Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 9
í dag liafa hjúkrunarfræðingar 1 klst. í viku til eigin umráða. Hefur sá tími ýmist verið notaður til fræðslu eða til að sinna ákveðnum verkefnum, sem tilheyra hjúkrun- inni eða til þess að ræða sín á milli, um það sem er efst á baugi hverju sinni. Þegar sjúkraliðarnir voru ráðnir á skurðdeildina, sameinuðust hjúkr- unarfræðingarnir um að útbúa ákveðinn lista yfir verkþætti sem þeir fengu beina tilsögn í, skiptu nokkrir þessari tilsögn á milli sín; einnig fengur þeir tíma hjá sýkinga- varnahjúkrunarfræðingi Borgar- spítalans. Þetta er lágmarkstilsögn, en sjúkraliðar eru ekkert á skurð- deild í sínu námi. Mjög hefur vantað á skipulagða kennslu fyrir hjúkrunarfræðinga, sem ekki hafa sérnámið. Vonandi rætist úr því. Eins er mjög áríðandi, að sem fyrst verði skipulagt ákveð- ið ferli, sem allir nýráðnir hjúkrun- arfræðingar fara í gegn um á skurð- deildinni. — Er um að rœða eitthvert samstarf við skurðlækna hvað varðar skipu- lag hjúkrunarþjónustunnar á skurð- deildinni? Á síðasta ári var stofnuð „skurð- stofunefnd“. En sæti í henni eiga yfirlæknar hinna ýmsu sérgreina á skurðdeild en þeir eru 7. Deildar- stjórar skurðdeildar, svæfingadeild- ar og hjúkrunarframkvæmdastjóri. Þessi nefnd kernur saman einu sinni í mánuði og var stofnuð til þess að endurskoða skiptingu sérgreina á skurðstofur deildarinnar og að skipuleggja og endurskoða starfs- reglur skurðdeildarinnar í heild. Ég er mjög ánægð með þessa sam- vinnu. Mikil og fjölþætt starfsemi fer fram á skurðdeildinni. Svo það er mikilvægt að samstarf og starfs- reglur séu góðar og skýrar. Von- umst við til að þetta hafi jákvæð áhrif á starfsemina í heild þegar hægt verður að framfylgja því sem búið er að vinna að. Nefndin mun vinna áfram að uppbyggingu skurð- deildar og takast á við mál líðandi stundar. — Er nauðsynlegt að hafa hjúkrun- arfræðinga á skurðdeild að þínu mati eða væri hægt að komast af með tæknimenntaða stétt? Það er nauðsynlegt að hafa hjúkr- unarfræðinga á skurðdeild. Þeir bera ábyrgð á hjúkrun og „steriliteti". Þeir stjórna, leiðbeina og kenna hjúkrunarliðinu ásamt ýmsu öðru. Ég held líka að það sé hægt að nýta tæknimenntað fólk í ýmiskonar ákveðin störf á skurðdeild. Fólk sem uppfyllir ákveðnar kröfur og hefur fengið ákveðna kennslu. — Hvað finnst þér helst vera til ráða til þess að bæta úr skorti á hjúkrunarfræðingum á skurðdeild? Þrátt fyrir áhuga „skurðstofunefnd- ar“ um skipulagningu á aðgerðar- listum gengur illa að halda „pro- grammi dagsins" innan dagvinnu- tíma. Ég held að það sé ekki hægt að horfa framhjá því að vegna þess vinnuálags sem er á skurðdeild Borgarspítalans þarf mönnun hjúkrunarfræðinga að miðast við að unnið sé á vöktum. Til að byrja með hef ég mikinn áhuga á að koma á kvöldvakt þannig að alltaf séu tveir skurð- hjúkrunarfræðingar og 1 svæfinga- hjúkrunarfræðingur á kvöldvakt ásamt „vaktinni“. Með því er líklegra að fólk losni á réttum tíma eftir dagvinnu. Enn hefur þetta ekki tekist. Hægt er að ráða hjúkrunarfræðinga á fastar kvöldvaktir ef einhver hefur áhuga, en eins og ég sagði þá hefur það ekki tekist þrátt fyrir auglýsingar. Alltaf má eitthvað betrumbæta skipulag almennt sem gæti stuðlað að betri vinnustað, en til þess þarf helst að vera nokkuð rétt mönnun samfellt um tíma svo það sé fram- kvæmanlegt. Vinnuaðstaða og geymslupláss fyrir utan skurðstofurnar var orðið mjög aðþrengt og hindraði starfsemina. Unnið hefur verið að umbótum sem ekki eru endanlegar í dag. Bæta þær m. a. geymslu á „steril- um" Iager sem gerir það mögulegt að hafa t. d. meira af verkfærum pökkuðum, sótthreinsuðum og til- búnum til notkunar. Fyrirhugað er að pökkun og sótthreinsun á svo- kölluðu grænu skurðtaui verði flutt á Dauðhreinsunardeild Ríkisspítal- anna, Tunguhálsi, nú í febrúar ’85. Við það opnast möguleiki á aukinni þjónustu Sótthreinsunardeildar Borgarspítalans við skurðdeild. En það léttir á störfum hjúkrunarfræð- inga á skurðdeild og minnkar e. t. v. yfirvinnuna eitthvað. Umfang starfseminnar og fjöldi sér- greina valda því að á skurðdeildinni eru framkvæmdar margvíslegar að- gerðir. Þetta hefur aukist hin síðari ár. í dag er 1 deildarstjóri og 1 að- stoðardeildarstjóri eins og verið hefur alla tíð. Mér finnst álagið á deildarstjóra vegna fyrrnefndra atriða og alls þess sem honum er ætlað að sinna vera orðið allt of margþætt og þungt. Ofan á þetta bætist að deildarstjóri og aðstoðar- deildarstjóri taka vaktir og hlaupa í skarðið þegar vantar hjúkrunar- fræðinga á skurðstofur. Held ég því að það sé tímabært að dreifa ábyrgðinni og þá ákveðnum þáttum á fleiri hjúkrunarfræðinga. Æskilegt er að meiri fræðsla fari fram. Það gæti e. t. v. laðað að hjúkrunarfræðinga. Eins finnst mér að hj.nemar ættu að fá lengri tíma á skurðdeild í sínu námi heldur en er í dag. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði lagðar ákveðnar línur í sam- bandi við sérnám í skurðhjúkrun. Fram að þessu hefur það verið fremur óljóst. Nú í haust mun fara af stað í Nýja hjúkrunarskólanum sérnám í skurðhjúkrun ef næg þátttaka verð- ur. Ég er sannfærð um að við erum að vinna okkur upp úr þessum erfið- leikum í sambandi við skor á hjúkrunarfræðingum á skurðdeild. Ása HJÚKRUN >■'As - 61. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.