Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Side 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Side 22
Formannaráðstefna BSRB Formannakáðstefna BSRB var hald- in að Grettisgötu 81, íimmtudaginn 31. ágúst 1978. Formaður, Kristján Thorlacius, setti fundinn og skýrði frá dagskrá ráðstefnunnar, sem hoðað var til vegna ráðstafana í efnahags- og kjaramálum hjá nýrri ríkisstjórn. Nefnd á vegum stjórnar BSRB átti mánudaginn 28. ágúst viðræður við fulltrúa Jreirra stjórnmálaflokka, sem nú hafa myndað ríkisstjórn. Eftirfarandi atriði komu fram varðandi afstöðu stjórnmálaflokk- anna í efnahagsmálum: 1. Lögin um ráðstafanir í efnahags- málum frá í febr. s.l. verði felld úr gildi. Kjarasamningar verði teknir í gildi og verðbætur greidd- ar frá 1. sept. n.k. samkvæmt Jæirn, með Jjeirri undantekningu, að full- ar verðlagsbætur verði aðeins greiddar upp að tiltekinni launa- upphæð en síðan sama krónutala á laun þar fyrir ofan. 2. Kjarasamningar ])eir, sem nú eru í gildi, yrðu framlengdir til 1. des. 1979 með óbreyttu grunnkaupi án nokkurra áfangahækkana á tíma- bilinu. 3. Sérstök endurskoðun verði fram- kvæmd á visitölugrundvellinum, sem miði að því að áhrif verðlags- hækkana verði ekki jafnvíðtæk á öllum sviðum ]jjóðlífsins og verið hefur. 4. Tekið verði upp samstarf milli stjórnvalda og stéttaTÍélaga. Sér- stök undirnefnd ríkisstjórnar hafi ávallt samband við launþegasam- tökin varðandi Jjau mál, er sérstak- lega snerta hagsmuni félagsmanna. 5. Lögin um samningsrétt opinberra starfsmanna í BSRB verði endur- skoðuð og m. a. afnumin bæði lög- bundinn gildistími til tveggja ára og gerðardómar um sérkjarasamn- inga, auk þess sem verkfalls- og samningsréttur verði samræmdur Jjví, sem alme'nnt gerist hjá verka- lýðsfélögum. Samþykktir „Formannaráðstefna BSRB lýsir ábyrgð á hendur þeim sem hafa magnað verðhólgu í landinu með þeirri tilhögun á verðlagningu inn- fluttrar vöru, sem verðlagsstjóri hef- ur upplýst eftir rannsókn erlendis.“ Formannaráðstefna BSRB fagnar Jjví, að afnumin verði lögin um efna- hagsmál frá Jjví í fehrúar og maí 1978, sem mjög hafa skert umsamin kjör félagsmanna BSRB. Formanna- ráðstefnan vekur þó athygli á, að með Jjessu er ekki verið að setja samninga BSRB frá okt. 1977 að fullu í gildi, Jiar sem nú er gert ráð fyrir vísitöluþaki og er BSRB nú sem fyrr andvígt því. Bandalagið er reiðuhúið að taka þátt í endurskoðun á vísitölugrund- vellinum. Formannaráðstefnan fagnar yfir- lýsingum um aukið samstarf og sam- ráð stjórnvalda við launþegasamtök- in. BSRB metur Jjað mikils að breytt verði lögum um samningsrétt opin- berra starfsmanna innan BSRB á þann hátt sem um getur í 5. lið. Gengið verði frá þeim lagabreyting- um með samkomulagi við stjórn sam- takanna fyrir næstu áramót. Eftir lagabreytingu þar sem afnumið verði 2ja ára samningstímabil og kjara- nefnd, mun stjórn BSRB beita sér fyrir samningum við ríkisstjórnina um framlengingu á gildandi kjara- samningum opinberra starfsmanna í bandalaginu til 1. des. ’79 án áfanga- hækkana 1. apríl 1979. Formannaráðstefna BSRB vill fyr- ir sitl leyti stuðla að því, að ríkis- valdið geti náð þeim árangri að hamla gegn verðbólgu og afleiðing- um hennar. I Jjví sambandi leggur formannaráðstefnan sem fyrr áherslu á, að aðrir þættir í efnahagslífinu en laun eru meginorsök verðbólgunnar hér á landi.“ Að hálfu HFÍ sátu ráðstefnuna: Anna Stefánsdóttir, Ása St. Atla- dóttir og Sigurveig Sigurðardóttir, en alls voru Jjátttakendur um 60. 20 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.