Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 5
VELKOMIN DR. AUÐNA! Auðna Ágústsdóttir varði doktorsritgerð sína við University of Alabama í Birmingham í Bandaríkjunum 11. apríl 1995 sl. Doktorsnafnbót Auðnu heitir Doctor of Science in Nursing (DSN) og leiðbeinandi hennar var dr. Judith Holcombe. Auðna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlfð 1976, B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1983 og MSN prófí frá University of Alabama í Birmingham i 1990. Ritgerð Auðnu fjallar um upplifun krabbameinssjúklinga af því að nota óhefðbundnar aðferðir við meðferð (The lived experience of cancer patients using unconventional therapy). Auðna naut þess heiðurs að fá rannsóknarstyrk frá háskólanum (graduate medical fellowship) á námstfmanum. Þá starfaði hún með prófessorum skólans að viðamiklu verkefni um rannsóknir á hjúkrun krabbameinssjúklinga (meta analysis and integrated review). Auðna er nú annars vegar verkefnastjóri við rannsóknir á Borgarspítalanum og hins vegar lektor við námsbraut í hjúkmnarfræði við Háskóla íslands. Að vera málsvari Á undanförnum árum hafa þrívegis verið lagðar fram tillögur á Alþingi íslendinga um að setja á stofn embœtti sérstakra trúnaðarmanna/umboðsmanna sjúklinga sem hefðu það að meginhlutverki að vera talsmenn sjúklinga og gœta hagsmuna þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Sh'kar tillögur koma ekki fram að ástœðulausu og benda því til þess að í einhverjum tilvikum hafi heilbrigðisstarfsfólk ekki sinnt skyldum sínum nœgilega vel. Um daginn rœddi ég við mann sem hafði legið inni á sjúkrahúsi í nokkrar vikur, þar sem hann gekk í gegnum hœttulegar og erfiðar aðgerðir. Honumfannst sjúkrahúsdvölin vera erfiðasta tímabil œvi sinnar. Hann reyndi meiri líkamlega og andlega vanlíðan en nokkru sinni áður og þuifii á miklum stuðningi að halda. Það sem gerði honum m.a. erfitt fyrir var að hann fann ekki festu í tengslum sínum við þá sem hjúkruðu honum. Hann hafði mikla þörf fyrir að geta leitað til eins aðila, að haris mati hjúkrunarfrœðings, sem hann gœti treyst, hefði yfirsýn yfir meðferð hans og gœti leiðbeint honum á meðan á sjúkrahúsvist stóð. Hann hafði þörffyrir einhvern til að gœta hagsmuna sinna íflóknu kerfi sjúkrahússins. Hann vantaði málsvara, trúnaðarmann sem hann gœti leitað til og hann vildi hafa vitneskju um hvenœr hjúkrunarfrœðingurinn vœri á vakt. Hugtakið málsvari lýsir einmitt einu af mikilvægustu hlutverkum hjúkrunarfrœðinga. Það ásamt hugtökunum ábyrgðarskylda, samvinna og umhyggja eru lykilhugtök sem hjúkrunarfrœðingar byggja siðfrœðilegar ákvarðanir innan hjúkrunar á. Að vera málsvari er skilgreint sem virkur stuðningur við mikilvœgan málstað. I lagalegu samhengi þýðir það að verja grundvallarmannréttindi þeirra sem geta ekki svarað fyrir sig sjálfir. Hlutverki hjúkrunaifrœðings sem málsvara sjúklinga/skjólstœðinga og tengslum þeirra hefur verið lýst á þrennan hátt: • að verja rétt skjólstœðingsins innan heilbrigðiskerfisirts, að kynna honum réttindi hans innan keifisins, ganga úr skugga um að hann skilji þau og koma íveg fyrir að gengið sé á rétt skjólstœðingsins. • að hjálpa skjólstæðingnum að skilgreina þarfir sínar, áhuga og valkosti til að ákvarðanir hans varðandi heilbrigðisþjónustu séu í samræmi við hans eigið gildismat. • að gœta þess að skjólstœðingnum sé sýnd virðing með því að virða skoðanir hans, ákvarðanir og mannlega reisn (Fry, 1994). Að undanförnu hefur vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á tímum niðurskurðar í heilbrigðisþjónustu verið til umrœðu innan Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga. Hjúkrunarfrœðingar hafa bent á að auknar kröfur um hagrœðingu og sparnað hafi sett þeim þröngar skorður og að þeir telji sig ekki geta sinnt hjúkrunarþjónustu á þann hátt sem hugmyndir þeirra, gœðakröfur og menntun segja til um. Skv. siðareglum hjúkrunarfræðinga liafa hjúkrunarfræðingar fyrst ogfremst skyldum að gegna við skjólstœðinga s(na. Ef ákvarðanir stjórnvalda um niðurskurð til heilbrigðis- þjónustunnar bitna á þjónustu við sjúklinga, ber hjúkrunarfrœðingum að spyrna við fótum. Hins vegar er einnig Ijóst að takmarkað fé til heilbrigðisþjónustunnar gerir œ meiri kröfur til hjúkrunarfrœðinga um markvissari vinnubrögð og endurskoðun á vinnuaðferðum og skipulagi hjúkrunarþjónustunnar. í dœmi mannsins hér að ofan virðist skipulag þjónustu hjúkrunarfrœðinga hafa brugðist. Slík dœmi þurfa hjúkrunarfrœðingar að skoða og lœra af. Dr. Guðrún Marteinsdóttir talaði um togstreitu milli tœknilegs metnaðar og hjúkrunarmetnaðar í lesendagrein sem birtist í Tímariti hjúkrunarfrœðinga fyrr á þessu ári, en hjúkrunarmetnað skilgreindi hún á þann veg að samskipti og samvinna við sjúklinginn, sem stuðla að líkamlegri og andlegri vellíðan hans, hefðu forgang í hjúkrunarstarfinu firam yfir tœknileg störf. Hugsanlega hefði hjúkrunarmetnaður og skipulag hjúkrunar, sem byggðist á einstaklingshœfðri hjúkrun, getað fyrirbyggt angist mannsins. Reynslan hefur sýnt að einstaklingshœfð hjúkrun gefur hjúkrunarfrœðingum meiri möguleika á að gegna hlutverki sínu sem málsvarar sjúklinga. Heimild: Fry S. (1994) Ethics in Nursing Practice, ICN. Ásta Möller TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.