Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Side 40
nú svo að við föllumst ekki á hina trúarlegu forsendu fyrir helgi lífsins, sem sé að Guð einn hafi vald yfir lífinu sem hann hafi gefið. Leiðir þá augljóslega af því að við höfnum alfarið „helgi lífsins“? Hljótum við að hafna helgi lífsins ef við trúum ekki á Guð eða þann sem sagðist vera sonur hans og frelsari okkar? Slík ályktun er engan veginn augljós: Við getum talið mannslíf heilagt af öðrum ástæðum en þeirri einni að Guð hafi skapað það, t. a. m. af þeirri ástæðu að það hafi ómælanlegt gildi í sjálfu sér og því beri að vernda það með öllum tiltækum ráðum fyrir saurgun, hvaða nafni sem hún nefnist. En nefnum ein svolítið ítarlegri rök. Við erum ekki höfundar lífsins, heldur er okkur gefið það með ein- hverjum hætti. Hver sá maður sem viðurkennir þetta — og þessu virðist mjög erfitt að neita — viðurkennir um leið að hann er ábyrgur fyrir lífinu og kemst ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvernig hann vill fara með það. En hvað er það sem gerir hann ábyrgan? Það er vitund hans sjálfs um lífið sem hann er skuldbundinn. Þessi skuldbinding við lífið gerir lífið heilagt. Gangi maður á þessa skuldbindingu gagnvart öðrum glatar hann rétti til að lifa meðal annarra manna; og gangi maður á hana gagnvart sjálfum sér glatar hann sjálfum sér. Þessum rökum fyrir helgi lífsins geta bæði trúaðir sem vantrúaðir fallist á eða andmælt - án þess að skírskota til opinberaðra trúaratriða eða trúarsannfæringar. Og slíkt er afar mikilvægt í siðfræði. Ef trú manns segir honum að eitthvað sé rétt, þá er það ekki rétt vegna þess að hann trúir því, heldur vegna þess að það sem maður trúir er traust viðmiðun, þegar hugað er að réttu og röngu. En til þess að ganga megi úr skugga um að svo sé má þessi viðmiðun ekki vera einkamál mitt eða svo bundin trú minni að um hana megi ekki ræða án þess að deilan snúist um trúarsannfæringu þar sem menn skiptast á yfirlýsingum án þess að nálgast kjarna málsins. IV, Tengsl frelsis og skyldu Af því sem nú hefur verið rakið um kristilega siðfræði ætti að vera ljóst að til hennar verða ekki sótt nein bein rök fyrir íhaldssemi eða frjálslyndi. Sé með kristilegri siðfræði átt við siðfræði sem tekur mið af boðskap Krists, þá sjá menn auðveldlega af hverju svo er ekki. Tvíþætta kærleiksboðorðið (Matt. 22:37) sem er kjarn- inn í siðaboðskap Krists verður ekki dregið í dilka íhaldssemi og frjálslyndis; það fellur ekki að þeim hug- takaramma sem við notum til að greina og flokka sið- ferðisskoðanir manna. Hvort sem menn hallast að íhaldssemi eða frjálslyndi geta þeir tekið mið af þessu meginboðorði Krists og reynt að móta lífsafstöðu sína og breytni í anda þess. Andmœli Hér skulum við huga að einum andmælum við mál- flutning okkar. Meginboðorð Krists — kærleiksboðorð- ið tvíþætta - leggur mönnum skvldur á herðar: þá skyldu að elska Guð af öllu hjarta og elska náungapn eins og sjálfan sig. Þetta skylduboð takmarkar frjáls- ræði okkar. Og það virðist því fyllilega réttmætt að segja að boðskapur Krists sé íhaldsboðskapur. Þessi andmæli virðast sterk við fyrstu sýn vegna þess hve einföld eða óbrotin þau eru: Boðorðið segir „þú skalt...“ og leggur mönnum þar með óumdeilanlega skyldur á herðar. Skylduboðið takmarkar frelsi okkar. Og niðurstaðan virðist augljós. - En í hvaða skilningi takmarkar skylduboðið frelsi okkar? Ef átt er við að það ákveði fyrir okkur hvað við eigum að gera, þá er vissulega rétt að boðskapur Krists er íhaldssemin upp- máluð. Þá væri okkur frjálst annaðhvort að fylgja boð- inu í algjörri hlýðni eða að brjóta það og neita að fylgja þeim vegi sem Guð hefur ætlað okkur. Ef við vildum vera frjáls væri valkosturinn raunar aðeins einn, sá að neita að hlýða boðinu - því að fylgjum við boðinu um- yrðalaust þá er ljóst að við eigum þess aldrei kost að reyna eigið frelsi. Við hlytum þá að neita boði Guðs - og syndga. Ef skylduboðið takmarkar okkur í þessum skilningi verður frelsið fólgið í því að geta sagt nei. Greinarmunur íhaldssemi og frjálslyndis væri reistur á því að skylda og frelsi væru öndverð í þeim skilningi að þau útiloki hvort annað: Fylgi maður skylduboðinu hafnar maður frels- inu og öfugt. En þessi skilningur á frelsi og skyldu er mjög villandi, ef ekki beinlínis rangur. Villan er sú að líkja boðinu, sem skyldar okkur, við lögmál í náttúrunni sem hreyf- ingar hlutanna lúta, og þar með skyldunni við náttúru- afl: Frelsi er þá skilið sem það að lúta engum reglum og hafa engar skyldur. Þessi skilningur brýtur í bága við reynslu manna og skynsemi. Mannlegt frelsi er ekki fólgið í því að geta gert það sem manni sýnist óháð öllum reglum og skyldum, heldur hinu að geta fylgt þeim reglum sem manni sýnist eða brotið þær, viður- kennt þessa skyldu eða hafnað henni. Mönnum er beinlínis ókleift „að gera það sem þeim sýnist“ án tillits til allrar reglu eða skyldu. Það að geta sagt nei, að geta risið gegn öllum boðum og bönnum, er forsenda þess að geta sagt já og tekið á sig skyldur og ábyrgð. Þetta atriði varpar Ijósi á mikilvægi uppreisnar barna og unglinga gegn boðum foreldra: Til þess að öðlast svigrúm til að fallast á skyldur sínar verða börnin að geta risið gegn boðum og bönnum foreldra eða annarra forráðamanna. Þetta neitunarvald er ekki frelsið sjálft, heldur forsenda þess. - Stundum hefur neitunarvald frelsisins verið lagt að jöfnu við það að syndga; en slíkt 34 HJÚKRUN ' 2/ii-ól árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.