Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 15
Olga Hákonsen Hjúkrun áfengissjúklinga á bráðadeild II Grein þessi fjallur um hjúkrun sjúklinga sem eru lagðir inn á almenn bráðasjúkrahús með likamlega eða andlega kvilla en eru auk þess áfengis- eða vimuefnaneytendur. Hér verður fjallað um áhrif áfengis á líkamann, hjúkrunarfrœðilegt mat á sjúklingnum og aðrar rannsóknir til greiningar á áfengis- eða vímuefnavanda. Tekin eru dœmi sem geta átt við á almennri bráðadeild ogfjallað um hjúkrunargreiningar og hjúkrunaraðgerðir. Greinin er sú seinni af tveimur um málefni áfengissjúkra á bráðadeild. Fyrri greinin birtist í Tímariti hjúkrunaifrœðinga 2.-3. tbl. 71. árg. 1995. Olga Hákonsen lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1970 og B.S. prófí í hjúkrun frá Háskóla íslands árið 1994. Hún hefur starfað við hjúkrun erlendis, á Landspítalanum og á Vogi. Hún stundar nú nám í hjúkrun fíkniefnasjúklinga við University of Maryland í Baltimore í Bandaríkjunum. Inngangur í fyrri greininni kom fram að vankunnáttu og óöryggis hefur gætt við meðhöndlun áfengis- og vímuefnasjúklinga á bráðasjúkrahúsum (Olga Hákonsen, 1995). Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli heilbrigðisstarfsfólks, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, á einkennum áfengissýki og viðbrögðum til að koma í veg fyrir lífshættulegt fráhvarf. Einnig er bent á algeng byrjunareinkenni áfengissýki til að hægt sé að hafa áhrif á sjúkdómsferlið snemma með viðeigandi hætti. Alkóhól og óhrif þess ó líkamann Afengi hefur fylgt mannkyninu um aldir og verið nýtt sem vímugjafi, verkjalyf eða/og efni til sótthreinsunar (Holman, 1987; Duphorne, 1992; Schenk, 1991). Við neyslu frásogast áfengi mjög hratt til blóðrásar, sérstaklega á tóman maga (Holman, 1987; Duphorne, 1992). Áfengi er að mestu (90%) brotið niður í lifur fyrir áhrif efnahvata þar (Duphome, 1992; Vander, Sherman og Luciano, 1990). Það tekur heilbrigða lifur 5-6 klst. að hreinsa um 60 ml af hreinum vínanda. Þangað til allt áfengið er brotið niður ferðast það í blóðinu og verkar hemjandi á fmmuskipti. (Vander, Sherman og Luciano, 1990). Áfengi skilst út um nýmn en hefur áhrif á losun ADH (antidiuretic hormon) þannig að vökvaútskilnaður líkamans verður langt umfram vökvainntöku (Vander, Sherman og Luciano, 1990; Schenk, 1991). Áfengi hefur eituráhrif á öll líffærakerfi líkamans. Það hefur örvandi áhrif á heilann í smáum skönnntum, en sljógvandi í stómm skömmtum (Schenk, 1991; Duphorne, 1992). Áfengisneysla minnkar losun GABA (gamma amínóbútansýra) sem er hamlandi taugaboðefni í heila. GABA er talin valda fráhvarfseinkennum eins og timburmönnum. Lifrarsjúkdómar og sýkingar em tíðar við áfengisneyslu og líffærakerfi, eins og taugakerfi, hjarta, beinmergur, briskirtill og innkirtlar, verða einnig fyrir eituráhrifum. í meltingarvegi er hætta á sáramyndun í slímhúð og geta líkamans til að nýta sér snefilefni og vítamín, svo sem tíamín, fólínsým og B12, úr fæðunni minnkar (Vander, Sherman og Luciano, 1990). Blóðsykur er oft lágur og ójafnvægi í vökva- og steinefnabúskap getur valdið „metabólískri asídósu“. Einkenni frá hjarta- og æðakerfi em meðal annars hærri blóðþrýstingur, aukin tfðni heilablæðinga og minnkuð kyngeta. Svefnmynstur ruglast, vægi „REM-svefns“ minnkar og „non-REM-svefn“ verður grynnri og styttri (Wade og Tarvis, 1989). Við langvarandi neyslu samfara næringarskorti er hætta á svokallaðri Korsakoff-geðveiki sem einkennist af varanlegu minnisleysi og mgli (Duphome, 1992; Schenk, 1991). Áfengi hefur varanleg áhrif á fósturvöxt frá þriðju viku eftir getnað (Schenk, 1991; Duphorne, 1992; Vander, Sherman og Luciano, 1990). Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi því enn er margt óvíst um langtímaáhrif áfengis á heilsu fólks. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir seinni ára hafa beinst að spurningum um erfðafræðileg tengsl, áhrif mikillar neyslu á líkamann og áhrif á framleiðslu niðurbrotshvatanna í lifur (Wade og Tarvis, 1989). Þó þessum spurningum sé enn ósvarað er ljóst að mikil áfengisneysla er ekki heppileg heilsu manna. Hjúkrunarfræðilegt mat ó sjúklingnum Rétt er að hafa hugfast við innlögn allra sjúklinga að sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir misnoti vímuefni. Gera skal stutt hjúkrunamat á öllum nýjum sjúklingum og síðan nákvæmara hlutlægt sál-félagslegt mat (psychosocial) ef þörf krefur (Tweed, 1989; Duphorne, 1992; Pires, 1989). Tilgangurinn er að koma í veg fyrir lífshættulegt fráhvarf, forðast samverkanir (interaction) lyfja, tryggja sjúklingnum öruggt umhverfi, auk þess að reyna að hafa áhrif á sjúkdómsferlið snemma (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993). Barry (1989) telur að erfiðast við hjúkrun þessara einstaklinga sé að finna þá sem ekki gefa upp neyslu þegar þeir eru lagðir inn. Væg einkenni geta gefið vísbendingu um sjúkdóm á byrjunarstigi. Samkvæmt Tweed (1989) eru andlegar breytingar og atferlisbreytingar oft fyrr á ferðinni en líkamleg einkenni en fá byrjunareinkenni eru afdráttarlaus. Ef sjúklingur er líkamlega háður áfengi fær hann fráhvarfseinkenni ef neyslu er skyndilega hætt, t.d. þegar hann leggst inn á sjúkrahús. Fráhvarfseinkenni koma oftast 6-24 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.