Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 70

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 70
Hjúkrunarkona í Kirunahéraði Framh. af bls. 47. Mikill hluti vinnutímans fer nú í elli- og heimahjúkrun. Ég hef nána og góða samvinnu við hinar ýmsu stofnanir svo sem. félagsmálaskrifstofuna, heim- ilisaðstoðina, forstöðumann barnaheimilanna o. fl. Algengustu sjúkdóm.stilfellin eru hjarta- og blóðrásarsjúk- dómar. Mikið er um fótbrot vegna skíðaslysa í fjöllunum. Öll fjallahótelin hafa eigin lækni sem veitir skyndihjálp en síð- an er sjúklingurinn fluttur á sjúkrahúsið í Kiruna með sjúkravagni á teinum eða í svo- kölluðum vélvagni eða með þyrlu. Með vélvagni tekur flutning- urinn um það bil 50—60 mín- útur en vegalengdin er um 90 km t. d. á milli Abisko og Kir- una, en þá verða allar málmlest- irnar að stöðva til að hleypa vagninum framhjá. Þyrla er í Gállevara og er rekin af Lapplandsflugi. Einnig er ein þyrla til vara í Kiruna. Einn vinnufliigur. Þannig getur einn af vinnu- dögunum mínum orðið: Kl. 7.10 að morgni fer ég í bílnum til j árnbrautarstöðvarinnar með vel útbúna tösku. Ég fer með lestinni til Abisko-eyjar en þar ætla ég að skoða skólabörn og fara í sjúkraheimsóknir. f lestinni nota nokkrir tæki- færið og spyrja um eitt og ann- að og ég lít á mann sem heldur að hann hafi botnlangabólgu. Lestin kemur á ákvörðunar- stað á réttum tíma. Á leiðinni í skólann mæti ég nokkrum mæðrum sem vilja að ég líti sér- staklega á börnin þeirra. Ég lofa því. Ég byrja á að skoða skóla- börnin og þau börn sem ég þarf að fylgjast með, vigta og mæli hæð, athuga sjón (nokkur eru tileygð), athuga tennur (flest hafa góðar tennur), lít eftir beinabyggingu ogfótum (nokkr- ir hafa flatfót), skrifa lyfseðil handa þeim sem eru með vörtur á fótum eða höndum og athuga eyrnamerg í eyrum. Aðstoðar- maðurinn frá heyrnmælinga- stöðinni kemur seinna í haust. Hjá fölum börnum tek ég blóðsýni og rannsaka eggjahvítu og sykur í þvagi hj á öllum börn- unum. Börnin eru hreinskiliii og svara fúslega. Síðan bóluset ég þau börn sem röðin er komin að, tala við lækn- ana ef einhver vandamál eru í sambandi við börnin og við mat- ráðskonuna í barnamatsalnum. 1 dag eru engin stór vandamál. Börnin fara í læknisskoðun seinna í haust. Eftir að hafa skoðað skóla- börnin skoða ég börnin í for skólanum. Síðan vilja nokkrir íbúanna tala við mig því það fréttist fljótt að ég sé á staðn- um. Þorskurinn í barnamatsalnum er Ijúffengur. Eftir matinn fer ég í vitjanir í bænum. Fyrst fer ég í ungbarnavitjanir og gef tíma hjá barnalækninum en fer síðan til verðandi mæðra og að lokum í sjúkravitjanir. Þá hef ég samband við héraðslækninn vegna penslíns sem nokkur börn þurfa að fá við eyrna- og háls- bólgu og gef þeim tíma hjá lækninum eftir 2 vikur. Kl. 15.15 fer áætlunarbíllinn til Kiruna. Eftir nokkra km slitnar viftureimin og farþeg- unum er vísað út. Búast má við að hjálp berist eftir hálftíma. Garnirnar gaula þrátt fyrir þorskinn. Ég ætla að flýta mér heim. Ef ég er óheppin bíður mín meiri vinna í Kiruna. Ég bíð eftir námuverkamönn- unum og vonast eftir að fá að sitja í með þeim í málmvagnin- um. Ferðin gengur vel. Frá brautarstöðinni í Kiruna geng ég að bílnum og er komin í móttökuna kl. 18,00. Þar tek ég bóluefnið úr töskunni. Skrif- borðið er autt og engin skhaboð. Sem sagt vinnudeginum er lokið. Skriffinnsku, símtöl við ýmsa lækna og augndeildina og sím- töl við foreldra barnanna læt ég bíða til morguns. Ég ek heim til fjölskyldunnar. Þennan dag vann ég í sex tíma og ferðaðist 180 km, sem tók 5 tíma. □ Sykursýki í börnum og unglingum Frwmh. af bls. 64. drykkja. Nokkuð snemma eru hafnar umræður um mikilvægi þess að komast hjá ótímabærri og óvæntri þungun. Slíkt leiðir ekki aðeins til hinna venjulegu, félagslegu erfiðleika, sem ung- ar mæður þurfa að horfast í augu við, heldur er þetta hreinn aukakvilli er raskar jafnvægi því og meðferðarmynstri sem sykursýkissj úklingurinn hef ur þegar aðlagast. Þó má ekki gleyma því mikilvæga atriði að sýna stúlkunni fram á, að þeg- ar hún nær fullorðinsaldri geti hún vel eignast heilbrigð börn, ef hægt er að fylgjast nákvæm- lega með sjúkdómi hennar allan meðgöngutímann. í stuttu máli er reynt að veita þessum börnum og unglingum sem þjást af sykursýki eins gott lækniseftirlit og meðferð og mögulegt er, jafnframt því sem fylgst er með félagslegri aðlög- un þeirra. Það á ekki að vera hægt að kenna sykursýkinni einni sér um lakan árangur í skóla eða léleg afköst á vinnu- stað. □ 94 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.