Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Síða 34
Leguskálinn á Vífilsstöðum, siðar gekk skálinn undir najninu sólskýlið. Í skálanum dvöldust sjúklingarnir jafnan nokkra tíma á dag, og var fiar einnig komið fyrir rúmum. Frískt loft var stór liður í meðferð berklasjúklinga. ingu við Héraðshæli Austur-Húnvetninga. En reyndin varð sú að lítið sem ekkert kvað að aðsókn gamal- menna. Þetta hefur leitt til nokkurs glundroða í skrán- ingu sjúkrarúma stofnunarinnar, þegar ýmist eða ekki er leitast við að greina sundur raunveruleg sjúkrarúm og rúm ellivistmanna. Arið 1960 teljast sjúkrarúmin þannig 21, 1961 10, 1962 20 og 1963 aftur 21. í dag er sjúkrahúsið talið rúma 27 sjúklinga og í ráði er að bæta við 14^15 rúmum. Sjúkrahús Hjálprœðishersins í Hajnarjirði Reisl 1920. í því voru tvö tveggja manna herbergi ætluð sjúklingum. Annars var upphaflegur tilgangur með byggingu hússins að greiða fyrir sjómönnum og ferðamönnum gegn vægu gjaldi. 1927 teljast í húsinu 30 sjúkrarúm, en 1930 hættir Hjálpræðisherinn rekstr- inum. Eftir það leigði Hafnarfjarðarbær húsnæðið og rak þar elliheimili uns Sólvangur tók til starfa 1954. Þá keypti bærinn húsið og er það einkum nýtt til að leysa húsnæðisvandræði umkomulausra hæjarbúa. Sjúkrahús Norðjjarðar/Neskaupstaðar 1920 er getið um að 12 sjúklingar lágu í barna- skólahúsinu og var ástæðan óvenjumikil aðsókn er- lendra fiskiskipa. Þetta mun vera fyrsti vísirinn að sjúkrahúsi á staðnum .1920 er keypt hús til sjúkrahús- halds. Var það í fyrstu notað fyrir héraðslækninn, en 1926 var ákveðið að gera húsið svo úr garði að sjúkra- húsrekstur væri þar mögulegur. 1926 eru rúm skráð 4, 1927 6, 1929-30 10, en 1931 og síðan aftur 6. 1957 er lokið við smíði nýs húss og taldist það rúma 24 sjúklinga auk 11-12 vistmanna elliheimilis á efstu hæð hússins. Erfitt reyndist að halda sundurgreindum rekstri sjúkrahúss og elliheimilis í sömu stofnuninni og hefur hún því jafnan verið skráð sem sjúkrahús með 35 rúmum. Sjúkrahús Neskaupstaðar nefnist Fjórð- ungssjúkrahús Neskaupstaðar síðan 21. maí 1958. 1974 var hafin bygging viðbótar, sem reiknað er með að taki til starfa á næstu árum. St. Jósepsspítali í Hajnarjirði Reistur 1926. Sjúkrahúsið var í upphafi talið rúma 40 sjúklinga. Húsnæði var aukið með viðbyggingu ár- ið 1954 án þess að sjúkrarými ykist sem nokkru næmi. Tekin var í notkun viðbygging árið 1976 og jókst þá sjúkrarými og teljast þar nú 58-60 sjúkrarúm. Einnig 28 IIJÚKKUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.