Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 6
Viðtal við skurðhjúkrunarfræðmga á Landspítala Að mati hins starfandi hjúkrunar- fræðings er aðalástæðan fyrir hjúkr- unarfræðingaskortinum sú, að laun eru of lág, vinnuálag mikið og vinnuaðstaða léleg. Aftur á móti eru ástæðurnar fyrir skorti á skurðhjúkrunarfræðingum þær að: Nám er ekki í boði nema á fárra ára fresti. Þegar það er í boði þá er það illa skipulagt. Skortur er á hvatningu til náms. Breyting á stöðu hjúkrunarfræðings að loknu námi er það lítill, bæði launalega og stöðulega, að í því felst engin hvatning til frekara náms. Aukið atvinnuöryggi skapast í raun ekki, því eftirspurn eftir hjúkrunar- fræðingum er alltaf meiri en fram- boð. Hið eina raunhæfa til bóta á þess- um skorti er, að nám sé reglubund- ið fyrir hendi, til dæmis annað hvert ár, vel skipulagt og að endurskoðuð námsskrá liggi ætíð frammi. Námstími hjúkrunarnema á skurð- stofu er of stuttur til að tengsl geti myndast, aðeins 3 dagar. For- smekkurinn er ótti við framandi umhverfi, vinnuhætti og umgengn- isvenjur. Mynd sú er hjúkrunar- nemi hefur af skurðhjúkrunarfræð- ingi við starf, er mynd af handlang- ara. Möguleikarnir á því að skurð- hj úkrunarfræðingar framtíðarinnar komi úr röðum þessara nema eru sáralitlir. Enginn veit hvenær há- skólahjúkrunarfræðingar leggja leið sína til vinnu á skurðstofu, enda þekkja þær ekkert til vinnubragða þar! Mannekla á skurðstofu gerir það að verkum að æskileg tengsl, milli sjúklings á deild og þess hjúkrunar- fræðings er vera á við aðgerð hans, skapast ekki, hvorki fyrir né eftir Skurðhjúkrunarfrœðingur við störfsín. aðgerð. Það er mjög æskilegt að hægt verði að koma þessu á, en meðan mannfæð er, þá er þetta úti- lokað. Samstarf á skurðstofu er yfirleitt mjög gott, enda verður það að vera, við svo nána samvinnu. Er það mesta furða hve vel gengur, þrátt fyrir mikið vinnuálag og lélega vinnuaðstöðu, enda eru skurðstof- urnar komnar til ára sinna og gagn- gerra endurbóta á þeim þörf. Á.S., S.S. 4 HJÚKRUN > -2»4) - 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.