Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 19
í lok maí og byrjun júnímánaðar þessa árs lagðist ég á sjúkrahús á stór-Reykj avíkursvæðinu. Aðgerðin sem ég gekkst undir var sú, að tekið var úr mér legið. Aðgerðin tókst mjög vel og öll líkamleg aðhlynning frábær. Maturinn var hollur og góð- ur og mjög skynsamlega skammtað- ur. Þær feitu léttust og þær mjóu héldu sínu skynsamlega holdafari. En nú kemur pillan! Mig undraði stórlega hversu lítið var hugsað um andlegan undirbúning sjúklingsins fyrir aðgerð. Margar þjáningasyst- ur mínar gengust undir sömu aðgerð og ég eða í svipuðum dúr. Fáfræði margra kvennanna um sinn eigin lik- ama var hreint átakanleg, og kvíð- inn með þeim andlegu þjáningum því samfara, var að flestra dómi það erfiðasta í sambandi við aðgerðina. Ég persónulega kveið mest fyrir svæfingunni. Ég óttaðist í laumi að ég yrði svæfð í hel!! Nú veit ég ekki hversu langt lækn- ar mega ganga í að uppfræða sjúk- Hagnýt notkun POMR Sýndi hann fram á hvernig nota mætti tölvu við söfnun og úrvinnslu gagna varðandi sjúklinginn og með því sparaðist mikil vinna, tími og fyr- irhöfn. Föstudagskvöld hélt Akureyr- arbær kvöldverðarboð fyrir ráð- stefnugesti að Hótel KEA. Sjónarmið linga sína. Eitt er þó víst, að koma mætti í veg fyrir margar „kerlinga- bækurnar“ að skaðlausu. Sumar kon- urnar höfðu haldið að þær fengu skegg, dimma rödd, grátköst og að allt kynlíf væri búið! Margar héldu að eggjastokkar, eggjaleiðarar, leg og leggöng væru óaðskiljanlegt líf- færi og flestar höfðu all hrenglaðar hugmyndir um hormónastarfsemi. Mergur málsins virðist nefnilega sá að lœknar og hjúkrunarjrœðingar eru jafn fájróðir um fáfrœði sjúlc- linganna og sjúklingarnir um frœði þeirra. Þar sem fólk hefur mjög mismun- andi menntun að baki og að líffræði er ekki beinlínis gælufag í skólakerf- inu, þá mætti jafnvel gefa út á vegum lækna og hjúkrunarfræðinga smá hækling um hinar „viðkvæmari“ að- gerðir kvenna og karla. — Margar konurnar höfðu ekki næga þekkingu til þess að spyrja að ýmsu er þeim lá á hjarta, margar þorðu það ekki af ótta við að gera sig að fíflum. Ég er sannfærð um að smávegis „andlegur“ undirbúningur kæmi í veg fyrir margar einkaskælur á sal- ernum og undir sæng, og mundi á- reiðanlega spara stofnunum róandi pillur í kílóavís. Varðandi hinar „viðkvæmari" að- gerðir karla, er ég með „einkapillu“ til kvensjúkdómalækna á öllu land- inu! Af hverju takið þið nú ekki höndum saman og kynnið hinu sterka (?) kyni ófrjósemisaðgerðir á körl- um? Konan er nógu lengi búin að taka á sig andlega og líkamlega áhættu og áhyggjur í sambandi við gelnaðar- verjur og ófrjósemisaðgerðir. Geta karlar aldrei neitt á sig lagt nema smokka? Ég vona að þessar „pillur“ mínar renni ljúflega niður og óska réttum aðilum góðs bata. Reykjavik, 4. júlí 1978. Elva Jóhannsdótlir. Laugardag 1. júlí hófst fundur kl. 10 og gerði Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknir á Egilsstöðum grein fyrir reynslu sinni af POMR, en í Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum hefur kerfið verið notað um skeið. Um hádegisbil var ráðstefnunni slit- ið og var það mál manna að skipu- lagning og framkvæmd hennar hefði verið með miklum ágætum og að- standendum hennar til sóma í einu og öllu. Eftir hádegi var farið í skoð- unarferð til Mývatns. Veðrið var kalt og drungalegt en engu að síður þótti hinum erlendu gestum ferðin ánægju- leg og margt merkilegt að sjá. Lauk svo þessari Akureyrarferð um kvöld- ið, er ráðstefnugestir flugu tilReykja- víkur og hurfu þaðan hver til síns heima. HJÚKRUN 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.