Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Page 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Page 40
Mannleg samskípti Anna S. Indriðadóttir hjúkrunarfræðingur tók saman Yfirlit Samskipti fólks valda margs konar viðbrögðum í nútíma þjóðfélagi. Sér- hver einstaklingur verður oft fyrir jreirri reynslu að lenda í erfiðleikum í umgengni við annað fólk. Kynslóða- bilið, getuleysi jreirra ungu og eldri til eðlilegra samskipta er vinsæl af- sökun. Er þetta bil óbrúað í raun og veru eða er vandamálinu haldið við vegna áhugaleysis? Augljóst er að þörfin á árangurs- ríkum samskiptum manna á milli er mikilvæg. Hver og einn ætti því að íhuga hvað hann getur af mörkum lagt. Allt er breytingum háð. Unga fólkið er í sífelldri leit að sjálfu sér og tilgangi lífsins. Þeir eldri missa smám saman áhrif og stöðu, þar til þeim finnst þeir til einskis nýtir, vandamálin eru sibreytileg. Fólk álítur tjáskipli oft vera mjög auðveld og flestir séu færir um að túlka sig og skilja aðra, en því er ekki þannig farið. Tjáskipti eru í rauninni list eða hæfileiki, sem stöð- ugt Jjarf að þjálfa og þróa með sér. Talið er að maður eyði 70% af deg- inum i það að lesa, skrifa, tala og hlusta. Oft er þetta allt framkvæmt án mikillar umhugsunar og byggt á vana. Við getum fengið fólk til þess að staldra við, liorfa og hlusta, en við getum ekki þröngvað jjví til þess að ná boðskapnum eða skilja viðhorf okkar. Erfitt getur verið að viður- kenna að samskipti ganga ekki jafn- vel við alla eða alltaf. Það er því al- gjör nauðsyn að vera dómbær á sitl eigið framlag og annarra. Það krefst vilja til að skilja aðra og það sem getur valdið misskilningi í sam- skiptum. Nauðsynlegt er að þekkja sjálfan sig og viðurkenna takmörk sín til þess að maður geti vænst hins sama af öðrum. Skoðanaskipti eru gagnleg fyrir alla aðila hvort sem menn eru sammála eða ekki, því menn kynnast hver öðrum betur. Alltaf er viss á- hætta tekin með þvi að láta álit sitt í Ijós, en nauðsynlegur þáttur í þroska- ferli hvers og eins er að hregðast við mismunandi áhrifum. Einstaklingurirm og þjóðfélagið Otal kenningar eru til um hegðun mannsins og margar þeirra hafa stuðlað að betri skilningi á flóknum vandamálum hans. Viðbrögð einstak- lingsins við erfiðleikum fara eftir lifsskoðunum hans. Þau geta bæði eytt vandanum eða aukið hann. Sál- fræðingurinn A. H. Maslow hefur sett upp einfalt kerfi yfir þær þarfir mannsins sem eru öllum sameiginleg- ar. Þessu kerfi mætti likja við stiga. Mannleg samskipti gætu verið auð- veldari ef Jjessar þarfir eru hafðar í huga, en þær eru: Þarfa stiginn 1. Líffræðilegar þarfir. 2. Þörf fyrir öryggi. 3. Þörf fyrir að elska og vera elsk- aður. 4. Þörf fyrir viðurkenningu. 5. Þörfin fyrir lífsfyllingu. Liffræðilegar þarfir Allir menn hafa þörf fyrir fæðu, vökva, súrefni, líkamlega áreynslu, hvíld og kynferðislega fullnægingu. Þessar líffræðilegu þarfir eru frum- Jjarfir og mjög ríkjandi. Þær við- halda mannkyninu og eru lífsnauð- synlegar til þess að maðurinn geti nýtt hæfileika sína á öðrum sviðum mannlífsins. Á stundum er manneskja virk á efri Jsrepum stigans án þess að þörf- inni i neðri þrepum sé fullnægt. Samt sem áður er fólk venjulega virkast þegar þarfir þess eru uppfylltar að einhverju leyti. Við hjúkrun rekur þú þig oft á þetta, en með því að mæta hinurn líffræðilegu jjörfum hjálpar þú einstaklingnum til að vera í sem virkustu ástandi. (Kynferðis- legar þarfir eru einkamál, en vanda- mál á því sviði getur haft önnur i för með sér). 34 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.