Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Qupperneq 12
Betra er seínt en aldrei
I. þing norrænna svæfingahjúkr-
unarfræðinga í Bergen, Noregi,
8.-11. júní 1977.
Það er mi ekki seinna vænna, en að
við ferðafélagarnir - Friðrikka Sig-
urðardóttir, Guðrún Margeirsdóttir
og Margrét Jóhannsdóttir - koinum
því í verk, að segja frá þeim frábæru
dögum, sem við eyddum saman hjá
frændum okkar, Norðmönnum, í
Bergen á liðnu ári. Annað væri synd
og skömm og hreint vanþakklæti við
þá einstæðu vinsemd sem okkur var
sýnd. Að þetta hefur dregist svo úr
hófi, er sennilega sú von okkar, að
nú komi senn andagiftin yfir ein-
hverja okkar - og svo fer það stund-
um, að einhver treystir og trúir um
of á annan, það sannast best á okk-
ur. - Fyrirgefið málæðið og komum
okkur að efninu.
Dagana 8.-11. júní 1977 var haldið
I. Þing norrænna svæfingahjúkrun-
arfræðinga í Bergen í Noregi. Að-
dragandi þess að við sóttum þetta
þing, var að Svæfingahjúkrunarfélagi
Islands barst bréf frá ALNSF „Anes-
tesisykepleiernes Landsgruppe av
Norsk sykepleierforbund“ í gegnum
Hjúkrunarfélag Islands, þar sem
okkur var boðið að vera með í sam-
starfi hinna norrænu félaga um fyr-
irhugað þinghald. Var ákveðið í okk-
ar félagi að svara þessu bréfi, sem
Margrét Jóhannsdóttir gerði, þar
sem hún gerði grein fyrir því, að
vegna fámennis okkar og fjarlægðar
hefðum við ekki fjárhagslegt bol-
magn til að taka þátt í þessu sam-
starfi að sinni, en værum aftur á
móti þakklátar ef við fengjum að vita
af fyrirhuguðu þingi, ef einhverjar
úr okkar hópi vildu á eigin kostnað
og hefðu aðstæður til, að taka þátt i
þinginu. Margrét hafði einnig gert
fyrirspurn á skrifstofu HFI um hvort
nokkrir styrkir væru til, til að styrkja
félaga til slíkrar ferðar, en svarið var
neikvætt, þó annað kæmi upp á síðar.
Þetta ættum við ef til vill að láta
liggja milli hluta, það er orðið svo
langt um liðið, en þeir sem vilja átta
sig betur, geta litið í I. og III. tölubl.
timarits Idjúkrunarfélags Islands
1977 og lesið um „Styrkveitingar“ og
auglýsingu „þingsins“, nóg um það.
„Svo lengi lærir sem lifir“.
Guðrún og Margrét lögðu land
undir fót þann 7. júní 1977 og voru
komnar síðla dags til Bergen. Eftir
að hafa bókað okkur inn á Fantoft
Sommerhotel, sem er stúdenlagarður
á veturna, og komið okkur fyrir á
notalegu herbergi, fengum við okk-
ur gönguferð um nágrennið, sem ei
er í frásögur færandi, en þegar við
komum inn aftur, biðu okkar gullfall-
egir blómvendir frá Bergendeildinni,
þar sem við vorum boðnar velkomn-
ar og óskað ánægjulegra daga. Getur
maður óskað sér nokkurs betra en
svona vinsemdar? Það sama endur-
tók sig þegar Friðrikka kom, en hún
kom að morgni 8. júní frá Rubbe-
10
HJUKRUN