Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 29
Endurmenntunarnámskeið Landspítalinn ráðgerir að halda endurmenntunar- námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga í september nk. Námskeiðið verður tvíþætt. Fyrstu tvær vikurnar verður bókleg kennsla og sýnikennsla, þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í hjúkrunarfræði. Síð- ari tvær vikurnar verður verkleg þjálfun á deildum spítalans. Helstu námsþættir: heilbrigði, sjúkdómar, hjúkrunar- ferlið, streita, aðlögun, sársauki, sýkingar, vökva- og blóðgjafir, lyfjagjafir, sársmeðferð, hjarta- og öndun- arstopp o. fl. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands 2. septem- ber 1985. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla ís- lands fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírteinum og heil- brigðisvottorði. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á mánu- dögum frá kl. 9°°-1600og fimmtudögum kl. IS^-lö00. Reykjavík, 15. febrúar 1985. Skólastjóri. Námsstyrkur 3-M Nursing Fellowship Hér með er auglýstur til umsóknar „3-M Nursing Fellowship", námsstyrkur, er alþjóðasamtök hjúkr- unarfræðinga, ICN, úthluta árlega, en styrkirnir eru veittir af fyrirtækinu Minnesota Mining and Manu- facturing Company, Bandaríkjunum. Bandaríska fyrirtækið Minnesota Mining and Manu- facturing Company hefur frá árinu 1969 veitt árlega tvo 6000 dollara styrki til hjúkrunarfræðinga til fram- haldsmenntunar, en ICN úthlutar styrkjunum. Frá árinu 1982 eru styrkirnir þrír og upphæð hvers styrks 7.500 dollarar. Hvert aðildarfélag ICN hefur rétt til að senda eina umsókn. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu HFÍ. Umsóknir berist stjórn HFÍ fyrir 15. ágúst 1985. Engin umsókn fór frá okkur árið 1984, en þeir ís- lenskir hjúkrunarfræðingar sem sótt hafa um styrkinn hafa fengið 200 dollara viðurkenningu, sem allar hæfar umsóknir fá. Enginn íslenskur hjúkrunarfræð- ingur hefur enn hlotið styrkinn. Félagsmálanámskeið fyrir hjúkrunarfræðinga Félagsmálanámskeið á vegum Reykjavíkurdeildar HFÍ var haldið 28. og 30. maí og 4. og 6. júní sl. Annað námskeið verður svo haldið síðar ef næg þátt- taka fæst. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstofu HFÍ, þar verða einnig veittar nánari upplýsingar. Þetta er þitt tækifæri til að leggja grunn að meira og betra félagsstarfi. Stjórn Reykjavíkurdeildar HFÍ Ráðstefna í gjörgæsluhjúkrun Deild gjörgæsluhjúkrunarfræðinga vill vekja athygli á alþjóðlegri ráðstefnu í gjörgæsluhjúkrun, sem haldin verður í Haag í ágúst 1986. Þetta er önnur slík ráðstefna, sem haldin er; sú fyrsta var í Lundúnum árið 1982 og sóttu hana átta íslensk- ir hjúkrunarfræðingar. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í blaðinu síðar á þessu ári. Fulltrúafundur SSN á fslandi SSN Næstkomnandi haust, dagana 10., 11. og 12. september verður haldinn hér á landi fulltrúafund- ur Samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN), en slíkir fundir eru haldnir einu sinni á ári, til skiptis á Norðurlöndunum. Umræðuþemafund- arins verður: Menntun hjúkrunarfræðinga, staða og ábyrgð með tilliti til þróunar heilbrigðismála á Norðurlöndum. Kröfur varðandi menntun hjúkrun- arfræðinga eru nokkuð misjafnar í löndunum. Fyrir fundi þessa er ákveðnum aðila falið að ann- ast undirbúning þess efnis sem lagt er til grund- vallar umræðunum. Að þessu sinni er það dansk- ur hjúkrunarfræðingur sem annast efnisöflun og hlaut hún til þess styrk SSN, kr. 10.000 - norskar, sem úthlutað er árlega. Fundinn sækja um 100 manns. Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN) var stofnuð árið 1920. Félagsmenn eru samtals um 200.000 hjúkrunarfræðingar. Innan samtak- anna á sér stað víðtækt samstarf um málefni hjúkrunarfræðinga. Stjórn samtakanna skipa formenn norrænu hjúkr- unarfélaganna.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.