Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 55

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 55
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Séð yfir fundarsalinn. Tv. Jóna Valg. Höskuldsdóttir hjúkrunarfrœðingur. Fyrir aftan hana situr Inge Kemp Genefke yfirlœknir. Lengst til hcegri er eiginmaður Inge, Peter Kemp, lektor í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Hvers vegna er fólk pyntað? Heimspekideild Háskóla íslands gekst fyrir fyrirlestrahaldi um pynt- ingar, föstudaginn langa og laugar- daginn fyrir páska sl. Gestafyrirles- ari var Inge Kemp Genefke yfir- læknir „Rehabiliteringscenter for torturofre“, en hjálparstöð þessi er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Markmið stöðvarinnar er að hjálpa og endurhæfa fólk sem hefur verið veitt pyntingum, víðsvegar að úr heiminum, og leitast við að gera þessa einstaklinga og fjölskyldur Inge Kemp Genefke, yfirlœknir. þeirra færa um að lifa nokkum veg- inn eðlilegu lífi. Við spurðum Inge Kemp Genefke hver tilgangurinn væri með slíkum pyntingum? „Mikil brögð em af því að fólk sé pyntað í pólitískum tilgangi. Ekki er ætlunin að safna upplýsingum, heldur að brjóta niður sterka per- sónuleika, sem oft em í fararbroddi, þora að láta skoðanir sínar í ljós og berjast fyrir þeim. Það kemur mun betur út fyrir ráða- menn að framkvæma slíkt niðurbrot en taka viðkomandi af lífi. Því við aftöku rísa oft upp samtök fylgis- manna fómarlambsins. Þama er komið í veg fyrir það. Slíkt niður- brot kemur einnig niður á allri fjöl- skyldu einstaklingsins, svo höggið er stórt“ sagði taugasérfræðingurinn Inge Kemp að lokum. Hjónin hafa sjálf lagt fram stórfé til endurhæfingarstöðvarinnar. Nánar verður skýrt frá starfseminni í næsta blaði. Það var Páll Skúlason, lektor, við heimspekideild Háskóla íslands sem stjómaði þessum fræðsludög- um. . Ingibjörg Árnadóttir. SOS Talisman-nisti SOS-nistið inniheldur alþjóðlegan upplýsingastrimil með áprentuðum skýringum á sex tungumálum. Inn á hann skal færa allar helstu persónu- upplýsingar, ennfremur upplýsingar um blóðflokk og hugsanlega sjúk- dóma, lyfjanotkun og lyfjaofnæmi. Þessar upplýsingar geta komið að ómetanlegu gagni til hjálpar við slys og sjúkdóma - ætíð þegar krafist er skjótra og réttra viðbragða og hinn slasaði getur ekki tjáð sig. Landssamband Hjálparsveitar skáta sér um innflutning og dreifingu SOS-nista á íslandi með samþykki landlæknis, sem lýst hefur ánægju sinni með þetta framtak. LHS vill beina þeim tilmælum til hjúkrunarfræðinga að þeir leiti eftir SOS Talisman-nisti á úlnlið og hálsi, þegar komið er með bráðsjúka og slasaða til meðferðar og aðgæti hvort nistið gefi upplýsingar sem að gagni megi koma við meðhöndlun viðkomandi sjúklings. Hvert SOS-nisti ber númer, sem einnig á að vera ritað á upplýsinga- strimilinn. Þótt hann sé fjarlægður við komu sjúklings til meðferðar á ekki að koma til ruglings, þótt fleiri handhafar SOS-nista séu til með- ferðar samtímis. Sé frekari upplýsinga þörf, erúm við reiðubúin að veita þær. Gunnar H. Ingimundarson. HJÚKRUN 1 - 61. árgangur 49

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.