Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 62

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 62
Sigurður Kjartansson, læknir: Mæling á miðbláæðaþrýstingi Miðbláæðaþrýstingur. Ákvörðun miðbláæðaþrýstings við gæslu og um- önnun á alvarlega sjúkum hefur hlotið vaxandi útbreiðslu síðasta áratuginn. Miðbláæðaþrýstingur (Central Venous Pres- sure) — hér eftir skammstafað MBÞ — er þrýstingur í þeim hluta bláæðakerfis, er nær frá hægra forhólfi hjarta út að næstu bláæða- lokum í vv. jugulares internae, subclaviae og iliacae. Sögulegt ágrip. Árið 1910 lýstu Moretz og Tabora aðferð til að ákvarða þrýsting í útbláæðum með beinni þræðingu. Starling rannsakaði á árunum 1912—1918 .sambandið milli þrýstings í hægra forhólfi hjarta og afkasta, orkuneyslu og þenslu hjarta- vöðva, sem lagði grundvöll að lögmáli því, sem við hann er kennt og enn stendur óhaggað. 1943 greindu Yeomang, Porter og Swank frá rannsóknum, er sýndu fram á verulega þrýst- ingshækkun í hægra forhólfi við hraða blóðgjöf. Gauer og félagar sýndu fram á beint sam- band milli heildarblóðmagns líkama og MBÞ um 1956. Upp frá því var þessi rannsóknaraðferð tekin upp á stöku stað, en var þó að mestu bundin við rannsóknarstofur, og þá sem hluti hjarta- þræðinga með tilskurði og þi’æðingu um v. sap- hena magna. Var aðferðin því fremur þung í vöfum. Inn á sjúkrastofur barst hún ekki að marki fyrr en eftir 1962, að Wilson og félagar birtu reynslu sína af ástungu og þræðingu um við- beinsbláæð. Lífeðlisfræðileg rök og tilgangur. MBÞ er háður samspili hinna þriggja meg- inafla, er verka á starfsemi blóðrásarkerfisins i heild, þ. e. dælustarfsemi hjartavöðvans, heild- arblóðmagni og samdráttarhæfni stóru hring- rásar (peripheral vascular tone). Hann eykst í réttu hlutfalli við heildarblóðmagn og sam- dráttarhæfni hringrásar að öðru jöfnu, svo og við hjartabilun. Hann má því telja allgóðan mælikvarða á starfshæfni hjarta til að dæla frá sér því blóð- magni, sem að því berst á hverjum tíma. Samkvæmt lögmáli Starlings er styrkur hjartavöðva háður lengd vöðvafrumu við upp- haf samdráttar. Iiún er aftur háð þenslu og þar með þrýstingi innan hjartahólfs í lok díastólu. MBÞ lætur nærri að jafngilda þrýstingi í hægra forhólfi og þar með þrýstingi hægra aft- urhólfs í lok hverrar díastólu. Svo að aftur sé vísað til Starlingslögmáls, aukast afköst hjarta við aukna þenslu upp að vissu marki, en fara síðan hraðversnandi, eftir að því marki er náð. Tilgangur MBÞ mælingar er að ákvarða, hve mikið álag vökva eða blóðs megi bjóða hjart- anu, án þess þó að það sé ofhlaðið eða öllu held- ur ofþanið. Nú mætti ætla, að bláæðaþrýstingur aukist ekki verulega við vinstri hjartabilun. Reynslan og rannsóknir hafa þó sýnt, að MBÞ tekur að stíga litlu síðar en þrýstingur í vinstra forhólfi og löngu fyrr en klíniskrar vinstri hjartabil- unar tekur að gæta. Meðalgildi. — Helstu frávik og túlkun þeirra. Meðalgildi eru mjög á reiki, enda breytileg frá manni til manns. Venja er að miða við 0— 16 cm sem normal mörk, langflestir eru þó inn- an 4—10 cm mai’ka, miðað við mið-handar- krikalínu í láréttri stöðu. Hækkun verður við hjartabilun í sérhverri mynd, einnig við lungnablóðrek og „pericardial tamponade". Lækkun verður aftur á móti við óbætt blóð- og vökvatap (hypovolemia) að óskertri hjarta- starfsemi. I toxisku losti (peripheral vascular failure) verður oftast nær lækkun vegna útvíkkunar á heildarblóðbeð. Þetta er þó ekki með öllu ein- hlítt, þar eð eiturverkun á hjartavöðva getur valdið veiklun á hjartastarfsemi og þar með hækkun á MBÞ. Hagnýt þýðing og notkun. Oft er erfitt að greina á milli losts af völdum 86 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.