Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 17
mælist Se.kreatinin, GOT (glutamín-ediktransamínasi), LDH (laktatdehýdrógenasi), MCV, þvagsýra og bilirúbín hærra. Ýmsar breytingar á EKG benda til áfengissýki, t.d. ýmis hjartaóregla, hraður og óreglulegur hjartsláttur, aukaslög (PVC) og óeðlilegur útsláttur (P-takki) á hjartalfnuriti (Tweed, 1989). Þegar upplýsingum hefur verið safnað eru þær metnar klínískt. Barry (1989) raðar þeim í fjóra flokka: líffræðilegan, vitrænan, geðfélagslegan og trúarlegan. Áhersla er lögð á að finna og meta þann vanda sem kemur fyrir í fleiri en einum flokki og að raða vandamálunum í forgangsröð (Barry, 1989). Sjúkrasaga Eftirfarandi sjúkrasaga gæti verið dæmigerð fyrir sjúkling, með dulda áfengissýki, sem fær lífshættuleg fráhvarfseinkenni eftir innlögn á bráðasjúkrahús. Sjúklingurinn, grönn og veikluleg, 62 ára gömul, gift kona, kom á sjúkrahúsið til aðgerðar á þvagblöðru sem áætlað var að framkvæma næsta dag. Við móttöku sagðist hún kvíða aðgerðinni og sérstaklega því að geta ekki sofið. Hún sagðist vön að nota svefnlyfið Rohypnol heima. Auk þess tæki hún Fondex við „þunglyndi“ en sagðist aðspurð nota áfengi í „hófi“. Konan virtist vel með á nótunum og jákvæð. Þó var hún þurr í munninum þegar hún gaf þessar upplýsingai' og þegar hjúkrunarfræðingurinn færði henni að drekka tók hann eftir fínlegum handskjálfta hjá henni. Aðgerðin var framkvæmd næsta dag og gekk samkvæmt áætlun. Konan fékk verkjalyf eftir aðgerðina. Á þriðja degi hafði hún sofið lítið um nóttina en var róleg og í jafnvægi þar til um morguninn. Þá varð hún önug og óróleg og hreytti fúkyrðum í starfsfólkið. Fljótlega varð hún árásargjöm, með ranghugmyndir og ofskynjanir. Erfitt var að halda henni í rúminu og hún reif af sér þvag- og æðalegg. Gmnur um sjúkdóm í taugakerfi var útilokaður með skoðun og heilalínuriti. Álit geðlæknis var að konan væri með tildurvillu (delerium tremens) og vom henni strax gefnir stórir skammtar af róandi lyfjum sem verkuðu seint. Næstu 10-12 klukkustundirnar gerði konan sér illa grein fyrir stað og stund og leið illa bæði andlega og líkamlega. Hún fluttist á einbýli þar sem hjúkmnarfræðingur vaktaði hana. Eftir frekari skammta af róandi lyfjum sofnaði hún loks djúpt. Aðspurður kannaðist eiginmaður hennar ekki við„óhóflega“ víndrykkju en dóttir þeirra hjóna sagði foreldra sína hafa verið dagdiykkjufólk í mörg ár. Konan vaknaði eftir rúmlega sólarhring og gerði sér grein fyrir stað en ekki stund. Hún sagðist ekki muna það sem gerðist og neitaði staðfastlega að hún ætti við drykkjuvandamál að etja. Hjúkrunaraðgerðir og greiningar Þær hjúkrunaraðgerðir og greiningar sem hér fara á eftir eiga við ofangreinda sjúkrasögu. Alvarleg fráhvarfseinkenni em alltaf lífshættuleg. Markmið hjúkrunar er að koma í veg fyrir þessi einkenni eða draga úr styrk þeirra og að skapa sjúklingnum ömggt umhverfi. 1. Truflun svefns tengd vímuefnaneyslu og auknu álagi vegna skurðaðgerðar Skammtímamarkmið er að fyrstu 5 dagana eftir aðgerð geti sjúklingur hvílst á milli þess sem hann hreyfir sig. Langtímasjónarmið er að fyrir útskrift læri sjúklingurinn ráð til að auka svefn og vellíðan fyrir útskrift. Hjúkmnaraðgerðir fela í sér að eðli og fmmorsök svefntmflana séu greind og raunvemlegt svefnmynstur sjúklingsins kannað. í samráði við sjúkling er gerð áætlun um virkni- og hvíldartíma. Leiðir sem auðvelda svefn em m.a. minnkuð kaffi- og tóbaksneysla, einkanlega á kvöldin. Reynt er að draga úr hávaða og lýsingu í umhverfinu. Árangursrfkt er að fara í bað og hrein föt fyrir svefn. Lestur eða ljúf tónlist auka á slökun. Mikilvægt er að vera jákvæður og örvænta ekki þó árangur láti á sér standa, sérstaklega ef svefntmflanir hafa verið langvarandi. Jack (1990) vitnar í Lader (1983) sem segir að tímabundnar svefntmflanir séu mjög algengar en aðeins 2% þeirra sem hafa langvarandi svefntruflanir, búi við röskun á daglegu lífi (Yarrish og Jack, 1990). 2. Breyting á líðan - verkir Algengt er að verkjaþröskuldur vímuefnaneytenda sé lágur og lyfjaþol mikið. Skammtímamarkmið er að sjúklingurinn fái næg verkjalyf til að viðhalda eðlilegri öndun og hreyfingu auk fræðslu og stuðnings með öndunaræfingum og slökun. í langtímaáætlun er stefnt að því að við útskrift þekki sjúklingurinn önnur úrræði við verkjum en lyf. Hjúkrunaraðgerðir felast í að styrkur og staðsetning verkjanna séu metin með sjúklingi. Lyfjameðferð er síðan valin í samráði við sjúklinginn, endurskoðuð daglega og árangur skráður. Afvötnun á ekki við á þessu stigi en stefnt er að því að finna rétta verkjameðferð til að sjúklingur sé verkjalaus (Lea, 1992). Gordon og Warfield leggja til að lyfjagjöf sé sveigjanleg og að gefin séu saman lang- og skammverkandi verkjalyf (Anderson, 1990). Við fráhvarfseinkennum em oftast gefin róandi lyf, samkvæmt ráði læknis en markmiðið er að sjúklingurinn hvílist og sofi án þess að vera í vímu. Ondunaræfingar, vöðvaslökun með mynd- eða tónlistarböndum eða leiðandi hugarferli (guided imagery) em aðferðir sem sjúklingur getur sjálfur beitt eftir þörfum. Slík tækni getur minnkað þörf fyrir verkjalyf (Anderson, 1990). Áfengis- og vímuefnasjúklingar nota oftast mikið tóbak en nýlegar rannsóknir sýna að lyf verka verr á þá sem það gera (Sveinbjörn Gizurarson, 1993). Þegar líðan sjúklingsins batnar getur verið árangursríkt að sá hjúkrunarfræðingur, sem mest hefur annast hann, bendi á tengsl slæmra verkja og aukins þols við neyslu vímuefna. Þessi tími er oft mikilvægur til fræðslu um ofneyslusjúkdóma, fráhvarfseinkenni og meðferð. Það er alltaf matsatriði hvenær sjúklingurinn er tilbúinn að takast á við vanda sinn (Jack, 1990; Anderson, 1990). 3. Hœtta á að sjúklingur valdi sjálfum sér eða öðrum skaða í tengslum við ofneyslu vímuefna og/eða fráhvarf. Skammtímamarkmið er að sjúklingurinn geti skaðlaust afeitrast á sjúkrahúsinu. Langtímamarkmið er að hann dvelji á sjúkrahúsinu til loka meðferðar og útskrifist þá í samráði við starfsfólk. Hjúkrunaraðgerðir beinast að því að tryggja öryggi TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.