Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 60
Haft skal í huga að vel menntaður og hæfur
starfsaðili er oft góður kennari, þótt hann hafi
ekki sérstök kennararéttindi, t. d. hafa margir
stundað kennslu við menntaskóla hérlendis á
liðnum árum, án slíkra réttinda, en ekki fyrir
ýkja löngu var þó komið á laggirnar námskeiði
í uppeldis- og kennslufræðum fyrir slíka
kennslukrafta, svo þeir mættu uppfylla tilskild-
ar kröfur. Háskólinn hefur á að skipa fjölda
manna við kennslu sem ekki hefur lært kennslu-
fræði sérstaklega en þar er talin mikil þörf á
leiðbeiningaþjónustu og fyrirgreiðslu á sviði
kennslutækni fyrir kennaraliðið í heild, jafnvel
þótt viðkomandi aðilar búi yfir frábærri vís-
indalegri og faglegri þekkingu tiltekins starfs-
sviðs.
1 tímariti HFÍ, tölubl. nr. 4 1973, á bls. 127,
ritar Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri,
eftirfarandi: „Á undanförnum tveim árum liafa
svo til allar deildir Hjúkrunarfélagsins leitað
til okkar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu varðandi sérnám í hjúkrun. Þetta eru
stjórnir geðhjúkrunarkvenna, röntgenhjúkrun-
arkvenna og skurðstofukvenna, að mestu þeir
hópar, er átt hafa kost á sérnámi hér á landi
innan sjúkrahúsa. Erindi þeirra var, að komið
verði á reglum um sérnám þeirra og að námið
verði aukið, sérstaklega bóknámið. Það verði
samræmt meira en nú er og þeim verði veitt
viðurkenning að námi loknu.“
Svo er mál með vexti að lagalega er heimilt
að koma á stofn ýmiskonar fræðslu utan hins
formlega menntakerfis landsins. Svo sem gef-
ur að skilja getur mjög misvel tekist um að
samræma einstaka þætti slíkrar fræðslu við
stærri heildir, svo og að skapa aðhald um gæði
og afköst viðkomandi fræðslueininga. Stundum
hefur óformleg starfsþjálfun orðið upphaf ann-
ars meira, venjulega vegna mikillar þarfar á
að greiða götu sérmenntunar sem fræðsluyfir-
völd hafa lítt eða ekkert sinnt urn á sínum veg-
um. Svo fer þó oft um síðir að fræðsluyfirvöld-
in hefjast handa um að útvega fjárveitingar og
aðra fyrirgreiðslu, en þá — því miður — ekki
alltaf í æskilegri samvinnu við þá aðila sem
brautryðjendastarfið hafa unnið við erfiðar að-
stæður, orðið reynslunni ríkari og gætu þar af
leiðandi veitt margskonar leiðsögn og lið sem
vert væri að þiggja. Af þessum sökum vil ég
hvetja hjúlcrunarkonur og -menn, sem berjast
vilja fyrir aukningu eigin menntunar hérlendis,
aö þau beiti sér fyrir því aö hverskonar hjúkr-
unarmenntun sem staöiö skal aö hérlendis sam-
ræmist fræöslukerfinu í heild sem best, þar sem
eftirlit meö gæöum og afköstum, ásamt viöur-
kenningu prófvottoröa veröa sem best tryggö.
Útvegun hæfra kennara til að annast kennslu
á framhaldsstigi hjúkrunar er óhjákvæmilega
eitt af því sem fræðsluyfirvöldum ber að stuðla
að af fullum krafti og menntamálaráöuneytiö
hefur einmitt fallist á aö styöja framgang náms-
brautar í hjúkrun innan Háskóla Islands á þeim
skilningsgrundvelli, aö þannig fái íslenzlcar
hjúkrunarkonur og -menn bætta aöstööu og
styttingu hins óhjákvæmilega hmga námstíma
sem þarf til aö fullnægja inntökukröfum til
hjúk'T'unarkennaranáms og annars hjúkrunar-
framhaldsnáms, þar sem þaö telst best hverju
sinni. Lengd hæfilegs starfsreynslutíma und-
anfari slíku námi hlýtur að standa utan við
sjálfan námstímann og kemur honum því ekki
við. Hjúkrunarkona, sem útskrifast hefur frá
Hjúkrunarskóla íslands eða frá Nýja hjúkrun-
arskólanum, en sem skortir að nokkru á almenna
undirstöðumenntun sem krafist er til háskóla-
náms, veröur að bæta slíku undirstöðunámi við
sig, ef hún vill stunda nám á háskólastigi. Slíkt
tækifæri stendur til boða bæði hjá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í
Reykjavík, e. t. v. víðar, enda færi vel á ef svo
er. Ómögulegt er mér að koma auga á að slíkir
einstaklingar í hjúkrunarstétt hafi nokkurt
minnsta ógagn af, að aðrir, sem lokið hafa til-
skildu stúdentsprófi, fái nú þegar að stunda nám
í hjúkrunarnámsbraut Háskóla Islands nema
síður sé.
Þegar að því kemur að hjúkrunarkonur og
-menn, sem lokið hafa B.S.-prófi í hjúkrun hér
heima, fara að koma til íslands aftur frá er-
lendu námi með M.S.-gráðu í hjúkrun upp á
vasann, reiðubúnir að byggja upp betri hjúkr-
unarþjónustu og nám, bæði grunnnám og fram-
haldsnám, þ. e. innan þeirra marka, sem við-
ráðanlegt er fyrir fámenna þjóð, án þess að
hverfa frá kröfum um gæði og magn mennt-
unar sem sæmir viðurkenndu framhaldsstigi,
þá megum viö sannarlega gelöjast. Sú hjúkrun-
arkennaramenntun sem íslenskar hjúkrunar-
konur og -menn hafa aflað sér með framhalds-
námi á Norðurlöndum á liðnum árum, er á marg-
an hátt ágæt, einkum hin síðari ár, eftir að
námstíminn hefur verið lengur í tvö námsár.
Ekki er þó lengur viðunandi, að mati allmargra,
að hafa ekki hlotið almenna undirbúningsmennt-
un sem jafngildir undirbúningi til háskólanáms,
þegar ætlunin er, að starfa sem hjúkrunarkenn-
ari, hvar svo sem sjálft kennaranámið eða ann-
að tilskilið framhaldsnám kann að verða stund-
að.. Okkur er fullkunnugt um, að mikill fjöldi
norrænna hjúkrunarkennara, ekki hvað síst
starfandi við skóla, sem annast framlaaldsnám
í hjúkrun, telja ómetanlegar, og raunar bráð-
84 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS