Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 74

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Page 74
Námskeið fyrir hjúkrunarkonur og Ijósmœður við heilsugœslustöðvar Nýafstaðið er 5 vikna námskeið á vegum heil- brigðisráðuneytisins fyrir hjúkrunarkonur og ljósmæður við heilsugæslustöðvar. Fór það fram í Nýja hjúkrunarskólanum. Daglegar kennslustundir voi'u 7 og laugar- dagar ætlaðir til lestrar og undirbúnings fyrir næstu viku. Námsferð var farin á sumardaginn fyrsta. Auk þess voru kynnisferðir skipulagðar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og slysa- og göngudeildir. Margir fróðlegir fyrirlestrar voru fluttir og vonast tímaritið til þess að fá brot af þeim til birtingar. Ánægja ríkti meðal þátttakenda og viljum við koma á framfæri þakklæti þeirra til hlut- aðeigandi aðila. □ Námskeið fyrir starfandi hjúkrunarkonur Fræðslumálanefnd HFl stóð fyrir 5 vikna námskeiði fyrir starfandi hjúkrunarkonur og hófst það 17. febrúar sl. í Hjúkrunarskóla ís- lands. Mörg fróðleg erindi voru flutt og höfðu þátttakendur mikið gagn af og þótti kærkomið tækifæri til að endurnýja og auka þekkingu sína. Tímarit HFl fór þess á leit við höfunda að fá að birta nokkur þeirra með tilliti til þess að miðla sem flestum hjúkrunarkonum af þeim fróðleik er þeir sem námskeiðið sóttu urðu að- njótandi. Viljum við hér með koma á framfæri þakk- læti til allra hlutaðeigandi frá þátttakendum. □ 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.