Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Side 73
Formaður þakkaði fulltrúum
þátttöku og fundarstjóra, Jónu
Valgerði Höskuldsdóttur, góða
og röggsama fundarstjórn og
sagði m. a.:
„Stjórn félagsins mun gera
allt sem í hennar valdi stendur
til þess að öll framkvæmd á
málefnum félagsins verði okkur
öllum til hagsbóta.
Þá vildi ég í lokin mega óska
þess að félagsstarfsemi okkar
eigi eftir að eflast í framtíðinni
og að innan hjúkrunarstéttar-
innar aukist samstaða um helstu
hagsmunamál okkar, þannig að
okkur miði betur áfram í bar-
áttunni fyrir bættri menntun,
betri launum og hæfari starfs-
kröftum.
Ég óska fulltrúum lands-
byggðarinnar góðrar heimferð-
ar og öllum fulltrúum góðs aft-
urhvarfs til daglegra starfa.
Aðalfundi HFl 1975 er slitið“.
Fundi slitið kl. 22.40.
/. Á.
Félagsfundur.
Félagsfundub HFÍ var haldinn í
Glæsibæ miðvikudag'inn 9. apríl sl.
kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Framhaldsmenntun.
2. Umræður um launamál.
3. Önnur mál.
Formaður félagsins, Ingibjörg Helga-
dóttir, setti fundinn, bauð félaga vel-
komna og sagði m. a.:
„Það sem ég ætla að gera að um-
ræðuefni er þátttaka félagsmanna í
starfsemi HFÍ, einkum með tilliti til
trúnaðarmannakerfisins. Einnig mun
ég aðeins koma inn á málefni er
varða aðild okkar að BSRB.
Á aðalfundi félagsins 1972 var
samþykkt reglugerð um trúnaðar-
menn og trúnaðarráð innan HFÍ —
og í lögum félagsins frá 15. okt. 1972
er einnig að finna ýmis ákvæði um
trúnaðarmenn.
Skv. reglugerðinni voru svo kosnir
trúnaðarmenn á vinnustöðum, mynd-
aðar trúnaðarnefndir og skipað trún-
aðarráð. Eftir því sem ég best veit
þá fór þetta allt vel og skipulega af
stað og hélst í horfinu um þó nokk-
urn tíma, en því miður hefur þetta
kerfi okkar ekki reynst eins ending-
argott og skyldi, því nú er t. d. ekk-
ert trúnaðarráð starfandi lengur.
Að vísu eru víða starfandi trúnað-
armenn á stofnunum, en heyrt hef
ég að einhverjir misbi’estir hafi orðið
á í sambandi við kosningar þeirra
a. m. k. á sumum stofnunum.
Ég tel að öflugt ti’únaðarmanna-
kerfi innan stéttarfélags eins og okk-
ar, sé afar þýðingarmikið. Trúnað-
armenn starfa sem tengiliður á milli
félagsmanna og forráðamanna þeirra
stofnana sem þeir starfa við. Þeir
standa vörð um réttindi og skyldur
félagsmanna, veita upplýsingar um
þau mál og til þeirra er vísað til úr-
lausnar ýmsum ágreiningsmálum er
upp kunna að koma á vinnustað, hvort
heldur þau eru viðkomandi starfinu
sjálfu ellegar kjaramálum svo eitt-
hvað sé nefnt. Trúnaðarráði er m. a.
ætlað að skapa tengsl milli trúnaðar-
manna á stofnunum og stjórnar fél-
agsins. Trúnaðarráð er ráðgefandi
aðili fyrir trúnaðarmenn og tekur
til meðferðar og afgreiðslu þau
vandamál sem trúnaðarmenn kunna
að þurfa aðstoð við. Það sér einnig
um að afla upplýsinga um málefni
hjúkrunarstéttarinnar og annast
dreifingu á þeim til trúnaðarmanna.
Þá leitast það við að stuðla að auk-
inni fræðslu fyrir félagsmenn.
Þetta eru aðeins nokkur dæmi um
það hvaða tilgangi trúnaðarmanna-
kerfið á að þjóna hjá okkur skv.
reglugerðinni. Sé þessu framfylgt
hlýtur það að leiða til eflingar á
starfseminni innan félagsins, stuðla
að aukinni og áhrifameiri upplýsinga-
miðlun og verða til þess að fleiri fél-
agsmenn verði virkir þátttakendur í
félagsstarfseminni. Síðast en ekki
síst hlýtur þetta að hafa í för með
sér aukið öryggi fyrir félagsmenn á
vinnustöðum."
Formaður hvatti félaga til starfa
að málefnum félagsins og sagði:
„Það er alltaf viss hópur félags-
manna sem tekur að sér verkefni og
við stöndum öll í mikilli þakkarskuld
við þá einstaklinga, en við verðum
líka að gæta þess að ganga ekki alveg
fram af þeim. Það er staðreynd að
flest allir í þessu félagi eru miklum
störfum hlaðnir, flestir í tvöföldu
starfi og því er enn frekar þörf á því
að reyna að dreifa félagsstörfunum."
María Pétursdóttir, skólastjóri,
flutti fróðlegt erindi um dvöl sína í
Kanada. Hún dvaldist þar í þrjá
mánuði sl. haust til að kynna sér
hjúkrunarmenntun.
Nanna Jónasdóttir, varaformaður
HFÍ, fjallaði um ýmis atriði kjara-
mála, m. a. 25 mín. regluna, hluta-
vinnu, gæsluvaktir, orlofsgreiðslur,
röðun í launaflokka og ýmis ágrein-
ingsmál er upp hafa komið síðan síð-
ustu kjarasamningar voru undirrit-
aðir.
Miklar umræður spunnust um
kjaramálin og komu m. a. fram radd-
ir um hvort ekki væri rétt að segja
sig úr BSRB.
Formaður þakkaði félögum góða
fundarsókn og sleit fundi kl. 23.45.
Fundarstjóri var Rögnvaldur Stef-
ánsson.
Tíðahvörf...
Framh. af bls. 61.
Davis, M. E.: Year Book of Obstet.
and Gynec. 1974—1965 bls. 336.
Davis, M. E., Lanzl, L. H. and Cox,
A. B.: Obstet and Gynec., N. Y. 36:
187 (1970).
Diczfalusy, E. und Lauritzen, C.:
Oestrogene beim Menschen. Berlin.
— Göttingen — Heidelberg. Spring-
er (1961).
Gallagher, J. C. and Nordin, B. E. C.:
Lancet 1:503—507 (1972).
Gai-dener, W. U.: Cancer Res. 19:170
(1959).
Greenblatt, R. B.: Clin. Obstet. Gynec.
2:232 (1959).
Grönroos, M.: Acta Obstet. Gynec.
Scand. 43: suppl. 5. (1965).
Jaszman, L. van Lith, N. D. och Zaat,
J. C.A.: Int. J. Fert. 14:106 (1969).
Jönsson, G.: Klimakteriet. Intemati-
onelt Sumposium, Danmarks apo-
teksforening. 122 (1973).
Kaiser, R. und Daume, E.: Geburtsh.
Frauenheilk. 25:974 (1965).
Kielholz, P.: Documenta Geigy. Acta
Psychother. (Basel) 34 (1959).
Kielholz, P.: Geburtsh. Frauenheilk.
20:614 (1961).
Lebech, P. E. og Borgaard, B.: Klim-
akteriet, Internationelt Symposium,
Danmarks apoteksforening bls. 80
(1973).
Lindberg, B. I.: Sv. Lákartidn. 54:
3513 (1957).
Lippschutz: Steroid hormones and
tumours, Baltimore: Williams and
Wilkins Co. (1950).
Meema, H. E., Bunker, M. L. och
Meema, S.: Obstet. Gynec. 26:333
(1965).
Meema, H. E., and Meema, S.: Canad.
Med. Assoc. J. 99:248 (1968).
Neugarten, B. L. and Kraines, R. I.:
Psychosom. Med. 27:266 (1965).
Newton-John, H. F. and Morgan, D.
B. : Lancet 1:232 (1968).
Shelton, E. K.: J. Amer. Geriat. Soc.
2:627 (1954).
Stoeckel, W.: Lehrbuch der Gynáko-
logie. Leipzig 1952.
Tracy, R. E.: J. Chron. Dis. I 9:1245
(1966).
Twombly, G. H.: Proc. Soc. Exp. Biol.
Med. 44:617 (1940).
Wilson, R. A. and Wilson, T. A.: J.
Amer. Geriat. Soc. 20:521 (1972).
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 97