Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 61
nauðsynlegar, námsferðir til Bandaríkjanna og
Kanada, sem undirbúning að starfi í þágu hjúkr-
unarmenntunar viðkomandi þjóða á Norður-
löndum. Þróunin víða um heim tekur mjög ör-
um og stórstígum breytingum á ýmsum svið-
um og æ fleiri og fleiri þjóðir geta boðið upp
á góða hjúkrunarmenntun, þótt mismunandi
langt eða fjölbreytt framhaldsnám sé í boði hjá
þeim. Samt virðast Bandaríkin enn vera í ótví-
ræðum fararbroddi, þegar á heildina er litið.
3. IJni lucga fjnrvciliiifiu lil rckslurs
viAkomnndi nirunlnslofunnn.
Hjúkrunarskóli Islands hefur lengsta reynslu
hérlendis af því að standa í stöðugri baráttu
fyrir öflun fjár til hjúkrunarmenntunar og oft
hefur mikið vantað á að nóg þætti örlæti hins
opinbera fjárveitingavalds. Ekki er nú útlitið
á líðandi stundu neitt sérlega glæsilegt, því sam-
dráttur er augljós á ýmsum sviðum, verkföll
yfirvofandi og almenningur vill lækkun skatta.
Menntamálaráðherra flutti ræðu nýlega á ráð-
stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og
sagði þá m. a.: „Vissulega er vandi á höndum,
þegar harðnar á dalnum, því þá þarf að velja
og hafna í ríkara mæli og af meiri nákvæmni
en þegar allt leikur í lyndi. En það kalla ég
menntfjandsamlegar aðgerðir, ef menn taka sér
fyrir hendur að krefjast einhliða lækkunar á
ríkisins inntektum. Slíkt hefnir sín fyrr eða
síðar, því sárar eru sameiginlegar þarfir fá-
mennrar en félagslega þenkjandi þjóðar.’“
Lokaorð.
Við, innan hjúkrunarstéttarinnar, getum hvert
og eitt litið í eigin barm og spurt okkur sjálf.
Hvað vil ég að sé gert? Hvað get ég sjálf eða
sjálfur gert? Að heimta meir af öðrum en sjálf-
um sér er ekkert heillamerki, enda hefur það
ekki verið einkenni stéttarinnar á liðnum tím-
um. Við skulum heldur ekki láta það henda neitt
okkar, að við reynum að troða skóinn niður af
náunganum til að tylla undir eigin tá. Þeir sem
nú starfa innan hjúkrunarstéttarinnar þarfn-
ast allir hvers annars stuðnings. Þeir sem á
eftir koma uppskera svo vora sáningu. Nóg er
starfið, þótt allir geri sitt besta, og auk þess
að vinna vel og markvisst innbyrðis í stéttinni,
verðum við m. a. líka að leggja fyllstu alúð við
samstarf og samskipti við allar aðrar heilbrigð-
isstéttir, ekki hvað síst ljósmæður og sjúkra-
liða, sem oft taka þátt í viðfangsefnum hjúkr-
unarstéttarinnar í ríkari mæli en flestir aðrir.
Hafnarfirði 9. apríl 1975.
Elín Eygerz Stefánsson.
Ritkynning
jVÝ I.ÖGGJÖF IJM HKIMIItlGlHSIMÚIVUSTi;
Á ÍSI.AMH
Út er komin á vegum heilbrigðisráðuneytisins
ný löggjöf um heilbrigðisþjónustu á Islandi.
Er hér um að ræða sérprentun úr sveitarstjórn-
armálum, 4. hefti 1974.
Löggjöfin er fáanleg í ráðuneytinu.
IIKGUUOERll
Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglugerð
um geymslu og meðferð lyfja í sjúkrahúsum
og öðrum stofnunum sem ’hafa lyf undir höndum.
Reglugerðin er fáanleg í ráðuneytinu.
A1IIIE.IIISSYGUOMME OG SYGEl’EE.IE
Ritið hefur að geyma tvær skýrslur um útslitna
vinnuþega og hvernig koma má í veg
fyrir atvinnusjúkdóma.
Höfundar eru Lis Adamsen og Mimi Jacobi.
Rit nr. 7.
Útgefandi Dansk Sygeplejerád.
SYGEPI.E.IE I EORIII.YUEI.SE MEU IUEO- OG
UOUOSTOMIOPEREREUE PATIEYTER
1 þessu riti fjalla þær Karen Elmo og Ulla Borch
um hjúkrun sjúklinga eftir hinar margvís-
legu aðgerðir á þörmum.
Rit nr. 8.
Verð danskar kr. 16.00.
Útgefandi Dansk Sygeplejerád.
ET ERHYERY MEU RIGE MIT.1GHEUER -
SYGEPUK.IE.Y
Ritið fjallar um undirbúningsmenntun, hjúkr-
unarmenntun, markmið menntunarinnar, skipu-
lagningu, fjárhagsvandamál meðan á námi
stendur, framhaldsnám og félagsmál svo nokkuð
sé nefnt.
Verð danskar kr. 2.50.
Útgefandi Dansk Sygeplejerád.
II.IÚKHUYAHKOYUH
Munii) að lilkynna búslailaskipli.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 85