Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Qupperneq 36
bæði af opinberum aðilum og sjálf- boðaliðum, svo sem heimsendingu máltíða o. fl. Þessi nauðsyn á samræmingu og samstarfi hljómaði mjög kunnug- lega í mín eyru, þar sem Þór Hall- dórsson yfirlæknir lagði einmitt meg- ináherslu á þetta atriði í erindi, sem hann flutti á vegum Reykjavíkur- deildar R.K.I. í Domus Medica á s.l. vori, og sem skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum hér. 1. ÖLDRUNARDEILD (Geriatric department) Stobhill General Hospital Þetta er ein hinna mörgu deilda Stobhill General Hospital, sem er háskólaspítali, eins og áður sagöi. A deildinni eru rúmlega 60 rúm og er henni skipt í tvennt — kvenna- og karladeild. Líkt og tíðkast á mörgum enskum spítölum, sérstaklega þeim eldri, eru salarkynni mjög stór, þannig voru þarna rúmlega 30 rúm í hvorum sal. Oft er þörf á að hafa konur og karla í sama sal, og eru þá notuð tjöld sem milligerðir. Yfirleitt er þörf á fleiri rúmum fyrir konur en karla og er hlutfallið 2%:1. Enda þótt salarkynni væru þarna gamaldags á okkar mælikvarða, virt- ist búnaður deildarinnar nýtískuleg- ur og handhægur. Áberandi var hvað rúm voru hentug — hækkuð og lækk- uð að vild til viðbótar við hækkun og lækkun til höfða og fóta. Mikið var um hverskonar hjálpartæki, sem hafa að sögn reynst mikill léttir við hjúkrunina. Innlagnir Enda þótt beiðni um innlagnir komi frá heimilislæknum sjúkling- anna, er þó yfirleitt enginn sjúkling- ur lagður inn fyrr en læknar deildar- innar hafa sjálfir skoðað hann. Þetta er að sjálfsögðu aukið álag á lækna deildarinnar og krefst j afnframt fleiri 70 lækna en ella væri, ef þessar vitjanir væru ekki. Lœknaskipan er annars sú sama og tíðkast á öðrum deildum, þ. e. yfir- læknir, aðstoðarlæknar og kandidat- ar, auk ráðgefandi lækna frá öðrum deildum, eins og venja er á deilda- skiptum sjúkrahúsum. Hjúkrunarþörf Af viðtali við hjúkrunarfólk deild- arinnar mátti ráða, að hjúkrunar- þörf á öldrunardeild væri mikil. Æskilegt er talið, að hlutfallið milli hjúkrunarfólks og sjúklinga sé 1:1^4 (sj.). Þessu er þó hvergi fullnægt, enda hjúkrunarþörf á breskum spít- ölum almennt ekki fullnægt a. m. k. ekki um þessar mundir. Meirihluti hjúkrunarfólks á þess- ari deild voru sjúkraliðar. Eins og áður sagði er þessi deild kennsludeild, eins og aðrar deildir spítalans. Hjúkrunarnemar eyða hluta af námstíma sínum á deildinni og sama er um læknastúdenta. Kennslustundir læknastúdenta eru sambærilegar að fjölda við aðrar sérgreinar (svo sem augn-, eyrna-, nef- og hálslækningar o. s. frv.), eða um 20-30 fyrirlestrar að viðbættum klínískum stundum. Læknar í sér- námi í öldrunarfræðum eru að hluta á slíkri deild og sama er að segja um lækna í öðru sérnámi, svo sem lyf- lækningum. Naumast þarf að taka fram, að öldrunardeildin nýtur allrar sömu þjónustu frá stoðdeildum spítalans (Rtg, rannsóknarstofum o. s. frv.) eins og aðrar deildir spítalans. Þessu til viðbótar er sérstök rannsóknar- eða vísindadeild þar sem öldrunin sjálf er rannsökuð. Loks ber að geta þess, að öldrunardeildin er í sam- bandi við langlegudeild (continuing treatment beds), þegar ekkert annað en langlega bíður sjúklingsins vegna hrörnunar. Aðgangur að slíkri deild er ekki einasta nauðsynlegur, heldur alger forsenda þess, að öldrunardeild- in geti gegnt hlutverki sínu, þ. e. að vera rannsókna- og lækningadeild fyrir aldrað fólk. II. DAGSPÍTALI Victoria Geriatric Unit Þessi nýi og nýtískulegi dagspítali fyrir aldrað fólk tók til starfa í des. 1971, en byggingarframkvæmdir við hann hófust í sept. 1969. Hann ligg- ur á fögrum stað - á hæð — með góðu útsýni yfir Glasgow-borg og nágrenni. Han er skammt frá Victoria spítalan- um (Victoria Infirmary), sem er deildaskiptur spítali, og er raunar hluti þess spítala svo sem hvað stjórnun snertir. Á spítalanum eru 64 rúm. - Að frátöldum 4 einbýlis- stofum, eru 4 rúm í öllum öðrum sjúkrastofum. Stofurnar eru allar bæði bjartar og rúmgóðar, og allur búnaður virtist mjög fullkomin. 0- þarft er að minnast sérstaklega á matsali, dagstofur, móttöku, þar sem aðbúnaður allur er góður eins og við er að búast á nýjum spítala. Hins vegar er ástæða til að geta um sér- lega vel búnar þjónustudeildir, eins og sjúkraþjálfunardeild (physiothe- rapy), föndurdeild (occupational therapy), deild fyrir tannþjónustu, og þá ekki síst deild fyrir talæfingar (speech therapy). Athyglisvert fannst mér, að þarna var sérstakt eldhús, þar sem sjúklingum var leiðbeint um val á hollu mataræði og þeim bent á ýmis hjálpartæki, sem hentug væru við matargerð. Þarna var líka gengið úr skugga um, að hve miklu leyti sjúk- lingar væru færir um að matreiða fyrir sig sjálfir. Eins og nafn spítalans - dagspítali (day hospital) gefur vísbendingu um, er hér um að ræða spítala þar sem sjúklingarnir eru vistaðir daglangt. Þeir koma að morgni kl. 9-10 og dveljast til 4-5 síðdegis og njóta á þessum tíma þeirrar meðferðar, sem TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.