Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 52

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 52
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Frá vinstri: Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HFÍ; Jón Karlsson, þáverandi formaður Reykjavíkurdeildar HFÍ; Björg Einarsdóttir, formaður kjaramálanefndar. Séð yfir fundarsalinn sem var þétt setinn trúnaðarmönnum félagsins. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Námskeið fyrir trúnaðarmenn Dagana 27. og 28. febrúar 1985 tfar haldið námskeið fyrir trúnaðar- menn HFI á stofnunum. Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður félagsins, setti námskeiðið og ræddi um uppbyggingu, virkni og starfsemi HFÍ. Margrét Thoroddsen, deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeilda Tryggingastofnunar ríkisins, kynnti þau réttindi sem almannatryggingar veita landsmönnum, en reglan er sú að sækja þarf um allar þær bætur sem almannatryggingar veita. Gestur Friðjónsson, frá Vinnueftir- liti ríkisins, kynnti heilbrigðis- og öryggisstarfsemi innan stofnana. Kristín Pálsdóttir og Lilja Óskars- dóttir hjúkrunarkennarar ræddu um streitu, streituvaldandi þætti og stjórnun á þeim og sýndu og kenndu aðferðir til að verjast streitu. Seinni dag námskeiðsins var farið ítarlega í aðalkjarasamning BSRB af Birni Arnórssyni, hagfræðingi BSRB. Sérkjarasamningar voru kynntir af Ólöfu Björgu Einars- dóttur, formanni kjararáðs HFÍ. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna og almenn lífeyrisréttindi voru kynnt af Einari ísfeld og Hauki Hafsteins- syni frá Tryggingastofnun ríkisins. 46 HJÚKRUN ' -Mj-61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.