Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 5
Viðtal við skurðhjúkrunarfræðiuga á Laudakoti Meginástæður fyrir skorti á hjúkr- unarfræðingum almennt, töldu þeir vera: Léleg laun og mikið vinnu- álag á deildum. Vaktavinnan er mjög krefjandi, ekki bara fyrir hjúkrunarfræðinginn, heldur einnig fyrir fjölskyldu hans og heimili. Aftur á móti töldu þeir að eftirfar- andi skipti sköpum, í skorti þeim er ríkir, á sérmenntuðum skurðhjúkr- unarfræðingum: 1) Skortur á hvatningu. Það er ekkert sem hvetur hinn al- menna hjúkrunarfræðing til að leggja í nám, þar sem ekki er alltaf vitað hvort það er í boði, né nokkuð vitað um fyrirkomu- lag þess. 2) Aukning launa að loknu námi er ekki umtalsverð. 3) Aukið atvinnuöryggi skapast í raun ekki, því eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er alltaf meiri en framboð. Vinna á sjúkrahúsum er byggð upp á samstarfi hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Hjúkrunarfræðingar taka fyllsta tillit til fyrirmæla lækna. Það er því Iágmarkskrafa að þeir taki Aðbúnaður staifsfólks. Skurðstofugangur Landakotsspítala. jafnframt tillit til þess, er við höfum til málanna að leggja, sögðu við- mælendur okkar. Þegar hjúkrunarnemi kemur á skurðstofu á nematíma sínum, þá skiptir það sköpum að andrúmsloft það er mætir honum, sé andrúms- loft góðs samstarfs og samvinnu, Skurðstofan gæti verið sá starfs- vettvangur er viðkomandi hefur Aðstaða svœfingardeildar. mestan áhuga á. Því miður er það alltof oft, að vera nemans á skurð- stofu er honum áfall og er það ekki alltaf framkoma læknanna sem fæl- ir þá frá heldur einnig framkoma okkar hjúkrunarfræðinganna. Eitt og annað spilar vafalaust þár inn í, en við megum aldrei gleyma því að einu sinni vorum við líka nemar. S.SK. Gömul trétrappa gegnir hlutverki skóhillu. 2 HJÚKRUN ' - 61. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.