Arnþórsdóttir, Hl. Guð'irún Marteinsdóttir, HÍ. Guði'ún Dóra Guðmannsdóttir, HÍ. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 81

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.