Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 27
unnt er að tileinka sér og fallast á eða hafna að vild. Miklu fremur er í siðfræði um að ræða ákveðnar meginkennisetningar — svo sem kærleiksreglu kristn- innar, reglu nytjastefnunnar um hámark hamingju fyrir sem flesta eða sjálfdæmisreglu vissra tilvistarspekinga- sem síðan má tengja við ýmsar afmarkaðri lífsreglur, án þess þó að um bindandi röktengsl sé að ræða milli frumreglu og annarra lífsreglna þannig að fallist menn á tiltekna frumreglu þá skipi hún mönnum nákvæmlega fyrir um það hvaða lífsreglu þeir eigi að fylgja við ákveðnar aðstæður. Hvað siðfræði er Eiginleg siðfræði er fyrst og fremst umfjöllun um siði manna, lífsreglur og breytni með hliðsjón af vissum meginsjónarmiðum, kennisetningum eða frumreglum sem ávallt kveða með einum eða öðrum hætti á um það sem hefur gildi eða verðmæti í sér fólgið fyrir manninn. Siðfræði er því rökræða um einstakar lífsreglur og kenningar um þau gildi sem liggja mannlífinu til grund- vallar. Tilefni hennar er að menn komast ekki hjá því að taka ákvarðanir um það hvernig þeir vilja haga lífi sínu, breyta við ákveðnar raunverulegar aðstæður; og markmið hennar er að komast að því hvaða viðmiðanir er réttast eða skynsamlegast að hafa þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Hún snýst því um vandamál daglegs lífs með það fyrir augum að menn verði betur í stakk búnir til að ráða ráðum sínum og haga sér á þann veg sem þeim er til góðs. Siðfræði og uppeldi Þar með er ekki sagt að siðfræði geti leyst allan sið- ferðilegan vanda. í rauninni hefur mannfólkið komist bærilega af án nokkurrar skipulegrar siðfræðiiðkunar og það er heldur engin trygging fyrir „góðu siðferði" að fólk hafi lagt stund á siðfræði. Allir menn eru settir í þær aðstæður að verða að breyta siðferðilega — vel eða illa. Við sjáum þetta skýrast í uppeldinu. Við gerum kröfur til barna okkar að þau hagi sér eins og „siðaðar verur" löngu áður en þau eru komin til vits og ára. Að sjálfsögðu dæmum við óvita ekki með sama hætti og unglinga eða fullorðna, en uppeldið er þó einmitt fólg- ið í því að siða óvitana, kenna þeim að haga sér eins og siðuðu fólki sæmir, og þetta getum við ekki gert nema með því að setja barnið í þær aðstæður að það eigi að haga sér „siðlega", þó svo að við vitum mæta vel að barnið hefur ekki hugmynd um hvers ætlast er til af því: Með einum eða öðrum hætti neyðum við það blátt áfram til þess að „skilja" það - og uppeldi okkar lýkur gjarnan þegar börnin sleppa undan valdi okkar, þ. e. þegar við sjálf skiljum að við ráðum ekki lengur neitt við blessað barnið eða unglinginn sem fer sínu fram og mun fara sínu fram hvað sem raular og tautar. Efasemdir um kennslu í siðfræði En er þá nokkur þörf fyrir skipulega fræðslu um sið- fræði? Er ekki brjóstvitið haldbest í þessum efnum? Og hvaða tilgangi þjónar að setja saman siðfræðikver handa unglingum eða börnum ef raunin er sú að ekki eru til auðrekjanleg og auðlærð siðfræðikerfi — fyrir nú utan það að börnum og unglingum er tamara að hugsa um flest annað en siðfræði, nema þá í mótmælaskyni við boð og bönn foreldra og reglur skólanna? Og enn má halda áfram að andmæla og spyrja: Jafnvel þó að tiltæk væru góð og gild siðfræðikerfi sem væri í sjálfu sér æskilegt að innprenta krökkum, er ekki slíkt fyrir- tæki gersamlega vonlaust af þeirri einföldu ástæðu að börnin hafa ekki þroska til að taka á móti slíku náms- efni? Þessi andmæli, sem hér eru borin fram í formi spurn- inga, eru ekki aðeins réttmæt, heldur beinlínis nauð- synleg við upphaf kennslu í siðfræði. Réttmæti þessara andmæla er ekki fólgið í því að þau svari sér sjálf, heldur hinu að þau nefna vandann sem við er að etja: Siðfræði verður ekki kennd með sama hætti og flest önnur fög í grunnskóla eða framhaldsskóla. Með öðr- um orðum: í siðfræði liggur ekkert það námsefni á borðinu sem unnt er að kenna eins og stafsetningu, Iandafræði eða sögu. Ástæðurnar til þessa eru ekki ein- göngu sögulegar. Vissulega hefði mátt semja kennslu- bók í siðfræði fyrir áratugum og nota í íslenska skóla- kerfinu. þar sem finna mætti ýmiss konar fróðleik um siðfræðikenningar, siðareglur og boðskap. Og slíkt rit mætti að sjálfsögðu semja nú á dögum. En eiginlegt siðfræðirit getur ekki verið fólgið í því einu að miðla fróðleik; þaðan af síður má ætla slíku riti að setja fram á einu bretti allar góðar siða- eða lífsreglur. Eiginleg siðfræði er rökræða um siðferði. Aðall hennar er því ekki sá að koma með tilbúnar lausnir á vandamálun- um, að boða hinar einu „réttu og sönnu" lífsreglur, ekki að kenna mönnum „réttar skoðanir" - heldur að takast á við vandann og komast að rökstuddri niður- stöðu, vonandi réttri. Þó að menn kunni aragrúa af „góðum lífsreglum" og hafi „réttar skoðanir" í sið- ferðilegum efnum, þá stoðar slíkt oft harla lítið þegar á hólminn er komið; hinar réttu skoðanir og góðu lífs- reglur geta farið fyrir lítið gagnvart öðrum lífsreglum og öðrum réttum skoðunum ef menn geta ekki gert sér grein fyrir því hvers vegna þeir hafa þessa lífsreglu fremur en einhverja aðra og þessa skoðun fremur en hina. Fastheldnin ein á „forna siði" dugar skammt í heimi þar sem ólíkustu skoðanir og lífsreglur mætast. Og sama gildir um það frjálslyndi sem breiðir yfir ágreining og hrærir ólíkustu skoðunum og reglum í eina bendu. HJÚKRUN >■'As - 61. árgangur 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.