Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 46
þjóðerni sjúklingsins og Medic Alert númer hans. B. Árlega eru gerð eða endurnýjuð nafnspjöld með fullkomnari upplýsingum en komast fyrir á málmplötunni, t. d. um aðra sjúkdóma, sem máli skipta, lyfjameðferð, nafn og síma- númer þess læknis, sem með- höndlar sjúklinginn. C. Starfrækt er vaktstöð allan sól- arhringinn, þar sem nauðsyn- legar upplýsingar eru geymdar um sjúklinginn, svo sem heilsu- far hans, lyfjameðferð, nafn og símanúmer ættingja og lækn- is. Læknir vaktstöðvarinnar er ætíð reiðubúinn að veita þær upplýsingar, sem þörf er á, ef slys eða skyndileg veikindi ber að höndum, t. d. á ferðalög- um erlendis. í spjaldskrá vaktstöðvarinnar eru menn skráðir undir Medic Alert númeri sínu. Því er aðeins hægt að veita upplýsingar gegn framvísun þessa númers. Petta hindrar að óviðkomandi aðilar eigi aðgang að upplýsingum vaktstöðvarinnar. Kostnaður vegna hringinga í vaktstöðina verður greiddur af Medic Alert. Medic Alert á íslandi Hugmyndina að stofnun Medic Alert á íslandi átti Björn Guð- mundsson í Lionsklúbbi Kópavogs. Hann hreyfði þessari hugmynd á fundi í klúbbnum 11. febrúar 1981, en það ár var hann fulltrúi Norður- landanna í alþjóðastjórn Lions. Undirbúningur að stofnun Medic Alert hér á landi tók því fjögur ár. Alþjóðahreyfing Medic Alert veitir hverri deild fyrir sig starfsleyfi. Uppbygging deildanna er ákaflega mismunandi eftir löndum, en allar þurfa þær að uppfylla ströng skil- yrði um traustan félagslegan og fjárhagslegan bakhjarl, sem á að tryggja starfsemina um ókomin ár. Hér á landi ber Lions-hreyfingin stærsta ábyrgð á Medic Alert, en öll félög sem gerast aðilar að Medic Alert munu bera ábyrgð á rekstri þess í hlutfalli við þau stofnframlög sem greidd eru. Stofnendur Medic Alert kjósa hver um sig einn full- trúa í fulltrúaráð og einn til vara. Fulltrúaráðið kýs síðan tvo menn í stjórn og tvo varamenn, en Lions- hreyfingin skipar þrjá menn í stjórnina. Mun stjórnin sjá um dag- legan rekstur stofnunarinnar, en allar fjárhagslegar skuldbindingar og aðrar meiriháttar ákvarðanir eru háðar samþykki fulltrúaráðsins. Starfsemi Medic Alert hér á landi verður með þeim hætti að umsókn- areyðublöðum verður dreift á sjúkrahús, læknamóttökur, apótek og til sjúklingafélaga. Einnig munu allir Lions-klúbbar landsins fá þessi umsóknareyðublöð. Þeir sem hafa áhuga á að njóta verndar Medic Alert fylla út persónuupplýsingar eyðublaðsins en láta lækni sinn fylla út þann hluta, sem fjallar um sjúk- dóminn og meðferð hans. Ekki er það skilyrði að um sjúkdóm sé að ræða. Þannig má hugsa sér, að þeir sem bera snertilinsur vilji vekja á því athygli með Medic Alert merki, því veröi þeir fyrir slysi og missi meðvitund geta augun skaðast séu snertilinsurnar ekki fjarlægðar. Einnig má hugsa sér að menn vilji bera Medic Alert merkið eingöngu til þess að þeir séu auðkenndir, ef eitthvað skyldi koma fyrir þá. Skrifstofa Medic Alert er í Lions- heimilinu Sigtúni 9, Reykjavík. Á skrifstofunni eru málmplöturnar útbúnar og Medic Alert skírteinin útfyllt. Vaktstöðin verður á Slysa- varðstofu Borgarspítalans. Á hverju ári verður Medic Alert skírteinið endurnýjað og þess gætt að endurnýja upplýsingarnar á vaktstöðinni, ef þess gerist þörf. Á þennan hátt á að tryggja að upplýs- ingarnar á vaktstöðinni séu alltaf réttar og komi að fullum notum. Erfitt er að gera sér nákvæma grein fyrir því, hversu mikið þátttaka hvers einstaklings muni kosta. í Bandaríkjunum er notkunartími hvers merkis að meðaltali þrjátíu og fjögur ár, en það þarf að endur- nýja Medic Alert skírteinin eins lengi og merkin eru í notkun. Ákveðið er að merkishafarnir sjálf- ir greiði kostnaðarverð fyrir þátt- töku í Medic Alert. Er gjaldið mið- að við Bandaríkjadali og ákveðið að það verði sem svarar 15 dölum fyrsta árið. Upplýsinga- og auglýs- ingakostnaður verður greiddur af frjálsum framlögum. Á vegum Medic Alert mun starfa sérstök ráðgjafarnefnd. Hennar verkefni verður fyrst og fremst að koma upplýsingum um Medic Alert til þeirra starfsstétta sem best þurfa að þekkja til þess, t. d. heilbrigðis- stétta, lögreglu, slökkviliðsmanna o. fl. Nokkur umræða hefur orðið um nafnið Medic Alert. Að vonum hljómar það illa í eyrum margra að heyra erlent nafn með ókunna merkingu. Þeir sem undirbjuggu stofnun Medic Alert hér á landi ræddu þetta oft sín á milli. Niður- staðan varð þó sú, að mikilvægara væri að nafnið Medic Alert festist mönnum vel í minni heldur en að finna því góða þýðingu á íslensku. Reynslan frá öðrum þjóðum hefur sýnt, að Medic Alert merkið eitt sér hefur gefið sjúklingum aukna öryggiskennd. Það hefur mikla þýðingu að merkið sé vel þekkt í þeim löndum, sem íslendingar ferðast mest til. Á umsóknareyðu- blaðinu eru talin upp þau lönd þar sem Medic Alert er nú starfandi. Island er fyrst Norðurlandanna til þess að stofna Medic Alert samtök. Islenskir Lions-menn hafa beitt sér fyrir því við Lions-menn á hinum Norðurlöndunum, að Medic Alert stofnunum verði einnig komið á fót þar. Þetta mun að sjálfsögðu hafa mikla þýðingu fyrir íslendinga vegna þess hversu mikið þeir ferð- ast til þessara landa. □ 40 HJÚKRUN '■- 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.