Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 65
Venja er að skoða upphafspunkt í láréttu
plani gegnum miðhandarkrikalínu að sjúklingi
útafliggjandi.
Hún fellur þó engan veginn saman við hæð
hægra forhólfs, eins og æskilegt væri, en er
auðfundið anatómiskt kennileiti, enda hefur það
væntanlega ráðið mestu um val hennar til þess-
ara nota.
Upphafspunktur kvarða er stilltur af eftir
hallamáli og þrýstingur lesinn af vökvaborði í
opnu greininni, eftir að innrennsli hefur verið
stöðvað. Gæta þarf vandlega, að ekki séu tækni-
legir ágallar að lokinni uppsetningu. örfínar
sveiflur (1—2 mm) við hvert hjartaslag og
grófari (1—2 cm lækkun) við djúpa innöndun
eru merki um rétta legu leggs í æðinni.
Við langtímameðferð er ráðlegt að skipta um
allar ytri leiðslur á tveggja til þriggja daga
fresti. Með þessu móti hefur reynst kleift að
nota sama legg svo vikum skiptir. Verði sýk-
ingar vart, ber að fjarlægja legginn án tafar,
taka bakteríustrok frá enda hans og leggja inn
á öðrum stað, ef þörf gerist.
Ágrip.
Hér að framan hefur verið greint frá helstu
ábendingum, notkun og túlkun á miðbláæða-
þrýstingi. Ákvörðun hans er nú almennt viður-
kennd sem nauðsynlegt hjálpargagn við gæslu
veikustu sjúklinganna, en kemur þá og því að-
eins að notum, að metin sé og beitt með hlið-
sjón af öðrum tiltækilegum rannsóknaraðferð-
um og nákvæmri umönnun.
Lýst er ástungu viðbeinsbláæðar, kostum og
annmörkum. Þrátt fyrir þær áhættur, sem til-
greindar eru, hafa flestir aðhyllst þá aðferð
vegna hagræðis og öryggis í uppsetningu —
sé tilskilinnar varúðar gætt.
Tilvitnanir.
1. Borow, Maxwell. The Use of Central Venous Pres-
sure as an Accurate Guide for Body Fluid Replace-
ments. Surgery, Gynecology & Obstetrics 120, 545
—552, 1965.
2. Feiler, Ernest M. Infraclavicular Percutaneous
Subclavian Vein Puncture. American Journal of
Surgery. 118, 906—908, 1969.
3. Jernigan, W. R. Use of the Internal Jugular Vein
for Placement of Central Venous Catheter. Surgery,
Gynecology & Obstetrics, 130, 520—524, 1970.
4. Longerbeam, J. K. Central Venous Pressure Moni-
toring, A Useful Guide to Fluid Therapy during
Shock and Other Forms of Cardiovascular Stress.
American Journal of Surgery, 110, 220—230, 1965.
5. Prout, W. G. Central Venous Pressure Monitoring,
Theoretical and Practical Considerations. Triangle,
9, 174—178, 1970.
6. Smith, B. E. Complications of Subclavian Vein
Catheterization. Archives of Surgery, 90, 228—229,
1965.
7. Weil, M. H. Fluid Repletion in Circulatory Shock.
JAMA 192, 668—674, 1965.
8. Wilmore, D. W. Safe Long-Term Venous Catheter-
ization. Archives of Surgery. 98, 256—258, 1969.
9. Wilson, J. N. Central Venous Pressure in Optimal
Blood Volume Maintenance. Archives of Surgery,
85, 563—578, 1962.
10. Wilson, J. N. Rational Approach to Management
of Clinical Shock. Archives of Surgery, 91, 92—
120, 1965.
Minning
Framh. af bls. 73.
ar, dæmdar til að lokast inni í
6 vikur eins og þá var siður.
Þetta fannst okkur, utanbæjar-
stúlkunum, ömurleg örlög. Við
misstum dýrmætan námstíma
og allar bækurnar í sótthreins-
unarbalann. Börn á ýmsum
aldri voru þar einnig, en Maríu
Maack munaði ekki um það,
faðmur hennar var svo stór, og
einnig sjúkrastofan í „Sótt-
vörn“. María var eins og móðir
okkar allra, hughreystandi og
hjúkrandi, „Konan með lamp-
ann“ í orðsins bestu merkingu.
Um „Konuna með lampann"
hafði ég lesið og þar sem María
Maack var fyrsta hjúkrunar-
konan sem ég kynntist, varð
hún mér, unglingnum, sem per-
sónugervingur hj úkrunarkon-
unnar. Á löngum kvöldum eyddi
hún hluta af sínum nauma hvíld-
artíma til að stytta okkur stund-
ir. Nutum við í ríkum mæli
hennar frábæru frásagnargáfu,
en margfróð var hún og víðles-
in. Þá lágu henni gjarnan fögur
ljóð á tungu, sem glöddu og
hresstu.
Kvennaskólastúlkurnar tvær
úr „Sóttvörn“, sem nú hafa fylgt
þér síðasta spölinn, kveðja þig,
kæra vinkona, með virðingu og
þökk fyrir allt.
Jóna ErlencLsdóttir.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 89